Trump heimilar ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. janúar 2017 22:42 Donald Trump með tilskipunina. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna horfir á. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir tilskipun þess efnis að yfirvöldum sé heimilit að leggjast í ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum sem vilja flytja til Bandaríkjanna. „Við setjum á fót ítarlegar bakgrunnsskoðanir til þess að koma í veg fyrir að róttækir íslamskir hryðjuverkamenn geti komið inn í Bandaríkin,“ sagði Trump í varnarmálaráðuneytinu þar sem hann skrifaði undir tilskipunina. „Við viljum ekki fá þá hingað og við viljum tryggja að við hleypum ekki þeim inn í landið sem við erum að berjast gegn,“ sagð Trump. Ekki hefur verið gefið upp hvað tilskipunin felur nákvæmlega í sér en fjölmiðlar ytra hafa greint frá því að samkvæmt tilskipuninni verði sett á tímabundið bann á að flóttamönnum verði hleypt inn í Bandaríkin sem og algjört bann á innflytjendur frá sjö ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta.Ótímabundið bann á móttöku flóttamanna frá Sýrlandi Þetta er í samræmi við kosningaloforð Trump þar sem hann hét því að takmarka fjölda innflytjenda frá ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta. „Við viljum bara hleypa þeim í gegn sem við vitum að muni styðja við ríki okkar og elska íbúa þess,“ sagð Trump.Á vef Guardian segir að blaðamenn þess hafi fengið að skoða uppkast af tilskipunnni þar sem kemur fram að 120 daga bann verði sett við móttöku flóttamanna og ótímabundið bann á móttöku flóttamanna frá Sýrlandi. Þá muni Bandaríkin ekki úthluta íbúum Írak, Íran, Líbýu, Sómalíu, Súdan og Jemen vegabréfsáritun næstu 30 daga. Skömmu áður en Trump skrifaði undir tilskipunina var James Mattis settur í embætti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Þá skrifaði Trump einnig undir tilskipun þar sem því er heitið að efla bandaríska herinn til muna.Trump signs 2 executive actions at the Pentagon (corrects number of actions signed) https://t.co/ixbo4KdXye https://t.co/On2pvYCzkd— CNN Politics (@CNNPolitics) January 27, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Múrinn hans Donald Trump: Um hvað snýst málið? Bandaríkjaforseti skrifaði í vikunni undir tilskipun um að framkvæmdir skuli hefjast við byggingu ókleifs múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó eins fljótt og auðið er. 27. janúar 2017 12:45 Trump og Pútin munu ræða saman í síma á morgun Forsetarnir munu meðal annars ræða baráttuna gegn hryðjuverkum. 27. janúar 2017 13:27 Vísindamenn berjast gegn þöggun ríkisstjórnar Trump Hafa stofnað fjölda óopinberra Twitter-síðna til að koma út upplýsingum um hnattræna hlýnun og önnur vísindi. 26. janúar 2017 15:36 Trump forseti stendur í ströngu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekar að Mexíkó verði að greiða fyrir landamæramúrinn og boðar stórtækar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki. Forseti Mexíkó hefur hætt við heimsókn til Trumps. 27. janúar 2017 07:00 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir tilskipun þess efnis að yfirvöldum sé heimilit að leggjast í ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum sem vilja flytja til Bandaríkjanna. „Við setjum á fót ítarlegar bakgrunnsskoðanir til þess að koma í veg fyrir að róttækir íslamskir hryðjuverkamenn geti komið inn í Bandaríkin,“ sagði Trump í varnarmálaráðuneytinu þar sem hann skrifaði undir tilskipunina. „Við viljum ekki fá þá hingað og við viljum tryggja að við hleypum ekki þeim inn í landið sem við erum að berjast gegn,“ sagð Trump. Ekki hefur verið gefið upp hvað tilskipunin felur nákvæmlega í sér en fjölmiðlar ytra hafa greint frá því að samkvæmt tilskipuninni verði sett á tímabundið bann á að flóttamönnum verði hleypt inn í Bandaríkin sem og algjört bann á innflytjendur frá sjö ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta.Ótímabundið bann á móttöku flóttamanna frá Sýrlandi Þetta er í samræmi við kosningaloforð Trump þar sem hann hét því að takmarka fjölda innflytjenda frá ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta. „Við viljum bara hleypa þeim í gegn sem við vitum að muni styðja við ríki okkar og elska íbúa þess,“ sagð Trump.Á vef Guardian segir að blaðamenn þess hafi fengið að skoða uppkast af tilskipunnni þar sem kemur fram að 120 daga bann verði sett við móttöku flóttamanna og ótímabundið bann á móttöku flóttamanna frá Sýrlandi. Þá muni Bandaríkin ekki úthluta íbúum Írak, Íran, Líbýu, Sómalíu, Súdan og Jemen vegabréfsáritun næstu 30 daga. Skömmu áður en Trump skrifaði undir tilskipunina var James Mattis settur í embætti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Þá skrifaði Trump einnig undir tilskipun þar sem því er heitið að efla bandaríska herinn til muna.Trump signs 2 executive actions at the Pentagon (corrects number of actions signed) https://t.co/ixbo4KdXye https://t.co/On2pvYCzkd— CNN Politics (@CNNPolitics) January 27, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Múrinn hans Donald Trump: Um hvað snýst málið? Bandaríkjaforseti skrifaði í vikunni undir tilskipun um að framkvæmdir skuli hefjast við byggingu ókleifs múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó eins fljótt og auðið er. 27. janúar 2017 12:45 Trump og Pútin munu ræða saman í síma á morgun Forsetarnir munu meðal annars ræða baráttuna gegn hryðjuverkum. 27. janúar 2017 13:27 Vísindamenn berjast gegn þöggun ríkisstjórnar Trump Hafa stofnað fjölda óopinberra Twitter-síðna til að koma út upplýsingum um hnattræna hlýnun og önnur vísindi. 26. janúar 2017 15:36 Trump forseti stendur í ströngu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekar að Mexíkó verði að greiða fyrir landamæramúrinn og boðar stórtækar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki. Forseti Mexíkó hefur hætt við heimsókn til Trumps. 27. janúar 2017 07:00 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Múrinn hans Donald Trump: Um hvað snýst málið? Bandaríkjaforseti skrifaði í vikunni undir tilskipun um að framkvæmdir skuli hefjast við byggingu ókleifs múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó eins fljótt og auðið er. 27. janúar 2017 12:45
Trump og Pútin munu ræða saman í síma á morgun Forsetarnir munu meðal annars ræða baráttuna gegn hryðjuverkum. 27. janúar 2017 13:27
Vísindamenn berjast gegn þöggun ríkisstjórnar Trump Hafa stofnað fjölda óopinberra Twitter-síðna til að koma út upplýsingum um hnattræna hlýnun og önnur vísindi. 26. janúar 2017 15:36
Trump forseti stendur í ströngu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekar að Mexíkó verði að greiða fyrir landamæramúrinn og boðar stórtækar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki. Forseti Mexíkó hefur hætt við heimsókn til Trumps. 27. janúar 2017 07:00