Þegar rýnt er í tölfræði Ólafíu á mótinu má sjá að hún slær lengst af teig á öðrum degi, 254 yarda (232 metra) en hún sló töluvert styttra í gær, 236 yarda(216 metra), alls sextán metra munur.
Þrátt fyrir að hafa verið að slá styttra tókst Ólafíu að hitta brautirnar vel í gær rétt eins og aðra daga á mótinu en hún hitti brautina úr upphafshögginu í 47 skipti í 56 tilraunum.
Innáhöggin hjá Ólafíu voru mun betri í dag en hún þurfti aðeins fimm sinnum að bjarga parinu eftir innáhögg fyrir fugli, fimm sinnum sjaldnar en í gær.
Hún var einnig stöðug með pútterinn en eftir að hafa púttað 30 sinnum á fyrsta hring notaði hún pútterinn 28 sinnum á seinustu þremur hringjunum.
Tölfræði Ólafíu frá mótinu má sjá hér fyrir neðan í samantekt GSÍ.
Tölfræðin skiptir máli, hér má sjá tölfræðina fyrir alla fjóra hringina hjá okkar konu á mótaröð þeirra bestu í heiminum. pic.twitter.com/q0yO2SVCqE
— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) January 29, 2017