Vilja skoða skipun tengdasonar Trump sérstaklega Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2017 11:02 Jared Kushner og Stephen Bannon, sem einnig verður ráðgjafi Trump. Vísir/Getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur skipað tengdason sinn, Jared Kushner, sem sérstakan ráðgjafa sinn í Hvíta húsinu. Demókratar hafa kallað eftir því að skoðað verði sérstaklega hvort að skipunin samræmist lögum og siðferðisviðmiðum.Kushner er giftur Ivönku Trump og spilaði stórt hlutverk í framboði Trump til forseta Bandaríkjanna. Lögmaður hans segir að Kusher muni hætta að stýra fasteignafélagi fjölskyldu sinnar og gefa út blaðið New York Observer vegna skipunarinnar.Samkvæmt Reuters verður hlutverk Kushner að vinna að erlendum viðskiptum Bandaríkjanna og Miðausturlöndum. Fréttaveitan segir skipanir sem þessar, þar sem náskyldur aðili forseta er ráðinn til mikilvægra starfa í Hvíta húsinu vera sjaldgæfar. Þá mun Ivanka Trump draga úr umsvifum sínum í fjölskyldufyrirtæki Trump og flytja til Washington DC. Hún mun þó ekki taka þátt í ríkisstjórn föður síns. Hún mun einnig stíga til hliðar frá eigin tískuvörumerkjum.Jeff Sessions, sem Trump tilnefndi sem dómsmálaráðherra, fer fyrir þingið í dag sem þarf að samþykkja tilnefninguna. Þingið þarf ekki að tilnefna ráðningar ráðgjafa eins og Kushner. Demókratar segja að skipun Kushner gæti verið brot á lögum og segjast þeir hafa spurningar um hvernig Kushner gæti mögulega komist hjá því að lenda í hagsmunaárekstrum á milli ríkisins annars vegar og viðskipta sinna hins vegar. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump reiður út í Meryl Streep Segir Streep vera eina af ofmetnustu leikkonum Hollywood. 9. janúar 2017 11:55 Væntanlegir ráðherrar spurðir spjörunum úr Bandarískir þingmenn hefjast handa við að kanna hæfni ráðherraefna Donalds Trump. Dómsmálaráðherraefnið verður vísast spurt út í kynþáttafordóma og utanríkisráðherraefnið spurt út í náin tengsl sín við rússneska ráðamenn. 10. janúar 2017 07:00 Deilur innan teymis Trump Tengdasonur forsetans verðandi er sagður valda usla. 16. nóvember 2016 11:00 Trump viðurkennir að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar Þetta segir starfsmannastjóri Trump sem segir að gripið verði til aðgerða. 8. janúar 2017 17:30 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur skipað tengdason sinn, Jared Kushner, sem sérstakan ráðgjafa sinn í Hvíta húsinu. Demókratar hafa kallað eftir því að skoðað verði sérstaklega hvort að skipunin samræmist lögum og siðferðisviðmiðum.Kushner er giftur Ivönku Trump og spilaði stórt hlutverk í framboði Trump til forseta Bandaríkjanna. Lögmaður hans segir að Kusher muni hætta að stýra fasteignafélagi fjölskyldu sinnar og gefa út blaðið New York Observer vegna skipunarinnar.Samkvæmt Reuters verður hlutverk Kushner að vinna að erlendum viðskiptum Bandaríkjanna og Miðausturlöndum. Fréttaveitan segir skipanir sem þessar, þar sem náskyldur aðili forseta er ráðinn til mikilvægra starfa í Hvíta húsinu vera sjaldgæfar. Þá mun Ivanka Trump draga úr umsvifum sínum í fjölskyldufyrirtæki Trump og flytja til Washington DC. Hún mun þó ekki taka þátt í ríkisstjórn föður síns. Hún mun einnig stíga til hliðar frá eigin tískuvörumerkjum.Jeff Sessions, sem Trump tilnefndi sem dómsmálaráðherra, fer fyrir þingið í dag sem þarf að samþykkja tilnefninguna. Þingið þarf ekki að tilnefna ráðningar ráðgjafa eins og Kushner. Demókratar segja að skipun Kushner gæti verið brot á lögum og segjast þeir hafa spurningar um hvernig Kushner gæti mögulega komist hjá því að lenda í hagsmunaárekstrum á milli ríkisins annars vegar og viðskipta sinna hins vegar.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump reiður út í Meryl Streep Segir Streep vera eina af ofmetnustu leikkonum Hollywood. 9. janúar 2017 11:55 Væntanlegir ráðherrar spurðir spjörunum úr Bandarískir þingmenn hefjast handa við að kanna hæfni ráðherraefna Donalds Trump. Dómsmálaráðherraefnið verður vísast spurt út í kynþáttafordóma og utanríkisráðherraefnið spurt út í náin tengsl sín við rússneska ráðamenn. 10. janúar 2017 07:00 Deilur innan teymis Trump Tengdasonur forsetans verðandi er sagður valda usla. 16. nóvember 2016 11:00 Trump viðurkennir að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar Þetta segir starfsmannastjóri Trump sem segir að gripið verði til aðgerða. 8. janúar 2017 17:30 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Trump reiður út í Meryl Streep Segir Streep vera eina af ofmetnustu leikkonum Hollywood. 9. janúar 2017 11:55
Væntanlegir ráðherrar spurðir spjörunum úr Bandarískir þingmenn hefjast handa við að kanna hæfni ráðherraefna Donalds Trump. Dómsmálaráðherraefnið verður vísast spurt út í kynþáttafordóma og utanríkisráðherraefnið spurt út í náin tengsl sín við rússneska ráðamenn. 10. janúar 2017 07:00
Deilur innan teymis Trump Tengdasonur forsetans verðandi er sagður valda usla. 16. nóvember 2016 11:00
Trump viðurkennir að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar Þetta segir starfsmannastjóri Trump sem segir að gripið verði til aðgerða. 8. janúar 2017 17:30
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent