Innlent

Stjórnarsáttmálinn verður undirritaður í Gerðarsafni

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð munu undirrita stjórnarsáttmálann í Gerðarsafni.
Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð munu undirrita stjórnarsáttmálann í Gerðarsafni. Vísir/Eyþór
Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar verður undirritaður í Gerðarsafni í Kópavogi kl. 14.30 í dag.

Formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, munu kynna efni stjórnarsáttmálans og svara spurningum fjölmiðla um efni hans að lokinni undirritun.

Stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja var kynntur fyrir flokksmönnum í gærkvöldi. Flokkarnir funduðu hver í sínu lagi; flokksráð Sjálfstæðisflokks fundaði í Valhöll, stjórn Bjartrar framtíðar í Gerðubergi og ráðgjafaráð Viðreisnar á skrifstofu sinni í Ármúla.

Lokadrög stjórnarsáttmálans voru kynnt og í kjölfarið tóku flokksmenn afstöðu til hans. Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn samþykktu sáttmálann samhljóða, en ekki var einhugur innan Bjartrar framtíðar, þar sem 51 samþykkti hann og 18 höfnuðu honum. 

Meðal þess sem fram kemur í stjórnarsáttmálanum, samkvæmt heimildium fréttastofu, er að þingsályktunartillaga verður lögð fram fyrir lok þings um hvort kjósa eigi um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þá verður peningastefna landsins endurskoðuð strax í upphafi og breytingar á búvörusamningum verða skoðaðar, svo fátt eitt sé nefnt, en nánar má lesa um sáttmálann hér.


Tengdar fréttir

Nýr stjórnarsáttmáli: Samþykki Alþingis þarf fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB

Peningastefnan verður endurskoðuð í samræmi við skýrslu Seðlabankans frá árinu 2012 og lögð verður fram þingsályktunartillaga fyrir lok þings um hvort kjósa eigi um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýgerðum stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.

Viðreisnarfólk óánægt með Bjarna

Flokksmenn Viðreisnar létu í ljós óánægju sína með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem sakaður hefur verið um að hafa setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar, á fundi þeirra í Ármúla í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×