Sjö nýir ráðherrar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. janúar 2017 07:00 Ráðherrar Sjálfstæðisflokks. vísir/vilhelm Sjö þingmenn taka í fyrsta sinn við embætti ráðherra í nýrri ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Alls verða ráðherrarnir ellefu. Sex úr röðum Sjálfstæðisflokks, þrír úr Viðreisn og tveir frá Bjartri framtíð. Þar af eru þrír sem hafa ekki setið á þingi áður, þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem verður ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, Benedikt Jóhannesson sem verður fjármálaráðherra og Þorsteinn Víglundsson sem verður félags- og jafnréttismálaráðherra. Fjórir ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar hafa áður gegnt ráðherraembætti. Bjarni Benediktsson var fjármálaráðherra undanfarið kjörtímabil en verður forsætisráðherra. Kristján Þór Júlíusson var heilbrigðisráðherra en verður menntamálaráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson var heilbrigðisráðherra frá 2007 til 2009 en verður utanríkisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var menntamálaráðherra árin 2003 til 2009 fyrir Sjálfstæðisflokk en verður nú landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra fyrir Viðreisn. „Ég er mjög þakklát fyrir þennan stuðning og traust sem formaðurinn og þingflokkurinn sýndu með því að fela mér þetta verkefni. Ég hlakka til að takast á við það,“ segir Sigríður Á. Andersen, verðandi dómsmálaráðherra, um nýja starfið sem hún kveðst ekki hafa sóst sérstaklega eftir. Jón Gunnarsson, sem verður ráðherra samgöngu-, fjarskipta- og nýsköpunarmála, tekur í sama streng, eðli þingmennskunnar sé að vera tilbúinn að axla ábyrgð. „Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt að gegna þessu mikilvæga embætti.“ Þórdís Kolbrún verður yngsti ráðherra ríkisstjórnarinnar, 29 ára. „Fyrstu viðbrögð verða að vera pínu klisja. Maður tekur við þessu af mikilli auðmýkt og þakkar fyrir traustið. Ég er algjörlega reiðubúin til að axla þessa ábyrgð sem mér er falin,“ segir Þórdís Kolbrún og bætir við: „Þrátt fyrir að ég sé ný á þingi hef ég bæði starfað með þingflokknum sem framkvæmdastjóri þingflokks og verið í ráðuneytinu sem aðstoðarmaður Ólafar Nordal. Ég hef lært ótrúlega mikið af henni. Þannig ég er með ágætis veganesti þótt ég sé að setjast í þing á fyrsta sinn og sé ung.“ Þá kveðst Þorsteinn Víglundsson spenntur fyrir komandi misserum. „Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er viðamikið og spennandi ráðuneyti til þess að takast á við sem mér líst mjög vel á,“ segir Þorsteinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
Sjö þingmenn taka í fyrsta sinn við embætti ráðherra í nýrri ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Alls verða ráðherrarnir ellefu. Sex úr röðum Sjálfstæðisflokks, þrír úr Viðreisn og tveir frá Bjartri framtíð. Þar af eru þrír sem hafa ekki setið á þingi áður, þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem verður ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, Benedikt Jóhannesson sem verður fjármálaráðherra og Þorsteinn Víglundsson sem verður félags- og jafnréttismálaráðherra. Fjórir ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar hafa áður gegnt ráðherraembætti. Bjarni Benediktsson var fjármálaráðherra undanfarið kjörtímabil en verður forsætisráðherra. Kristján Þór Júlíusson var heilbrigðisráðherra en verður menntamálaráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson var heilbrigðisráðherra frá 2007 til 2009 en verður utanríkisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var menntamálaráðherra árin 2003 til 2009 fyrir Sjálfstæðisflokk en verður nú landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra fyrir Viðreisn. „Ég er mjög þakklát fyrir þennan stuðning og traust sem formaðurinn og þingflokkurinn sýndu með því að fela mér þetta verkefni. Ég hlakka til að takast á við það,“ segir Sigríður Á. Andersen, verðandi dómsmálaráðherra, um nýja starfið sem hún kveðst ekki hafa sóst sérstaklega eftir. Jón Gunnarsson, sem verður ráðherra samgöngu-, fjarskipta- og nýsköpunarmála, tekur í sama streng, eðli þingmennskunnar sé að vera tilbúinn að axla ábyrgð. „Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt að gegna þessu mikilvæga embætti.“ Þórdís Kolbrún verður yngsti ráðherra ríkisstjórnarinnar, 29 ára. „Fyrstu viðbrögð verða að vera pínu klisja. Maður tekur við þessu af mikilli auðmýkt og þakkar fyrir traustið. Ég er algjörlega reiðubúin til að axla þessa ábyrgð sem mér er falin,“ segir Þórdís Kolbrún og bætir við: „Þrátt fyrir að ég sé ný á þingi hef ég bæði starfað með þingflokknum sem framkvæmdastjóri þingflokks og verið í ráðuneytinu sem aðstoðarmaður Ólafar Nordal. Ég hef lært ótrúlega mikið af henni. Þannig ég er með ágætis veganesti þótt ég sé að setjast í þing á fyrsta sinn og sé ung.“ Þá kveðst Þorsteinn Víglundsson spenntur fyrir komandi misserum. „Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er viðamikið og spennandi ráðuneyti til þess að takast á við sem mér líst mjög vel á,“ segir Þorsteinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira