Nýr samgönguráðherra: Engin önnur lausn í stöðunni en að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Atli Ísleifsson skrifar 11. janúar 2017 09:55 Jón Gunnarsson verður samgöngu-, fjarskipta- og byggðamálaráðherra í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Vísir/Pjetur Jón Gunnarsson, samgöngu-, fjarskipta- og byggðamálaráðherra í nýrri ríkisstjórn, segir nauðsynlegt að það skapist einhver vissa um framtíð miðstöðvar innanlandsflugs í landinu á kjörtímabilinu. Jón segir að málefni Reykjavíkurflugvallar sé einn af þeim þáttum samgöngumála sem sé í óásættanlegri stöðu. „Þessi óljósa framtíð Reykjavíkurflugvallar getur auðvitað ekki verið. Ég hef nú sagt það áður í ræðu og riti að það þurfi að ganga frá því til framtíðar hvernig við högum þeim málum.“Þú hefur áður talað um að þú viljir að Reykjavík verði miðstöð innanlandsflugs í landinu.„Já, ég hef gert það,“ segir Jón. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar segir að hún muni beita sér fyrir „lausn á áratugadeilu um framtíð Reykjavíkurflugvallar með því að stofna til formlegra viðræðna samgönguyfirvalda, heilbrigðisyfirvalda, Reykjavíkurborgar, annarra sveitarfélaga og hagsmunaaðila. Tekin verði ákvörðun um fyrirliggjandi kosti að undangengnu mati og innviðir innanlands- og sjúkraflugs þannig tryggðir til framtíðar.“Heldurðu að það muni takast að ná einhverri sátt og lendingu í þessu máli á kjörtímabilinu?„Það verður að gera það. Reykjavíkurflugvöllur gegnir gríðarlega veigamiklu hlutverki í okkar samgöngum. Aðstæður þar eru algerlega óviðunandi, bæði fyrir starfsfólk og farþega. Það verður að ná saman um einhverja framtíðarsýn þannig að hægt sé að ráðast í eðlilega uppbyggingu og horfa til lengri tíma. Við getum ekki búið við þessa stöðugu óvissu.“En þú sjálfur vilt hafa völlinn áfram í Vatnsmýrinni?„Það er engin önnur lausn í stöðunni. Það er auðvitað áhugavert að skoða allar framtíðarpælingar um eitthvað annað, en það er eitthvað sem er komið svo stutt á veg að það mun í mínum huga taka mörg ár að koma niðurstaða í. Á meðan getum við ekki búið við einhverja óvissu um Reykjavíkurflugvöll,“ segir Jón, sem kveðst fullur tilhlökkunar að takast á við þau verkefni sem bíði sín í nýju embætti.Þörf á miklu átaki í innviðauppbygginguJón segir að það hafi ekki farið framhjá neinum að það sé þörf á miklu átaki í innviðauppbyggingu í samgöngumálum. „Það er eitt af þeim verkefnum sem ríkisstjórn mun þurfa að horfa til. Nýbúið er að samþykkja fjárlög og það á eftir að munstra það inn í samgönguáætlun og forgangsraða í þeim hluta málanna. Maður þarf því bara að setja sig í stellingar og takast á við þetta og raða niður. Ég á eftir að fara yfir það með fólkinu og fara yfir stöðuna og reyna að koma hjólunum af stað sem fyrst,“ segir Jón. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Svona lítur stjórnarsáttmálinn út Formenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undirrituðu sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan 14:30. 10. janúar 2017 15:17 Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54 Segjast ekki hafa gefið eftir í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur ekki enn tekið ákvörðun um það hvort þingmenn flokksins, sem verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn, segi af sér þingmennsku. 11. janúar 2017 07:00 Svona skiptast ráðuneytin á milli flokkanna Ráðherraskipan hefur ekki verið ákveðin. 10. janúar 2017 14:54 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Jón Gunnarsson, samgöngu-, fjarskipta- og byggðamálaráðherra í nýrri ríkisstjórn, segir nauðsynlegt að það skapist einhver vissa um framtíð miðstöðvar innanlandsflugs í landinu á kjörtímabilinu. Jón segir að málefni Reykjavíkurflugvallar sé einn af þeim þáttum samgöngumála sem sé í óásættanlegri stöðu. „Þessi óljósa framtíð Reykjavíkurflugvallar getur auðvitað ekki verið. Ég hef nú sagt það áður í ræðu og riti að það þurfi að ganga frá því til framtíðar hvernig við högum þeim málum.“Þú hefur áður talað um að þú viljir að Reykjavík verði miðstöð innanlandsflugs í landinu.„Já, ég hef gert það,“ segir Jón. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar segir að hún muni beita sér fyrir „lausn á áratugadeilu um framtíð Reykjavíkurflugvallar með því að stofna til formlegra viðræðna samgönguyfirvalda, heilbrigðisyfirvalda, Reykjavíkurborgar, annarra sveitarfélaga og hagsmunaaðila. Tekin verði ákvörðun um fyrirliggjandi kosti að undangengnu mati og innviðir innanlands- og sjúkraflugs þannig tryggðir til framtíðar.“Heldurðu að það muni takast að ná einhverri sátt og lendingu í þessu máli á kjörtímabilinu?„Það verður að gera það. Reykjavíkurflugvöllur gegnir gríðarlega veigamiklu hlutverki í okkar samgöngum. Aðstæður þar eru algerlega óviðunandi, bæði fyrir starfsfólk og farþega. Það verður að ná saman um einhverja framtíðarsýn þannig að hægt sé að ráðast í eðlilega uppbyggingu og horfa til lengri tíma. Við getum ekki búið við þessa stöðugu óvissu.“En þú sjálfur vilt hafa völlinn áfram í Vatnsmýrinni?„Það er engin önnur lausn í stöðunni. Það er auðvitað áhugavert að skoða allar framtíðarpælingar um eitthvað annað, en það er eitthvað sem er komið svo stutt á veg að það mun í mínum huga taka mörg ár að koma niðurstaða í. Á meðan getum við ekki búið við einhverja óvissu um Reykjavíkurflugvöll,“ segir Jón, sem kveðst fullur tilhlökkunar að takast á við þau verkefni sem bíði sín í nýju embætti.Þörf á miklu átaki í innviðauppbygginguJón segir að það hafi ekki farið framhjá neinum að það sé þörf á miklu átaki í innviðauppbyggingu í samgöngumálum. „Það er eitt af þeim verkefnum sem ríkisstjórn mun þurfa að horfa til. Nýbúið er að samþykkja fjárlög og það á eftir að munstra það inn í samgönguáætlun og forgangsraða í þeim hluta málanna. Maður þarf því bara að setja sig í stellingar og takast á við þetta og raða niður. Ég á eftir að fara yfir það með fólkinu og fara yfir stöðuna og reyna að koma hjólunum af stað sem fyrst,“ segir Jón.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Svona lítur stjórnarsáttmálinn út Formenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undirrituðu sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan 14:30. 10. janúar 2017 15:17 Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54 Segjast ekki hafa gefið eftir í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur ekki enn tekið ákvörðun um það hvort þingmenn flokksins, sem verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn, segi af sér þingmennsku. 11. janúar 2017 07:00 Svona skiptast ráðuneytin á milli flokkanna Ráðherraskipan hefur ekki verið ákveðin. 10. janúar 2017 14:54 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Svona lítur stjórnarsáttmálinn út Formenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undirrituðu sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan 14:30. 10. janúar 2017 15:17
Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54
Segjast ekki hafa gefið eftir í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur ekki enn tekið ákvörðun um það hvort þingmenn flokksins, sem verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn, segi af sér þingmennsku. 11. janúar 2017 07:00
Svona skiptast ráðuneytin á milli flokkanna Ráðherraskipan hefur ekki verið ákveðin. 10. janúar 2017 14:54