Framsókn lofar harðri stjórnarandstöðu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. janúar 2017 14:05 „Að sjálfsögðu verður hann harður, málefnalegur, skynsamur og mun leggja gott til en þegar við höldum að menn séu að fara inn á ranga leið munum við berjast gegn því,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, fráfarandi forsætisráðherra, um hvernig Framsóknarflokkurinn muni vera í stjórandstöðu á þingi. Sigurður Ingi ræddi stuttlega við fréttamenn áður en hann hélt inn á sinn síðasta ríkisráðsfund sem forsætisráðherra en ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tekur við í dag. Hann segir mikilvægt að ný ríkisstjórn horfi til landsins alls. „Það eru 332 þúsund manns sem búa í þessu landi sem stunda ólíkar atvinnugreinar, þær eiga allar að vera jafnréttháar. Það er pláss fyrir alla og það er mikilvægt að horfa til hagsmuna allra hvar sem þeir búa og hvaða atvinnugrein sem þeir stunda,“ sagði Sigurður Ingi. Gunnar Bragi Sveinsson, fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ræddi einnig stuttlega við fréttamenn áður en hann hélt inn á ríkisráðsfund. Hann hefur ekki mikla trú á nýrri ríkisstjórn. „Það leggst ágætlega í mig að fara aftur í stjórnarandstöðu. ég óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar en ég hef ekki trú á að þau afreki mikið,“ sagði Gunnar Bragi og grínaðist með það að hann myndi verða „brjálaður“ í stjórnarandstöðunni. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
„Að sjálfsögðu verður hann harður, málefnalegur, skynsamur og mun leggja gott til en þegar við höldum að menn séu að fara inn á ranga leið munum við berjast gegn því,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, fráfarandi forsætisráðherra, um hvernig Framsóknarflokkurinn muni vera í stjórandstöðu á þingi. Sigurður Ingi ræddi stuttlega við fréttamenn áður en hann hélt inn á sinn síðasta ríkisráðsfund sem forsætisráðherra en ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tekur við í dag. Hann segir mikilvægt að ný ríkisstjórn horfi til landsins alls. „Það eru 332 þúsund manns sem búa í þessu landi sem stunda ólíkar atvinnugreinar, þær eiga allar að vera jafnréttháar. Það er pláss fyrir alla og það er mikilvægt að horfa til hagsmuna allra hvar sem þeir búa og hvaða atvinnugrein sem þeir stunda,“ sagði Sigurður Ingi. Gunnar Bragi Sveinsson, fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ræddi einnig stuttlega við fréttamenn áður en hann hélt inn á ríkisráðsfund. Hann hefur ekki mikla trú á nýrri ríkisstjórn. „Það leggst ágætlega í mig að fara aftur í stjórnarandstöðu. ég óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar en ég hef ekki trú á að þau afreki mikið,“ sagði Gunnar Bragi og grínaðist með það að hann myndi verða „brjálaður“ í stjórnarandstöðunni.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira