Donald Trump: „Þetta er eitthvað sem myndi gerast í Þýskalandi nasismans“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. janúar 2017 23:51 Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundinum í dag. vísir/epa Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, fór mikinn á sínum fyrsta blaðamannafundi í dag. Eitt af því sem mikið var rætt eru ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur Trump og kosningateymi hans þess efnis að þau hafi unnið með Rússum auk þess sem fjallað var um fréttir um að Rússar hefðu yfir höndum efni, myndbönd og annað, sem gætu komið sér illa fyrir forsetann. Trump var harðorður í garð leyniþjónustu Bandaríkjanna og sakaði hana um að leka röngum upplýsingum í fjölmiðla þar sem ekkert væri hæft í þeim ásökunum að hann hefði unnið með Rússum. Þá hefðu þeir ekki undir höndum neitt sem gæti komið sér illa fyrir hann sem forseta Bandaríkjanna. „Þetta er eitthvað sem myndi gerast í Þýskalandi nasismans,“ sagði Trump svo um leyniþjónustuna. Upplýsingarnar sem komu fram í gær, meðal annars í frétt CNN og Vísir greindi frá, voru í samantekt sem bæði Trump og Barack Obama, fráfarandi forseti, fengu kynningu á í liðinni viku. Trump sagði á blaðamannafundinum í dag að fjölmiðlar hefðu aldrei átt að fjalla um þessa samantekt enda væri þetta allt uppspuni og lygafréttir. Þá sagði hann að það væri skammarlegt að leyniþjónustan hefði leyft upplýsingum á borð við þessar að leka út. Hér að neðan má svo sjá nokkur tíst frá Trump þar sem hann var líka að svara fyrir ásakanirnar. Intelligence agencies should never have allowed this fake news to "leak" into the public. One last shot at me.Are we living in Nazi Germany?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 11, 2017 Russia just said the unverified report paid for by political opponents is "A COMPLETE AND TOTAL FABRICATION, UTTER NONSENSE." Very unfair!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 11, 2017 Russia has never tried to use leverage over me. I HAVE NOTHING TO DO WITH RUSSIA - NO DEALS, NO LOANS, NO NOTHING!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 11, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tillerson hyggst lýsa yfir áhyggjum af framferði Rússa Utanríkisráðherraefni Donald Trump mætir fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings síðar í dag. 11. janúar 2017 11:00 Sjáðu fyrsta blaðamannafund Donald Trump Donald Trump hélt sinn fyrsta blaðamannafund sem verðandi forseti Bandaríkjanna í dag. 11. janúar 2017 15:57 Trump telur Rússa líklega bera ábyrgð á tölvuárásum fyrir kosningarnar Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna hélt sinn fyrsta blaðamannafund í dag síðan hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Á fundinum var meðal annars farið yfir skýrslu, sem nýlega kom fram, þar sem rússnesk stjórnvöld eru sögð bera ábyrgð á tölvuárásum sem demókrataflokkurinn varð fyrir rétt fyrir forsetakosningarnar. 11. janúar 2017 18:14 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, fór mikinn á sínum fyrsta blaðamannafundi í dag. Eitt af því sem mikið var rætt eru ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur Trump og kosningateymi hans þess efnis að þau hafi unnið með Rússum auk þess sem fjallað var um fréttir um að Rússar hefðu yfir höndum efni, myndbönd og annað, sem gætu komið sér illa fyrir forsetann. Trump var harðorður í garð leyniþjónustu Bandaríkjanna og sakaði hana um að leka röngum upplýsingum í fjölmiðla þar sem ekkert væri hæft í þeim ásökunum að hann hefði unnið með Rússum. Þá hefðu þeir ekki undir höndum neitt sem gæti komið sér illa fyrir hann sem forseta Bandaríkjanna. „Þetta er eitthvað sem myndi gerast í Þýskalandi nasismans,“ sagði Trump svo um leyniþjónustuna. Upplýsingarnar sem komu fram í gær, meðal annars í frétt CNN og Vísir greindi frá, voru í samantekt sem bæði Trump og Barack Obama, fráfarandi forseti, fengu kynningu á í liðinni viku. Trump sagði á blaðamannafundinum í dag að fjölmiðlar hefðu aldrei átt að fjalla um þessa samantekt enda væri þetta allt uppspuni og lygafréttir. Þá sagði hann að það væri skammarlegt að leyniþjónustan hefði leyft upplýsingum á borð við þessar að leka út. Hér að neðan má svo sjá nokkur tíst frá Trump þar sem hann var líka að svara fyrir ásakanirnar. Intelligence agencies should never have allowed this fake news to "leak" into the public. One last shot at me.Are we living in Nazi Germany?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 11, 2017 Russia just said the unverified report paid for by political opponents is "A COMPLETE AND TOTAL FABRICATION, UTTER NONSENSE." Very unfair!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 11, 2017 Russia has never tried to use leverage over me. I HAVE NOTHING TO DO WITH RUSSIA - NO DEALS, NO LOANS, NO NOTHING!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 11, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tillerson hyggst lýsa yfir áhyggjum af framferði Rússa Utanríkisráðherraefni Donald Trump mætir fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings síðar í dag. 11. janúar 2017 11:00 Sjáðu fyrsta blaðamannafund Donald Trump Donald Trump hélt sinn fyrsta blaðamannafund sem verðandi forseti Bandaríkjanna í dag. 11. janúar 2017 15:57 Trump telur Rússa líklega bera ábyrgð á tölvuárásum fyrir kosningarnar Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna hélt sinn fyrsta blaðamannafund í dag síðan hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Á fundinum var meðal annars farið yfir skýrslu, sem nýlega kom fram, þar sem rússnesk stjórnvöld eru sögð bera ábyrgð á tölvuárásum sem demókrataflokkurinn varð fyrir rétt fyrir forsetakosningarnar. 11. janúar 2017 18:14 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Tillerson hyggst lýsa yfir áhyggjum af framferði Rússa Utanríkisráðherraefni Donald Trump mætir fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings síðar í dag. 11. janúar 2017 11:00
Sjáðu fyrsta blaðamannafund Donald Trump Donald Trump hélt sinn fyrsta blaðamannafund sem verðandi forseti Bandaríkjanna í dag. 11. janúar 2017 15:57
Trump telur Rússa líklega bera ábyrgð á tölvuárásum fyrir kosningarnar Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna hélt sinn fyrsta blaðamannafund í dag síðan hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Á fundinum var meðal annars farið yfir skýrslu, sem nýlega kom fram, þar sem rússnesk stjórnvöld eru sögð bera ábyrgð á tölvuárásum sem demókrataflokkurinn varð fyrir rétt fyrir forsetakosningarnar. 11. janúar 2017 18:14