Eitt stærsta tölvuleikjamót Íslands á UTmessunni Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2017 10:14 Ef einhverjir geta ekki smalað saman í heilt lið geta spilarar skráð sig sem einstaklingar og tekið fram að þeir vilja vera saman í liði. Íslandsmótið í tölvuleiknum Overwatch verður haldið á UTmessunni í Hörpu þann 4. febrúar næstkomandi. Ljósleiðarinn og Tölvutek standa að mótinu sem verður með því flottasta sem haldið hefur verið á Íslandi. Liðið sem stendur uppi sem sigurvegari mótsins hlýtur titilinn Íslandsmeistari í Overwatch auk veglegra vinninga. Skráning á mótið stendur nú yfir en lokað verður fyrir nýskráningar á mánudaginn 16. janúar. Nú þegar hafa um 100 spilarar skráð sig til leiks. Hægt er að skrá sig hér. Jafnt einstaklingar sem og keppnislið geta skráð sig. Einstaklingum verður raðað í lið eftir styrkleika þegar skráningunni lýkur, en ef einhverjir geta ekki smalað saman í heilt lið geta spilarar skráð sig sem einstaklingar og tekið fram að þeir vilja vera saman í liði. Þrettán ára aldurstakmark er á mótið, eins og í leikinn sjálfan. Undanmótið verður síðan spilað á netinu fram að úrslitunum en svo mætast tvö bestu lið landsins í Hörpu 4. Febrúar í salnum Kaldalóni. Gestir eru velkomnir að fylgjast með úrslitum á UTmessunni, enda er tæknisýningin opin öllum á laugardaginn. Streymt verður frá undanúrslitum á netinu og svo úrslitum á staðnum í Hörpu á Vísir og Twitch. Leikjavísir Mest lesið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Íslandsmótið í tölvuleiknum Overwatch verður haldið á UTmessunni í Hörpu þann 4. febrúar næstkomandi. Ljósleiðarinn og Tölvutek standa að mótinu sem verður með því flottasta sem haldið hefur verið á Íslandi. Liðið sem stendur uppi sem sigurvegari mótsins hlýtur titilinn Íslandsmeistari í Overwatch auk veglegra vinninga. Skráning á mótið stendur nú yfir en lokað verður fyrir nýskráningar á mánudaginn 16. janúar. Nú þegar hafa um 100 spilarar skráð sig til leiks. Hægt er að skrá sig hér. Jafnt einstaklingar sem og keppnislið geta skráð sig. Einstaklingum verður raðað í lið eftir styrkleika þegar skráningunni lýkur, en ef einhverjir geta ekki smalað saman í heilt lið geta spilarar skráð sig sem einstaklingar og tekið fram að þeir vilja vera saman í liði. Þrettán ára aldurstakmark er á mótið, eins og í leikinn sjálfan. Undanmótið verður síðan spilað á netinu fram að úrslitunum en svo mætast tvö bestu lið landsins í Hörpu 4. Febrúar í salnum Kaldalóni. Gestir eru velkomnir að fylgjast með úrslitum á UTmessunni, enda er tæknisýningin opin öllum á laugardaginn. Streymt verður frá undanúrslitum á netinu og svo úrslitum á staðnum í Hörpu á Vísir og Twitch.
Leikjavísir Mest lesið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira