Samgönguráðherra segir ekki koma til greina að flytja innanlandsflug til Keflavíkur Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. janúar 2017 14:38 Jón Gunnarsson, samgönguráðherra vill leita lausna í deilunni um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Vísir/Anton Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir það ekki koma til greina að flytja innanlandsflug til Keflavíkur og vill leita lausna í deilunni um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Hann segir það jafnframt ekki sjálfsagt að opna NA/SV braut flugvallarins, sem oft er kölluð neyðarbrautin, á nýjan leik. Jón var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Málið er ekkert flókið í mínum huga. Reykjavíkurflugvöllur er miðstöð innanlandsflugs. Almennt er sú skoðun viðurkennd að það sé nauðsynlegt, og meira að segja hefur maður heyrt það frá borgaryfirvöldum, að það sé nauðsynlegt að flugvöllurinn, til að geta sinnt þessu hlutverki, sé hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Jón aðspurður um næstu skref í málefnum Reykjavíkurflugvallar. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um að byggja flugvöll einhversstaðar annars staðar á þessu svæði. Ég tel það ekki koma til greina að fara með hann til Keflavíkur, svo það sé sagt. Vegna þess að ég tel að miðað við samgönguaðstæður eins og þær eru í dag og það hafa útreikningar sýnt og skýrslur sýnt, það mun draga verulega úr starfsemi innanlandsflugsins. Þannig að mér finnst það ekki koma til greina.“Vill ekki loka á framtíðarmöguleika Jón segist vilja setjast niður með borgaryfirvöldum og fara yfir málefni Reykjavíkurflugvallar. „Þá höfum við bara þessa einföldu mynd fyrir framan okkur. Völlurinn er í Vatnsmýrinni. Hann á að þjóna, sem miðstöð innanlandsflugs í landinu, sem þetta mikilvæga samgöngutæki. Og þar til ákvörðun hefur verið tekin um að flytja hann eitthvað annað þá verður hann þarna. Ég trúi ekki öðru en að ég geti náð að setjast niður með yfirvöldum í borginni og við förum sameiginlega yfir þessa staðreynd málsins.“ Hann segist þó ekki vilja loka á aðra framtíðarmöguleika. Hann segir áhugaverðar hugmyndir vera um miðstöð flutningastarfsemi í landinu fyrir vestan Hafnarfjörð, en að slíkt verði ekki framkvæmt fyrr en eftir um tíu ár í fyrsta lagi „En við þurfum auðvitað að horfa til þess tíma. Icelandair er að vinna rannsóknir núna í Hvassahrauni. Menn hafa velt upp alls konar möguleikum í fjármögnunarleiðum á því að byggja mögulega annan völl og svo framvegis. Ég er opinn fyrir öllum svona pælingum og skoðunum en ég vil eyða óvissunni um Reykjavíkurflugvöll þangað til önnur ákvörðun hefur verið tekin. Ég tel mjög mikilvægt að við hefjumst þegar handa við að byggja miðstöð fyrir innanlandsflugið þar sem við bjóðum farþegum og starfsfólki upp a´sómasamlega aðstöðu.“Ekki sjálfsagt að opna NA/SV brautina á ný Varðandi málefni NA/SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, sem oft er nefnd neyðarbrautin, segir hann ekki sjálfsagt að hún sé opnuð á nýjan leik. „Það er að mínu mati ekkert sjálfsagt að við getum opnað neyðarbrautina aftur á þessum stað. Þessi mál þróuðumst með þeim hætti að þetta lenti fyrir dómstólum og Ólof Nordal lét reyna á þetta alla leið og eftir að það lá fyrir, niðurstaða dómstóla í því máli, þá var þessari neyðarbraut eins og hún hefur verið kölluð lokað. Við erum að leita annarra leiða til að tryggja sjúkraflug til og frá þessu svæði.“Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nýr samgönguráðherra: Engin önnur lausn í stöðunni en að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Jón Gunnarsson segir nauðsynlegt að sátt náist í málefnum Reykjavíkurflugvallar á kjörtímabilinu. 11. janúar 2017 09:55 Borgarstjóri um framtíð Reykjavíkurflugvallar: „Miðað við stjórnarsáttmálann erum við býsna samstíga“ Borgarstjóri segist telja að málið sé á borði innanríkisráðuneytisins. 12. janúar 2017 16:35 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir það ekki koma til greina að flytja innanlandsflug til Keflavíkur og vill leita lausna í deilunni um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Hann segir það jafnframt ekki sjálfsagt að opna NA/SV braut flugvallarins, sem oft er kölluð neyðarbrautin, á nýjan leik. Jón var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Málið er ekkert flókið í mínum huga. Reykjavíkurflugvöllur er miðstöð innanlandsflugs. Almennt er sú skoðun viðurkennd að það sé nauðsynlegt, og meira að segja hefur maður heyrt það frá borgaryfirvöldum, að það sé nauðsynlegt að flugvöllurinn, til að geta sinnt þessu hlutverki, sé hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Jón aðspurður um næstu skref í málefnum Reykjavíkurflugvallar. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um að byggja flugvöll einhversstaðar annars staðar á þessu svæði. Ég tel það ekki koma til greina að fara með hann til Keflavíkur, svo það sé sagt. Vegna þess að ég tel að miðað við samgönguaðstæður eins og þær eru í dag og það hafa útreikningar sýnt og skýrslur sýnt, það mun draga verulega úr starfsemi innanlandsflugsins. Þannig að mér finnst það ekki koma til greina.“Vill ekki loka á framtíðarmöguleika Jón segist vilja setjast niður með borgaryfirvöldum og fara yfir málefni Reykjavíkurflugvallar. „Þá höfum við bara þessa einföldu mynd fyrir framan okkur. Völlurinn er í Vatnsmýrinni. Hann á að þjóna, sem miðstöð innanlandsflugs í landinu, sem þetta mikilvæga samgöngutæki. Og þar til ákvörðun hefur verið tekin um að flytja hann eitthvað annað þá verður hann þarna. Ég trúi ekki öðru en að ég geti náð að setjast niður með yfirvöldum í borginni og við förum sameiginlega yfir þessa staðreynd málsins.“ Hann segist þó ekki vilja loka á aðra framtíðarmöguleika. Hann segir áhugaverðar hugmyndir vera um miðstöð flutningastarfsemi í landinu fyrir vestan Hafnarfjörð, en að slíkt verði ekki framkvæmt fyrr en eftir um tíu ár í fyrsta lagi „En við þurfum auðvitað að horfa til þess tíma. Icelandair er að vinna rannsóknir núna í Hvassahrauni. Menn hafa velt upp alls konar möguleikum í fjármögnunarleiðum á því að byggja mögulega annan völl og svo framvegis. Ég er opinn fyrir öllum svona pælingum og skoðunum en ég vil eyða óvissunni um Reykjavíkurflugvöll þangað til önnur ákvörðun hefur verið tekin. Ég tel mjög mikilvægt að við hefjumst þegar handa við að byggja miðstöð fyrir innanlandsflugið þar sem við bjóðum farþegum og starfsfólki upp a´sómasamlega aðstöðu.“Ekki sjálfsagt að opna NA/SV brautina á ný Varðandi málefni NA/SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, sem oft er nefnd neyðarbrautin, segir hann ekki sjálfsagt að hún sé opnuð á nýjan leik. „Það er að mínu mati ekkert sjálfsagt að við getum opnað neyðarbrautina aftur á þessum stað. Þessi mál þróuðumst með þeim hætti að þetta lenti fyrir dómstólum og Ólof Nordal lét reyna á þetta alla leið og eftir að það lá fyrir, niðurstaða dómstóla í því máli, þá var þessari neyðarbraut eins og hún hefur verið kölluð lokað. Við erum að leita annarra leiða til að tryggja sjúkraflug til og frá þessu svæði.“Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nýr samgönguráðherra: Engin önnur lausn í stöðunni en að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Jón Gunnarsson segir nauðsynlegt að sátt náist í málefnum Reykjavíkurflugvallar á kjörtímabilinu. 11. janúar 2017 09:55 Borgarstjóri um framtíð Reykjavíkurflugvallar: „Miðað við stjórnarsáttmálann erum við býsna samstíga“ Borgarstjóri segist telja að málið sé á borði innanríkisráðuneytisins. 12. janúar 2017 16:35 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Nýr samgönguráðherra: Engin önnur lausn í stöðunni en að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Jón Gunnarsson segir nauðsynlegt að sátt náist í málefnum Reykjavíkurflugvallar á kjörtímabilinu. 11. janúar 2017 09:55
Borgarstjóri um framtíð Reykjavíkurflugvallar: „Miðað við stjórnarsáttmálann erum við býsna samstíga“ Borgarstjóri segist telja að málið sé á borði innanríkisráðuneytisins. 12. janúar 2017 16:35
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?