Sérhæft björgunarsveitarfólk kallað út til að leita að Birnu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. janúar 2017 11:24 Frá leitinni núna í hádeginu. Vísir/Þórhildur Sérhæft björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. Samkvæmt upplýsingum frá Þorsteini G. Gunnarssyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, verður byrjað að leita út frá Laugavegi 31 sem er það svæði þar sem sást seinast til Birnu. Mun björgunarsveitarfólk fínkemba svæðið þar í kring en ekki liggur fyrir hversu margir munu leita þar sem enn er verið að svara útkallinu. Landsbjörg fundaði í morgun með lögreglu en að sögn Þorsteins hefur svæðisstjórn björgunarsveita verið í gagnavinnu síðan í gærkvöldi vegna leitarinnar. Sporhundurinn Perla ásamt Þóri þjálfara sínum.Vísir/VilhelmSporhundurinn Perla leitaði í nótt Farið var með sporhundinn Perlu út í nótt og leitaði hundurinn við skemmtistaðinn Húrra og í Flatahrauni í Hafnarfirði. Birna var úti að skemmta sér á Húrra en þaðan fór hún um klukkan 5. Hún sést svo í eftirlitsmyndavélum ganga ein síns liðs austur Austurstræti, Bankastræti og Laugaveg að húsi númer 31. Þar hverfur hún sjónum um klukkan 05:25 og lýsti lögreglan í morgun eftir ökumanni rauðs fólksbíls, sennilega af gerðinni Kia Rio, sem ekið var vestur Laugaveg til móts við hús númer 31 um svipað leyti. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hefur ökumaðurinn ekki enn gefið sig fram.Lögregla hefur lýst eftir ökumanni rauðs fólksbíls, sennilega af gerðinni Kia Rio. Sá hefur ekki enn gefið sig fram.Allir sem kunna að hafa upplýsingar um ferðir Birnu hafi samband við lögreglu Birna er 170 sentimetrar á hæð, með sítt ljósrautt hár, klippt með topp fram á ennið. Hún var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu og svartan flísjakka með hettu. Þá var hún í svörtum uppreimuðum Dr. Martens skóm. Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um ferðir Birnu og hvar hún er niðurkomin að hafa samband við lögreglu í síma 444 1109. Auk þess biður lögreglan ökumann rauða Kia-bílsins að hafa samband auk allar annarra sem voru á ferðinni á þessum slóðum um klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags.Á kortinu má sjá það sem vitað er um ferðir Birnu Brjánsdóttur.vísirTilkynning Landsbjargar vegna leitarinnar að Birnu:Leitarfólk úr björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna leitarinnar að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt sunnudagsins. Um er að ræða sérhæft leitarfólk sem mun einbeita sér að svæðinu þar sem síðast sást til Birnu og leita skipulega út frá því. Svæðisstjórn björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í gærkvöldi og hefur síðan unnið að gagnaöflun með Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem m.a. leiddi til þeirrar sameiginlegu ákvörðunar lögreglu og Slysavarnafélagsins Landsbjargar að hefja leit á Birnu en laust fyrir miðnætti var óskað eftir aðstoð sporhunds sem bæði í miðborg Reykjavíkur og við Flatahraun í Hafnarfirði.Frá leitinni í miðbænum.Vísir/Þórhildur Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sporhundurinn Perla leitaði við Húrra og í Flatahrauni Farið var með sporhundinn Perlu að skemmtistaðnum Húrra í miðbæ í Reykjavíkur í gær og að Flatahrauni í Hafnarfirði til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 10:30 Birnu enn saknað: „Þetta er stelpa sem er ekki í neinu rugli“ Ekkert hefur spurst til Birnu frá því í gærmorgun. Móðir hennar biðlar til björgunarsveita um aðstoð. 15. janúar 2017 17:47 Leitin að Birnu: Ökumanns rauðs fólksbíls leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar konu sem lýst var eftir í fjölmiðlum um helgina. 16. janúar 2017 08:05 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Sjá meira
Sérhæft björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. Samkvæmt upplýsingum frá Þorsteini G. Gunnarssyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, verður byrjað að leita út frá Laugavegi 31 sem er það svæði þar sem sást seinast til Birnu. Mun björgunarsveitarfólk fínkemba svæðið þar í kring en ekki liggur fyrir hversu margir munu leita þar sem enn er verið að svara útkallinu. Landsbjörg fundaði í morgun með lögreglu en að sögn Þorsteins hefur svæðisstjórn björgunarsveita verið í gagnavinnu síðan í gærkvöldi vegna leitarinnar. Sporhundurinn Perla ásamt Þóri þjálfara sínum.Vísir/VilhelmSporhundurinn Perla leitaði í nótt Farið var með sporhundinn Perlu út í nótt og leitaði hundurinn við skemmtistaðinn Húrra og í Flatahrauni í Hafnarfirði. Birna var úti að skemmta sér á Húrra en þaðan fór hún um klukkan 5. Hún sést svo í eftirlitsmyndavélum ganga ein síns liðs austur Austurstræti, Bankastræti og Laugaveg að húsi númer 31. Þar hverfur hún sjónum um klukkan 05:25 og lýsti lögreglan í morgun eftir ökumanni rauðs fólksbíls, sennilega af gerðinni Kia Rio, sem ekið var vestur Laugaveg til móts við hús númer 31 um svipað leyti. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hefur ökumaðurinn ekki enn gefið sig fram.Lögregla hefur lýst eftir ökumanni rauðs fólksbíls, sennilega af gerðinni Kia Rio. Sá hefur ekki enn gefið sig fram.Allir sem kunna að hafa upplýsingar um ferðir Birnu hafi samband við lögreglu Birna er 170 sentimetrar á hæð, með sítt ljósrautt hár, klippt með topp fram á ennið. Hún var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu og svartan flísjakka með hettu. Þá var hún í svörtum uppreimuðum Dr. Martens skóm. Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um ferðir Birnu og hvar hún er niðurkomin að hafa samband við lögreglu í síma 444 1109. Auk þess biður lögreglan ökumann rauða Kia-bílsins að hafa samband auk allar annarra sem voru á ferðinni á þessum slóðum um klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags.Á kortinu má sjá það sem vitað er um ferðir Birnu Brjánsdóttur.vísirTilkynning Landsbjargar vegna leitarinnar að Birnu:Leitarfólk úr björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna leitarinnar að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt sunnudagsins. Um er að ræða sérhæft leitarfólk sem mun einbeita sér að svæðinu þar sem síðast sást til Birnu og leita skipulega út frá því. Svæðisstjórn björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í gærkvöldi og hefur síðan unnið að gagnaöflun með Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem m.a. leiddi til þeirrar sameiginlegu ákvörðunar lögreglu og Slysavarnafélagsins Landsbjargar að hefja leit á Birnu en laust fyrir miðnætti var óskað eftir aðstoð sporhunds sem bæði í miðborg Reykjavíkur og við Flatahraun í Hafnarfirði.Frá leitinni í miðbænum.Vísir/Þórhildur
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sporhundurinn Perla leitaði við Húrra og í Flatahrauni Farið var með sporhundinn Perlu að skemmtistaðnum Húrra í miðbæ í Reykjavíkur í gær og að Flatahrauni í Hafnarfirði til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 10:30 Birnu enn saknað: „Þetta er stelpa sem er ekki í neinu rugli“ Ekkert hefur spurst til Birnu frá því í gærmorgun. Móðir hennar biðlar til björgunarsveita um aðstoð. 15. janúar 2017 17:47 Leitin að Birnu: Ökumanns rauðs fólksbíls leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar konu sem lýst var eftir í fjölmiðlum um helgina. 16. janúar 2017 08:05 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Sjá meira
Sporhundurinn Perla leitaði við Húrra og í Flatahrauni Farið var með sporhundinn Perlu að skemmtistaðnum Húrra í miðbæ í Reykjavíkur í gær og að Flatahrauni í Hafnarfirði til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 10:30
Birnu enn saknað: „Þetta er stelpa sem er ekki í neinu rugli“ Ekkert hefur spurst til Birnu frá því í gærmorgun. Móðir hennar biðlar til björgunarsveita um aðstoð. 15. janúar 2017 17:47
Leitin að Birnu: Ökumanns rauðs fólksbíls leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar konu sem lýst var eftir í fjölmiðlum um helgina. 16. janúar 2017 08:05