Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 17 í dag vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur, sem ekkert hefur spurst til frá aðfaranótt laugardags. Þar verða fjölmiðlar upplýstir um stöðu mála ensýnt verður beint frá fundinum hér á Vísi.
Fjöldi sérhæfðra björgunarsveitarmanna hefur leitað Birnu í miðbæ Reykjavíkur frá hádegi í dag. Síðast sást til Birnu á eftirlitsmyndavélum þar sem hún gekk ein síns liðs austur Austurstræti, Bankastræti og að húsi til móts við Laugaveg 31, þar sem hún hvarf sjónum. Lögregla vinnur nú að því að afla frekari gagna úr öryggismyndavélum.
Lögregla boðar til blaðamannafundar vegna hvarfsins

Tengdar fréttir

Sporhundurinn Perla leitaði við Húrra og í Flatahrauni
Farið var með sporhundinn Perlu að skemmtistaðnum Húrra í miðbæ í Reykjavíkur í gær og að Flatahrauni í Hafnarfirði til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags.

Hvarf Birnu ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu
Fjölmargar ábendingar borist lögreglu.

Björgunarfólk við leit í miðbæ Reykjavíkur: „Erum fyrst og fremst að leita að vísbendingum“
Fínkemba svæði í námunda við Laugaveg 31.

Ökumaður rauða bílsins enn ekki gefið sig fram
Lögregla reynir að fylgja öllum vísbendingum.

Árangurslaus leit að Birnu: Hún er alltaf „online“
Ekkert hefur spurst til Birnu Brjánsdóttur síðan aðfaranótt laugardagsins. Leit vina og vandamanna í gær skilaði ekki árangri. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðaði upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn nær sleitulaust í gær.