Útivist í borgarumhverfi Hjálmar Sveinsson skrifar 17. janúar 2017 07:00 Það eru magnaðir tímar sem við lifum. Þótt komið sé fram í miðjan janúar er varla kominn vetur á höfuðborgarsvæðinu. Einstök tíð til útivistar. Reykvíkingar hafa svo sannarlega kunnað að njóta þess. Þeir sem eiga leið um útivistarsvæðin okkar í Fossvogsdal, Elliðaárdal og Laugardal hafa séð ótal hópa ganga sér til heilsubótar, skokka, hlaupa og hjóla. Margir eru með höfuðljós. Það er ævintýralegt að sjá alla þessa ljósaröð kljúfa janúarmyrkrið. Undanfarinn áratug hefur verið byggt upp víðfeðmt og öruggt stígakerfi fyrir alla þessa hreyfiþörf Reykvíkinga. Síðasta vor voru opnaðar göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárnar, rétt við gamla rafveituhúsið. Haustið 2013 voru opnaðar brýr yfir Elliðaárósa. Þessar brúarframkvæmdir hafa reynst frábærar samgöngubætur. Á næstu misserum verður lögð hjóla- og göngubrú yfir Elliðaárnar upp í Víðidal þar sem heitir Dimma og það mun koma brú yfir Fossvoginn sem tengir Kársnesið í Kópavogi við Vatnsmýrarsvæðið og þar með háskólana, Landspítalann, nýjan og gamlan, og miðborgina. Þetta eru miklir brúartímar. Hver hefði trúað því fyrir cirka 10 árum að þörf væri á svo umfangsmiklu stíga- og brúakerfi? Hver hefði trúað því að Reykjavík gæti verið frábær útivistarborg, hver hefði trúað því að svo margir Reykvíkingar nytu þess að hreyfa sig, finna fyrir veðrinu, myrkrinu, rigningunni úti í borginni? Hreyfing er holl. Það hefur lengi verið vitað. Í nýlegri skýrslu breska arkitektafélagsins kemur fram að sá sem hreyfir sig 150 mínútur á viku minnkar líkurnar á að hann fái hjartaáfall, sykursýki 2 eða deyi ótímabærum dauða. Einnig koma fram alveg skýr tengsl milli borgarskipulags, gatnahönnunar, grænna svæða og lýðheilsu. Fólk gengur frekar milli staða í sínu hverfi ef borgargöturnar eru aðlaðandi og öruggar. Og nú hefur ný rannsókn leitt í ljós að markviss útivist er enn líklegri en líkamsrækt innandyra til að vinna gegn hjarta- og æðasjúkdómum og veikindum sem geta verið fylgikvillar streitu og álags. Möguleikar borgarbúa til útivistar skipta því miklu máli. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru magnaðir tímar sem við lifum. Þótt komið sé fram í miðjan janúar er varla kominn vetur á höfuðborgarsvæðinu. Einstök tíð til útivistar. Reykvíkingar hafa svo sannarlega kunnað að njóta þess. Þeir sem eiga leið um útivistarsvæðin okkar í Fossvogsdal, Elliðaárdal og Laugardal hafa séð ótal hópa ganga sér til heilsubótar, skokka, hlaupa og hjóla. Margir eru með höfuðljós. Það er ævintýralegt að sjá alla þessa ljósaröð kljúfa janúarmyrkrið. Undanfarinn áratug hefur verið byggt upp víðfeðmt og öruggt stígakerfi fyrir alla þessa hreyfiþörf Reykvíkinga. Síðasta vor voru opnaðar göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárnar, rétt við gamla rafveituhúsið. Haustið 2013 voru opnaðar brýr yfir Elliðaárósa. Þessar brúarframkvæmdir hafa reynst frábærar samgöngubætur. Á næstu misserum verður lögð hjóla- og göngubrú yfir Elliðaárnar upp í Víðidal þar sem heitir Dimma og það mun koma brú yfir Fossvoginn sem tengir Kársnesið í Kópavogi við Vatnsmýrarsvæðið og þar með háskólana, Landspítalann, nýjan og gamlan, og miðborgina. Þetta eru miklir brúartímar. Hver hefði trúað því fyrir cirka 10 árum að þörf væri á svo umfangsmiklu stíga- og brúakerfi? Hver hefði trúað því að Reykjavík gæti verið frábær útivistarborg, hver hefði trúað því að svo margir Reykvíkingar nytu þess að hreyfa sig, finna fyrir veðrinu, myrkrinu, rigningunni úti í borginni? Hreyfing er holl. Það hefur lengi verið vitað. Í nýlegri skýrslu breska arkitektafélagsins kemur fram að sá sem hreyfir sig 150 mínútur á viku minnkar líkurnar á að hann fái hjartaáfall, sykursýki 2 eða deyi ótímabærum dauða. Einnig koma fram alveg skýr tengsl milli borgarskipulags, gatnahönnunar, grænna svæða og lýðheilsu. Fólk gengur frekar milli staða í sínu hverfi ef borgargöturnar eru aðlaðandi og öruggar. Og nú hefur ný rannsókn leitt í ljós að markviss útivist er enn líklegri en líkamsrækt innandyra til að vinna gegn hjarta- og æðasjúkdómum og veikindum sem geta verið fylgikvillar streitu og álags. Möguleikar borgarbúa til útivistar skipta því miklu máli. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun