Móðir Birnu: „Það er svolítið skýrt að hún er í hættu“ Birgir Olgeirsson skrifar 16. janúar 2017 20:22 „Við gætum ímyndað okkur að hún hafi jafnvel farið með einhverjum erlendum af því hún hafði mikinn áhuga á að tala við fólk alls staðar að úr í heiminum,“ sagði Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu Brjánsdóttur, við fjölmiðla eftir blaðamannafund lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á sjötta tímanum í dag. Hún sagði Birnu hafa nýlega skráð sig aftur inn á stefnumótamiðilinn Tinder. „Og Tinder virkar þannig að þú talar við einhvern og ætlar að hitta hann kannski bara eftir hálftíma. Það er eitthvað sem við höfum verið að hugsa,“ sagði Sigurlaug. Sigurlaug sagði Birnu hafa kynnst ferðamönnum í fyrra sumar í gegnum Tinder. „En ekki til að vera með þeim heldur meira til að eignast vini og tengsl. Hún fór einu sinni eða tvisvar Gullna hringinn með einhverjum sem hún hafði kynnst.“ Hún sagði lögreglu reyna að nálgast lykilorð inn á Tinder-reikning Birnu til að skoða samskipti hennar þar. Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, lögregluna vera í samskiptum við samfélagsmiðla vegna mannshvarfa og þeir hafi verið nokkuð samvinnuþýða. Búist er við að lögreglan muni fá aðgang að þeim samfélagsmiðlum sem Birna stundaði en það gæti tekið nokkra daga. Lögreglan fékk aðgang að Facebook-i Birnu með leyfi frá fjölskyldu hennar. Sigurlaug sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum að ekki hafi verið leitað að Birnu síðastliðna nótt. „Það er svolítið skýrt að hún er í hættu. Hún er ekki að velja þetta sjálf að hverfa. Af því þetta er þannig stelpa. Hún er ekki á flótta undan einhverju og hefur ekki verið í efnum. Það er einhvers staðar verið að halda henni. Hún er ekki sjálfviljug einhvers staðar.“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan birtir myndband af Birnu í miðbæ Reykjavíkur Lögreglan hefur nú birt myndband af Birnu Brjánsdóttur þar sem hún sést á ferð um í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 18:52 Blaðamannafundur lögreglu: Birna virtist hress á Húrra og skemmta sér vel Málið talið óvenjulegt því engar vísbendingar liggja fyrir Birna sýndi engin merki um depurð fyrir hvarfið. 16. janúar 2017 18:25 Vinkonur Birnu: Yndisleg vinkona og hefur ekki einu sinni reykt gras María Bjarnadóttir og Matthildur Soffía Jónsdóttir segja að Birna Brjánsdóttir hafi aldrei verið í neinu rugli og hafi verið einstök vinkona. Önnur þeirra var með henni nóttina sem hún hvarf. 16. janúar 2017 19:47 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
„Við gætum ímyndað okkur að hún hafi jafnvel farið með einhverjum erlendum af því hún hafði mikinn áhuga á að tala við fólk alls staðar að úr í heiminum,“ sagði Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu Brjánsdóttur, við fjölmiðla eftir blaðamannafund lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á sjötta tímanum í dag. Hún sagði Birnu hafa nýlega skráð sig aftur inn á stefnumótamiðilinn Tinder. „Og Tinder virkar þannig að þú talar við einhvern og ætlar að hitta hann kannski bara eftir hálftíma. Það er eitthvað sem við höfum verið að hugsa,“ sagði Sigurlaug. Sigurlaug sagði Birnu hafa kynnst ferðamönnum í fyrra sumar í gegnum Tinder. „En ekki til að vera með þeim heldur meira til að eignast vini og tengsl. Hún fór einu sinni eða tvisvar Gullna hringinn með einhverjum sem hún hafði kynnst.“ Hún sagði lögreglu reyna að nálgast lykilorð inn á Tinder-reikning Birnu til að skoða samskipti hennar þar. Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, lögregluna vera í samskiptum við samfélagsmiðla vegna mannshvarfa og þeir hafi verið nokkuð samvinnuþýða. Búist er við að lögreglan muni fá aðgang að þeim samfélagsmiðlum sem Birna stundaði en það gæti tekið nokkra daga. Lögreglan fékk aðgang að Facebook-i Birnu með leyfi frá fjölskyldu hennar. Sigurlaug sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum að ekki hafi verið leitað að Birnu síðastliðna nótt. „Það er svolítið skýrt að hún er í hættu. Hún er ekki að velja þetta sjálf að hverfa. Af því þetta er þannig stelpa. Hún er ekki á flótta undan einhverju og hefur ekki verið í efnum. Það er einhvers staðar verið að halda henni. Hún er ekki sjálfviljug einhvers staðar.“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan birtir myndband af Birnu í miðbæ Reykjavíkur Lögreglan hefur nú birt myndband af Birnu Brjánsdóttur þar sem hún sést á ferð um í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 18:52 Blaðamannafundur lögreglu: Birna virtist hress á Húrra og skemmta sér vel Málið talið óvenjulegt því engar vísbendingar liggja fyrir Birna sýndi engin merki um depurð fyrir hvarfið. 16. janúar 2017 18:25 Vinkonur Birnu: Yndisleg vinkona og hefur ekki einu sinni reykt gras María Bjarnadóttir og Matthildur Soffía Jónsdóttir segja að Birna Brjánsdóttir hafi aldrei verið í neinu rugli og hafi verið einstök vinkona. Önnur þeirra var með henni nóttina sem hún hvarf. 16. janúar 2017 19:47 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Lögreglan birtir myndband af Birnu í miðbæ Reykjavíkur Lögreglan hefur nú birt myndband af Birnu Brjánsdóttur þar sem hún sést á ferð um í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 18:52
Blaðamannafundur lögreglu: Birna virtist hress á Húrra og skemmta sér vel Málið talið óvenjulegt því engar vísbendingar liggja fyrir Birna sýndi engin merki um depurð fyrir hvarfið. 16. janúar 2017 18:25
Vinkonur Birnu: Yndisleg vinkona og hefur ekki einu sinni reykt gras María Bjarnadóttir og Matthildur Soffía Jónsdóttir segja að Birna Brjánsdóttir hafi aldrei verið í neinu rugli og hafi verið einstök vinkona. Önnur þeirra var með henni nóttina sem hún hvarf. 16. janúar 2017 19:47