Forystusauðir funda á Davos-ráðstefnunni gUÐSTEINN BJARNASON skrifar 17. janúar 2017 07:00 Mikil öryggisgæsla er að venju í svissneska fjallaþorpinu Davos þegar helstu valdamenn heims safnast þar saman. Þarna eru lögreglumenn á þaki ráðstefnuhallarinnar að fara yfir öryggisatriði. vísir/epa Meðal gesta á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss þetta árið er Xi Jinping, forseti Kína. Þar hittast á hverju ári margir helstu forystusauðir viðskipta og stjórnmála í heiminum. Enginn kínverskur forseti hefur áður mætt þar til leiks og þess vegna hefur athygli fjölmiðla beinst mjög að honum, ekki síst reyndar í von um að hann gefi kannski einhverjar vísbendingar um það hvernig hann muni takast á við nýjan forseta Bandaríkjanna.Xi Jinping, forseti Kína.vísir/afpDonald Trump tekur við á föstudaginn og hefur ekkert hikað við að ögra Kínverjum, þótt fyrri Bandaríkjaforsetar og aðrir þjóðarleiðtogar hafi flestir hverjir forðast slíkt eins og heitan eldinn. Xi flytur opnunarávarp ráðstefnunnar í dag og mun að sögn kínverskra fjölmiðla leggja áherslu á mikilvægi alþjóðavæðingar viðskiptalífsins, sem er þveröfugt við þá einangrunarhyggju sem Trump hefur boðað. Trump verður hins vegar fjarri góðu gamni og Vladimír Pútín Rússlandsforseti mætir ekki, en Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kemur til Davos síðar í dag eftir að hafa flutt ræðu heima fyrir um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í tengslum við ráðstefnuna eru jafnan gefnar út miklar skýrslur um ástand efnahagsmála í heiminum. Þar á meðal senda alþjóðlegu góðgerðarsamtökin Oxfam frá sér samantekt um ójöfnuð, sem þetta árið leiðir í ljós að átta ríkustu menn heims eiga jafn mikið og fátækari helmingur mannkyns. Oxfam bendir á að einungis um fjórðungur þeirra 1.800 manna sem talist geta milljarðamæringar í dollurum talið hafi eignast auð sinn með dugnaði og heiðarlegri vinnu. Þriðjungur hafi erft féð en um 43 prósent þeirra hafi komist yfir peninga vegna aðstöðu sinnar. Ráðstefnunni í Davos lýkur á föstudaginn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þeir átta ríkustu eiga jafnmikið og fátækari helmingur mannkyns Átta ríkustu einstaklingar jarðar eiga nú jafn mikinn auð og fátækari helmingur alls mannkyns. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá bresku hjálparsamtökunum Oxfam. 16. janúar 2017 11:17 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Meðal gesta á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss þetta árið er Xi Jinping, forseti Kína. Þar hittast á hverju ári margir helstu forystusauðir viðskipta og stjórnmála í heiminum. Enginn kínverskur forseti hefur áður mætt þar til leiks og þess vegna hefur athygli fjölmiðla beinst mjög að honum, ekki síst reyndar í von um að hann gefi kannski einhverjar vísbendingar um það hvernig hann muni takast á við nýjan forseta Bandaríkjanna.Xi Jinping, forseti Kína.vísir/afpDonald Trump tekur við á föstudaginn og hefur ekkert hikað við að ögra Kínverjum, þótt fyrri Bandaríkjaforsetar og aðrir þjóðarleiðtogar hafi flestir hverjir forðast slíkt eins og heitan eldinn. Xi flytur opnunarávarp ráðstefnunnar í dag og mun að sögn kínverskra fjölmiðla leggja áherslu á mikilvægi alþjóðavæðingar viðskiptalífsins, sem er þveröfugt við þá einangrunarhyggju sem Trump hefur boðað. Trump verður hins vegar fjarri góðu gamni og Vladimír Pútín Rússlandsforseti mætir ekki, en Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kemur til Davos síðar í dag eftir að hafa flutt ræðu heima fyrir um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í tengslum við ráðstefnuna eru jafnan gefnar út miklar skýrslur um ástand efnahagsmála í heiminum. Þar á meðal senda alþjóðlegu góðgerðarsamtökin Oxfam frá sér samantekt um ójöfnuð, sem þetta árið leiðir í ljós að átta ríkustu menn heims eiga jafn mikið og fátækari helmingur mannkyns. Oxfam bendir á að einungis um fjórðungur þeirra 1.800 manna sem talist geta milljarðamæringar í dollurum talið hafi eignast auð sinn með dugnaði og heiðarlegri vinnu. Þriðjungur hafi erft féð en um 43 prósent þeirra hafi komist yfir peninga vegna aðstöðu sinnar. Ráðstefnunni í Davos lýkur á föstudaginn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þeir átta ríkustu eiga jafnmikið og fátækari helmingur mannkyns Átta ríkustu einstaklingar jarðar eiga nú jafn mikinn auð og fátækari helmingur alls mannkyns. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá bresku hjálparsamtökunum Oxfam. 16. janúar 2017 11:17 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Þeir átta ríkustu eiga jafnmikið og fátækari helmingur mannkyns Átta ríkustu einstaklingar jarðar eiga nú jafn mikinn auð og fátækari helmingur alls mannkyns. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá bresku hjálparsamtökunum Oxfam. 16. janúar 2017 11:17