Hafa ekki fengið fyllilega staðfest hvort skórnir séu Birnu Atli Ísleifsson skrifar 17. janúar 2017 09:01 Allir mögulegir viðbragðsaðilar; björgunarsveitir, lögregla og Landhelgisgæslan, hafa verið boðuð til leitarinnar að Birnu. Vísir/SÁP „Við höfum ekki fengið fyllilega staðfest að þetta séu skór frá Birnu. Við erum að vinna í því eins og við getum að staðfesta af eða á með það,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, aðspurður um gang rannsóknarinnar. Skópar áþekkt því sem Birna klæddist þegar hún hvarf sporlaust á fimmta tímanum síðastliðinn laugardagsmorgun fannst á tólfta tímanum við höfnina í Hafnarfirði í gærkvöldi. Þeir eru af gerðinni Dr. Martens og svartir að lit. Um mjög vinsæla tegund skóa er að ræða hjá ungu fólki.Fundað klukkan 9 Fundað verður í stjórnstöð leitarinnar um klukkan 9. „Fljótlega eftir það verðum við með betri upplýsingar um hvernig ætlum að nálgast þetta upp að því marki hvernig við getum talað um það. Fjölmiðlar skilja að við getum ekki upplýst um allar rannsóknaraðgerðir en við getum upplýst að einhverju leyti hvernig leitinni verður háttað.“Sjá einnig:Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað Athygli vakti að snjó var að finna undir skónum þegar þeir fundust við höfnina. Um þrír sólarhringar eru liðnir síðan Birna hvarf og var nokkuð hlýtt á suðvesturhorni landsins á sunnudag. Öllu kaldara var í gær og snjóaði. „Ég tek alveg undir það að það er merkilegt,“ segir Grímur, aðspurður um snjóinn undir skónum.Skoða eftirlitsmyndavélarGrímur segir að lögregla sé nú komin á fullt í að skoða eftirlitsmyndavélar á þessu svæði og rannsaka alla möguleika. Allir mögulegir viðbragðsaðilar; björgunarsveitir, lögregla og Landhelgisgæslan, hafa nú verið boðaðir til leitarinnar að Birnu. Hlé var gerð á leitinni í nótt en henni verður framhaldið í birtingu.En þetta myndband sem þið birtuð í gær? Hefur fólkið sem birtist þar haft samband við ykkur?„Það sem mér finnst mikilvægt með þetta myndband, er að þeir sem eru á myndbandinu, að þeir hafi samband við okkur. Þó að við reyndum að vinna myndbandið þannig að fólk þekktist ekki, þá muna menn hvenær þeir voru þarna. Að þeir myndu eitthvað meira og gætu komið upplýsingar til okkar hvort þeir hafi orðið var við eitthvað hjá Birnu. Það var stærsti tilgangurinn, að fá fólk sem var þarna á staðnum að hafa samband við okkur,“ segir Grímur. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30 Skór af sömu tegund og í sama lit og Birna var í fundust við Hafnarfjarðarhöfn Umfangsmiklar leitaraðgerðir standa yfir í Hafnarfjarðarhöfn eftir að Dr. Martens-skór svipaður þeim sem Birna Brjánsdóttir átti fannst þar fyrr í kvöld. 17. janúar 2017 02:33 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
„Við höfum ekki fengið fyllilega staðfest að þetta séu skór frá Birnu. Við erum að vinna í því eins og við getum að staðfesta af eða á með það,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, aðspurður um gang rannsóknarinnar. Skópar áþekkt því sem Birna klæddist þegar hún hvarf sporlaust á fimmta tímanum síðastliðinn laugardagsmorgun fannst á tólfta tímanum við höfnina í Hafnarfirði í gærkvöldi. Þeir eru af gerðinni Dr. Martens og svartir að lit. Um mjög vinsæla tegund skóa er að ræða hjá ungu fólki.Fundað klukkan 9 Fundað verður í stjórnstöð leitarinnar um klukkan 9. „Fljótlega eftir það verðum við með betri upplýsingar um hvernig ætlum að nálgast þetta upp að því marki hvernig við getum talað um það. Fjölmiðlar skilja að við getum ekki upplýst um allar rannsóknaraðgerðir en við getum upplýst að einhverju leyti hvernig leitinni verður háttað.“Sjá einnig:Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað Athygli vakti að snjó var að finna undir skónum þegar þeir fundust við höfnina. Um þrír sólarhringar eru liðnir síðan Birna hvarf og var nokkuð hlýtt á suðvesturhorni landsins á sunnudag. Öllu kaldara var í gær og snjóaði. „Ég tek alveg undir það að það er merkilegt,“ segir Grímur, aðspurður um snjóinn undir skónum.Skoða eftirlitsmyndavélarGrímur segir að lögregla sé nú komin á fullt í að skoða eftirlitsmyndavélar á þessu svæði og rannsaka alla möguleika. Allir mögulegir viðbragðsaðilar; björgunarsveitir, lögregla og Landhelgisgæslan, hafa nú verið boðaðir til leitarinnar að Birnu. Hlé var gerð á leitinni í nótt en henni verður framhaldið í birtingu.En þetta myndband sem þið birtuð í gær? Hefur fólkið sem birtist þar haft samband við ykkur?„Það sem mér finnst mikilvægt með þetta myndband, er að þeir sem eru á myndbandinu, að þeir hafi samband við okkur. Þó að við reyndum að vinna myndbandið þannig að fólk þekktist ekki, þá muna menn hvenær þeir voru þarna. Að þeir myndu eitthvað meira og gætu komið upplýsingar til okkar hvort þeir hafi orðið var við eitthvað hjá Birnu. Það var stærsti tilgangurinn, að fá fólk sem var þarna á staðnum að hafa samband við okkur,“ segir Grímur.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30 Skór af sömu tegund og í sama lit og Birna var í fundust við Hafnarfjarðarhöfn Umfangsmiklar leitaraðgerðir standa yfir í Hafnarfjarðarhöfn eftir að Dr. Martens-skór svipaður þeim sem Birna Brjánsdóttir átti fannst þar fyrr í kvöld. 17. janúar 2017 02:33 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30
Skór af sömu tegund og í sama lit og Birna var í fundust við Hafnarfjarðarhöfn Umfangsmiklar leitaraðgerðir standa yfir í Hafnarfjarðarhöfn eftir að Dr. Martens-skór svipaður þeim sem Birna Brjánsdóttir átti fannst þar fyrr í kvöld. 17. janúar 2017 02:33