Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Kolbeinn Tumi Daðason, Sunna Karen Sigurþórsdóttir, Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sveinn Arnarsson skrifa 17. janúar 2017 15:12 Bíllinn dreginn af bílastæðinu við Hlíðarsmára. Vísir Tæknideild lögreglu sótti í hádeginu í dag rauða Kia Rio-bifreið sem var í leigu hjá starfsmanni fyrirtækis í Hlíðarsmáranum í Kópavogi. Umræddur starfsmaður tók bílinn á leigu í gær en hafði hann ekki til umráða um helgina. Samkvæmt öruggum heimildum fréttastofu höfðu erlendir ríkisborgarar tekið bílinn á leigu seinni partinn á föstudegi og skiluðu þeir honum af sér á laugardegi. Fram hefur komið að rauð Kia Rio-bifreið sást á eftirlitsmyndavél á Laugaveginum um það leyti sem Birna Brjánsdóttir sást síðast, klukkan 5:25 að morgni laugardags. Síðan hefur ekkert til hennar spurst. Skór sem taldir eru vera hennar fundust við Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi. Bíllinn er fimm dyra rauður Kia Rio, árgerð 2015, sem passar við þá bifreið sem lögreglan hefur verið að leita að. Bíllinn var áður talinn þriggja dyra en lögregla hefur áréttað að um fimm dyra bíl sé að ræða.Þurfa mögulega að leggja hald á fleiri bíla Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, staðfestir að lögreglan hafi lagt hald á bílinni í tengslum við rannsóknina en vill ekkert segja varðandi það hver var með bílinn á leigu og hvenær. Þá segir hann aðspurður að enginn hafi réttarstöðu sakbornings í málinu. Hann útilokar ekki að ökumaður bílsins sem lögreglan leitar enn að sé farinn úr landi. Alls eru 126 rauðir Kia Rio-bílar af þessari gerð á landinu. Grímur segir mögulegt að lögreglan þurfi að leggja hald á fleiri bíla í tengslum við rannsóknina. „Það er alveg mögulegt að við þurfum að leggja hald á einn eða tvo eða fleiri í þessari rannsókn til að staðfesta eitthvað eða til að staðfesta að einhver grunur sé ekki eins og við höfum haldið. Þessi bíll er hluti af rannsókn málsins en ég get ekkert staðfest meira en það, hvort það hafi verið einhverjar vísbendingar í bílnum,“ segir Grímur. Lögreglan gengur út frá því og miðar það við símagögn að Birna hafi farið upp í bíl í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags, þegar seinast sást til hennar á Laugavegi, og farið með bílnum áleiðis til Hafnarfjarðar þar síminn hennar næst á merki við Flatahraun áður en einhver slekkur á honum. Ekki liggur þó ljóst fyrir hvar í miðbænum hún fór upp í bílinn.Fréttin hefur verið uppfærð. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30 Lykilúrskurður fyrir rannsókn lögreglu: Fá leyfi til að skoða farsíma sem notaðir voru á sama svæði og merki barst frá síma Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðast með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 17. janúar 2017 12:45 Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Tæknideild lögreglu sótti í hádeginu í dag rauða Kia Rio-bifreið sem var í leigu hjá starfsmanni fyrirtækis í Hlíðarsmáranum í Kópavogi. Umræddur starfsmaður tók bílinn á leigu í gær en hafði hann ekki til umráða um helgina. Samkvæmt öruggum heimildum fréttastofu höfðu erlendir ríkisborgarar tekið bílinn á leigu seinni partinn á föstudegi og skiluðu þeir honum af sér á laugardegi. Fram hefur komið að rauð Kia Rio-bifreið sást á eftirlitsmyndavél á Laugaveginum um það leyti sem Birna Brjánsdóttir sást síðast, klukkan 5:25 að morgni laugardags. Síðan hefur ekkert til hennar spurst. Skór sem taldir eru vera hennar fundust við Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi. Bíllinn er fimm dyra rauður Kia Rio, árgerð 2015, sem passar við þá bifreið sem lögreglan hefur verið að leita að. Bíllinn var áður talinn þriggja dyra en lögregla hefur áréttað að um fimm dyra bíl sé að ræða.Þurfa mögulega að leggja hald á fleiri bíla Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, staðfestir að lögreglan hafi lagt hald á bílinni í tengslum við rannsóknina en vill ekkert segja varðandi það hver var með bílinn á leigu og hvenær. Þá segir hann aðspurður að enginn hafi réttarstöðu sakbornings í málinu. Hann útilokar ekki að ökumaður bílsins sem lögreglan leitar enn að sé farinn úr landi. Alls eru 126 rauðir Kia Rio-bílar af þessari gerð á landinu. Grímur segir mögulegt að lögreglan þurfi að leggja hald á fleiri bíla í tengslum við rannsóknina. „Það er alveg mögulegt að við þurfum að leggja hald á einn eða tvo eða fleiri í þessari rannsókn til að staðfesta eitthvað eða til að staðfesta að einhver grunur sé ekki eins og við höfum haldið. Þessi bíll er hluti af rannsókn málsins en ég get ekkert staðfest meira en það, hvort það hafi verið einhverjar vísbendingar í bílnum,“ segir Grímur. Lögreglan gengur út frá því og miðar það við símagögn að Birna hafi farið upp í bíl í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags, þegar seinast sást til hennar á Laugavegi, og farið með bílnum áleiðis til Hafnarfjarðar þar síminn hennar næst á merki við Flatahraun áður en einhver slekkur á honum. Ekki liggur þó ljóst fyrir hvar í miðbænum hún fór upp í bílinn.Fréttin hefur verið uppfærð.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30 Lykilúrskurður fyrir rannsókn lögreglu: Fá leyfi til að skoða farsíma sem notaðir voru á sama svæði og merki barst frá síma Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðast með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 17. janúar 2017 12:45 Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30
Lykilúrskurður fyrir rannsókn lögreglu: Fá leyfi til að skoða farsíma sem notaðir voru á sama svæði og merki barst frá síma Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðast með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 17. janúar 2017 12:45
Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47