Stórkostlegur dagur fyrir Vestmannaeyjar Kristján Már Unnarsson skrifar 17. janúar 2017 19:00 Þetta er stórkostlegur dagur sem Eyjamenn hafa lengi beðið eftir, sagði forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, að lokinni undirritun smíðasamnings um nýjan Herjólf. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 en sýndar voru myndir frá undirritunni, sem fram fór í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í dag. Þessi athöfn átti raunar að fara fram fyrir átta árum. „Svo kom hrun. Það var meira að segja, skilst mér, búið að draga pennana á loft,“ sagði Hildur Sólveig Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Og nú var loksins komið að því. Vegamálastjóri undirritaði samning við pólsku skipasmíðastöðina Crist um að smíða nýja Vestmannaeyjaferju fyrir 3,2 milljarða króna.Fulltrúi skipasmíðastöðvarinnar Crist í Gdynia og vegamálastjóri takast í hendur að lokinni undirritun.Vísir/Stefán Karlsson.„Þetta er bara stórkostlegur dagur, - dagur sem við höfum beðið mjög lengi eftir. Við bindum að sjálfsögðu miklar vonir við þessa nýju ferju,“ sagði Hildur. Gamli Herjólfur er orðinn 25 ára gamall en ferjan sem leysir hann af verður álíka stór en grunnristari. Hún verður jafnframt með skrúfubúnaði sem á að auðvelda skipstjórum að stýra inn í Landeyjahöfn. Vegagerðin vonast til að nýting hafnarinnar aukist um 40 prósent. „Hún fer vonandi frá 60 til 65 prósent, eins og hún er í dag, upp í það að vera 80 til 90 prósent,“ sagði Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar.Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Þetta hefur auðvitað gríðarlega þýðingu fyrir okkur. Þetta hefur mikla þýðingu ekki síst fyrir hina almennu íbúa, sem hafa þá aukið ferðafrelsi. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir atvinnulífið. Eins og á Íslandi almennt hefur ferðaþjónustan vaxið mikið í Vestmannaeyjum þannig að við sjáum fram á að ferðaþjónustunni muni vaxa enn frekar fiskur um hrygg,“ sagði Hildur Sólveig. Ef áætlanir ganga eftir vonast menn til að geta boðið upp á nýja ferju á þjóðhátíð 2018.Ný Vestmannaeyjaferja á að hefja siglingar milli lands og Eyja sumarið 2018.Mynd/Vegagerðin Tengdar fréttir Rúmlega einn milljarður í nýja Vestmannaeyjaferju 1,1 milljarður verður settur í byggingu nýrrar Vestmannaeyjaferju samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 sem lagt var fram í ár. 6. desember 2016 16:00 Undirrita samning um smíði Herjólfs Vegagerðin hefur samþykkt tilboð pólskrar skipasmíðastöðvar í smíði Herjólfs. Gert er ráð fyrir að nýja Vestmannaeyjaferjan hefji siglingar sumarið 2018. 12. janúar 2017 20:00 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Þetta er stórkostlegur dagur sem Eyjamenn hafa lengi beðið eftir, sagði forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, að lokinni undirritun smíðasamnings um nýjan Herjólf. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 en sýndar voru myndir frá undirritunni, sem fram fór í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í dag. Þessi athöfn átti raunar að fara fram fyrir átta árum. „Svo kom hrun. Það var meira að segja, skilst mér, búið að draga pennana á loft,“ sagði Hildur Sólveig Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Og nú var loksins komið að því. Vegamálastjóri undirritaði samning við pólsku skipasmíðastöðina Crist um að smíða nýja Vestmannaeyjaferju fyrir 3,2 milljarða króna.Fulltrúi skipasmíðastöðvarinnar Crist í Gdynia og vegamálastjóri takast í hendur að lokinni undirritun.Vísir/Stefán Karlsson.„Þetta er bara stórkostlegur dagur, - dagur sem við höfum beðið mjög lengi eftir. Við bindum að sjálfsögðu miklar vonir við þessa nýju ferju,“ sagði Hildur. Gamli Herjólfur er orðinn 25 ára gamall en ferjan sem leysir hann af verður álíka stór en grunnristari. Hún verður jafnframt með skrúfubúnaði sem á að auðvelda skipstjórum að stýra inn í Landeyjahöfn. Vegagerðin vonast til að nýting hafnarinnar aukist um 40 prósent. „Hún fer vonandi frá 60 til 65 prósent, eins og hún er í dag, upp í það að vera 80 til 90 prósent,“ sagði Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar.Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Þetta hefur auðvitað gríðarlega þýðingu fyrir okkur. Þetta hefur mikla þýðingu ekki síst fyrir hina almennu íbúa, sem hafa þá aukið ferðafrelsi. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir atvinnulífið. Eins og á Íslandi almennt hefur ferðaþjónustan vaxið mikið í Vestmannaeyjum þannig að við sjáum fram á að ferðaþjónustunni muni vaxa enn frekar fiskur um hrygg,“ sagði Hildur Sólveig. Ef áætlanir ganga eftir vonast menn til að geta boðið upp á nýja ferju á þjóðhátíð 2018.Ný Vestmannaeyjaferja á að hefja siglingar milli lands og Eyja sumarið 2018.Mynd/Vegagerðin
Tengdar fréttir Rúmlega einn milljarður í nýja Vestmannaeyjaferju 1,1 milljarður verður settur í byggingu nýrrar Vestmannaeyjaferju samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 sem lagt var fram í ár. 6. desember 2016 16:00 Undirrita samning um smíði Herjólfs Vegagerðin hefur samþykkt tilboð pólskrar skipasmíðastöðvar í smíði Herjólfs. Gert er ráð fyrir að nýja Vestmannaeyjaferjan hefji siglingar sumarið 2018. 12. janúar 2017 20:00 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Rúmlega einn milljarður í nýja Vestmannaeyjaferju 1,1 milljarður verður settur í byggingu nýrrar Vestmannaeyjaferju samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 sem lagt var fram í ár. 6. desember 2016 16:00
Undirrita samning um smíði Herjólfs Vegagerðin hefur samþykkt tilboð pólskrar skipasmíðastöðvar í smíði Herjólfs. Gert er ráð fyrir að nýja Vestmannaeyjaferjan hefji siglingar sumarið 2018. 12. janúar 2017 20:00