Stórkostlegur dagur fyrir Vestmannaeyjar Kristján Már Unnarsson skrifar 17. janúar 2017 19:00 Þetta er stórkostlegur dagur sem Eyjamenn hafa lengi beðið eftir, sagði forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, að lokinni undirritun smíðasamnings um nýjan Herjólf. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 en sýndar voru myndir frá undirritunni, sem fram fór í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í dag. Þessi athöfn átti raunar að fara fram fyrir átta árum. „Svo kom hrun. Það var meira að segja, skilst mér, búið að draga pennana á loft,“ sagði Hildur Sólveig Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Og nú var loksins komið að því. Vegamálastjóri undirritaði samning við pólsku skipasmíðastöðina Crist um að smíða nýja Vestmannaeyjaferju fyrir 3,2 milljarða króna.Fulltrúi skipasmíðastöðvarinnar Crist í Gdynia og vegamálastjóri takast í hendur að lokinni undirritun.Vísir/Stefán Karlsson.„Þetta er bara stórkostlegur dagur, - dagur sem við höfum beðið mjög lengi eftir. Við bindum að sjálfsögðu miklar vonir við þessa nýju ferju,“ sagði Hildur. Gamli Herjólfur er orðinn 25 ára gamall en ferjan sem leysir hann af verður álíka stór en grunnristari. Hún verður jafnframt með skrúfubúnaði sem á að auðvelda skipstjórum að stýra inn í Landeyjahöfn. Vegagerðin vonast til að nýting hafnarinnar aukist um 40 prósent. „Hún fer vonandi frá 60 til 65 prósent, eins og hún er í dag, upp í það að vera 80 til 90 prósent,“ sagði Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar.Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Þetta hefur auðvitað gríðarlega þýðingu fyrir okkur. Þetta hefur mikla þýðingu ekki síst fyrir hina almennu íbúa, sem hafa þá aukið ferðafrelsi. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir atvinnulífið. Eins og á Íslandi almennt hefur ferðaþjónustan vaxið mikið í Vestmannaeyjum þannig að við sjáum fram á að ferðaþjónustunni muni vaxa enn frekar fiskur um hrygg,“ sagði Hildur Sólveig. Ef áætlanir ganga eftir vonast menn til að geta boðið upp á nýja ferju á þjóðhátíð 2018.Ný Vestmannaeyjaferja á að hefja siglingar milli lands og Eyja sumarið 2018.Mynd/Vegagerðin Tengdar fréttir Rúmlega einn milljarður í nýja Vestmannaeyjaferju 1,1 milljarður verður settur í byggingu nýrrar Vestmannaeyjaferju samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 sem lagt var fram í ár. 6. desember 2016 16:00 Undirrita samning um smíði Herjólfs Vegagerðin hefur samþykkt tilboð pólskrar skipasmíðastöðvar í smíði Herjólfs. Gert er ráð fyrir að nýja Vestmannaeyjaferjan hefji siglingar sumarið 2018. 12. janúar 2017 20:00 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Þetta er stórkostlegur dagur sem Eyjamenn hafa lengi beðið eftir, sagði forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, að lokinni undirritun smíðasamnings um nýjan Herjólf. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 en sýndar voru myndir frá undirritunni, sem fram fór í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í dag. Þessi athöfn átti raunar að fara fram fyrir átta árum. „Svo kom hrun. Það var meira að segja, skilst mér, búið að draga pennana á loft,“ sagði Hildur Sólveig Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Og nú var loksins komið að því. Vegamálastjóri undirritaði samning við pólsku skipasmíðastöðina Crist um að smíða nýja Vestmannaeyjaferju fyrir 3,2 milljarða króna.Fulltrúi skipasmíðastöðvarinnar Crist í Gdynia og vegamálastjóri takast í hendur að lokinni undirritun.Vísir/Stefán Karlsson.„Þetta er bara stórkostlegur dagur, - dagur sem við höfum beðið mjög lengi eftir. Við bindum að sjálfsögðu miklar vonir við þessa nýju ferju,“ sagði Hildur. Gamli Herjólfur er orðinn 25 ára gamall en ferjan sem leysir hann af verður álíka stór en grunnristari. Hún verður jafnframt með skrúfubúnaði sem á að auðvelda skipstjórum að stýra inn í Landeyjahöfn. Vegagerðin vonast til að nýting hafnarinnar aukist um 40 prósent. „Hún fer vonandi frá 60 til 65 prósent, eins og hún er í dag, upp í það að vera 80 til 90 prósent,“ sagði Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar.Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Þetta hefur auðvitað gríðarlega þýðingu fyrir okkur. Þetta hefur mikla þýðingu ekki síst fyrir hina almennu íbúa, sem hafa þá aukið ferðafrelsi. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir atvinnulífið. Eins og á Íslandi almennt hefur ferðaþjónustan vaxið mikið í Vestmannaeyjum þannig að við sjáum fram á að ferðaþjónustunni muni vaxa enn frekar fiskur um hrygg,“ sagði Hildur Sólveig. Ef áætlanir ganga eftir vonast menn til að geta boðið upp á nýja ferju á þjóðhátíð 2018.Ný Vestmannaeyjaferja á að hefja siglingar milli lands og Eyja sumarið 2018.Mynd/Vegagerðin
Tengdar fréttir Rúmlega einn milljarður í nýja Vestmannaeyjaferju 1,1 milljarður verður settur í byggingu nýrrar Vestmannaeyjaferju samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 sem lagt var fram í ár. 6. desember 2016 16:00 Undirrita samning um smíði Herjólfs Vegagerðin hefur samþykkt tilboð pólskrar skipasmíðastöðvar í smíði Herjólfs. Gert er ráð fyrir að nýja Vestmannaeyjaferjan hefji siglingar sumarið 2018. 12. janúar 2017 20:00 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Rúmlega einn milljarður í nýja Vestmannaeyjaferju 1,1 milljarður verður settur í byggingu nýrrar Vestmannaeyjaferju samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 sem lagt var fram í ár. 6. desember 2016 16:00
Undirrita samning um smíði Herjólfs Vegagerðin hefur samþykkt tilboð pólskrar skipasmíðastöðvar í smíði Herjólfs. Gert er ráð fyrir að nýja Vestmannaeyjaferjan hefji siglingar sumarið 2018. 12. janúar 2017 20:00
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent