Bretar bjartsýnir á samninga við Íslendinga eftir BREXIT Heimir Már Pétursson skrifar 17. janúar 2017 19:39 Breski sendiherrann á Íslandi segir að útganga Breta úr Evrópusambandinu eigi ekki að hafa neikvæð áhrif á samskipti þeirra við Ísland. Forsætisráðherra Bretlands segir stefnt að fullri úrsögn úr Evrópusambandinu þannig að Bretar verði ekki hálfgildings meðlimir að því í framtíðinni. Theresa May greindi frá tólf liða áætlun ríkisstjórnar hennar um samningsmarkmið Breta í viðræðum við Evrópusambandið við útgöngu úr sambandinu í ræðu í Lundúnum í dag þar sem sendiherrar allra hinna Evrópusambandsríkjanna voru meðal áheyrenda. Hún sagði Breta vilja djarfan og metnaðarfullan fríverslunarsamning við Evrópusambandið að lokinni útgöngu. „Þessi samningur ætti að gera ráð fyrir eins frjálsum viðskiptum og hægt er,bæði hvað vörur og þjónustu varðar, á milli Bretlands og aðildarríkja ESB. Hann ætti að gefa breskum fyrirtækjum hámarksfrelsi til að versla við og starfa innan evrópska markaðarins og leyfa evrópskum fyrirtækjum að gera það sama í Bretlandi. En ég vil að það komi skýrt fram að það sem ég legg til getur ekki þýtt aðild að innri markaðnum,“ sagði May. Forsætisráðherrann sagði lokasamning landsins við Evrópusambandið um úrsögn úr sambandinu verða lagðan fyrir báðar deildir breska þingsins til staðfestingar eða synjunar. Þá vonaðist hún til að England, Skotland, Wales og Norður Írland gætu sameinast um hagsmuni sína eftir úrsögnina og frjálsar ferðir fólks milli Írska lýðveldisins og Bretlands yrðu tryggðar. „Og þar sem við verðum ekki lengur aðilar að hinum innra markaði þurfum við ekki að leggja fram háar upphæðir til Evrópusambandsins,“ sagði forsætisráðherrann breski. Úrsögnin þýddi að Bretar fengju fulla stjórn á málefnum innflytjenda til landsins en það muni ekki leiða til þess að innflytjendur verði ekki áfram velkomnir til Bretlands, sérstaklega fólk með góða menntun.Munu ekki sætta sig við refsisamning „Samt veit ég að það eru raddir sem kalla eftir refsisamningi sem hegnir Bretlandi og letur önnur ríki til að fara sömu leið. Það væri hörmulegur sjálfsskaði fyrir ríki Evrópu og það væri ekki vinabragð. Bretar myndu ekki, og við gætum ekki sætt okkur við slíka nálgun,“ sagði May. Eftir að Bretar hafa virkjað 50. greinina í aðildarsáttmálanum að Evrópusambandinu í lok mars á þessu ári, verður í nógu að snúast hjá bresku utanríkisþjónustunni í alls kyns samningagerð við önnur ríki, meðal annars við Íslendinga. Michael Nevin sendiherra Bretlands á Íslandi telur að samband Íslendinga og Breta eigi að geta orðið gott í framtíðinni þar sem forsætisráðherrann boði fríverslunarsamninga við önnur ríki. „Og þessi nýja ríkisstjórn sem er komin til valda á Íslandi virðist vera á svipuðu máli svo ég sé ekki fram á nein vandamál fram undan, eftir Brexit. Við þurfum frekar að líta á hvernig við getum náð lengra og byggt á þeim sterku tengslum sem við höfum hvað varðar viðskipti og menntun og svo framvegis,“ segir sendiherrann. Íslendingar eru bæði aðilar að EES samningnum og EFTA en ekki liggur ljóst fyrir hvort Bretar muni semja beint við Íslendinga eða við EES og eða EFTA ríkin saman. En sendiherrann fundaði með nýjum utanríkisráðherra Íslands í dag. „Það jákvæða sem ég get skýrt frá í London er að Íslendingar eru reiðubúnir að skuldbinda sig og báðir aðilar, Íslendingar og Bretar, verða að ákveða hvernig það verður gert. Það getur verið komið undir vilja hvors aðila um hve langt skal ganga,“ sagði Michael Nevin. Brexit Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Sjá meira
Breski sendiherrann á Íslandi segir að útganga Breta úr Evrópusambandinu eigi ekki að hafa neikvæð áhrif á samskipti þeirra við Ísland. Forsætisráðherra Bretlands segir stefnt að fullri úrsögn úr Evrópusambandinu þannig að Bretar verði ekki hálfgildings meðlimir að því í framtíðinni. Theresa May greindi frá tólf liða áætlun ríkisstjórnar hennar um samningsmarkmið Breta í viðræðum við Evrópusambandið við útgöngu úr sambandinu í ræðu í Lundúnum í dag þar sem sendiherrar allra hinna Evrópusambandsríkjanna voru meðal áheyrenda. Hún sagði Breta vilja djarfan og metnaðarfullan fríverslunarsamning við Evrópusambandið að lokinni útgöngu. „Þessi samningur ætti að gera ráð fyrir eins frjálsum viðskiptum og hægt er,bæði hvað vörur og þjónustu varðar, á milli Bretlands og aðildarríkja ESB. Hann ætti að gefa breskum fyrirtækjum hámarksfrelsi til að versla við og starfa innan evrópska markaðarins og leyfa evrópskum fyrirtækjum að gera það sama í Bretlandi. En ég vil að það komi skýrt fram að það sem ég legg til getur ekki þýtt aðild að innri markaðnum,“ sagði May. Forsætisráðherrann sagði lokasamning landsins við Evrópusambandið um úrsögn úr sambandinu verða lagðan fyrir báðar deildir breska þingsins til staðfestingar eða synjunar. Þá vonaðist hún til að England, Skotland, Wales og Norður Írland gætu sameinast um hagsmuni sína eftir úrsögnina og frjálsar ferðir fólks milli Írska lýðveldisins og Bretlands yrðu tryggðar. „Og þar sem við verðum ekki lengur aðilar að hinum innra markaði þurfum við ekki að leggja fram háar upphæðir til Evrópusambandsins,“ sagði forsætisráðherrann breski. Úrsögnin þýddi að Bretar fengju fulla stjórn á málefnum innflytjenda til landsins en það muni ekki leiða til þess að innflytjendur verði ekki áfram velkomnir til Bretlands, sérstaklega fólk með góða menntun.Munu ekki sætta sig við refsisamning „Samt veit ég að það eru raddir sem kalla eftir refsisamningi sem hegnir Bretlandi og letur önnur ríki til að fara sömu leið. Það væri hörmulegur sjálfsskaði fyrir ríki Evrópu og það væri ekki vinabragð. Bretar myndu ekki, og við gætum ekki sætt okkur við slíka nálgun,“ sagði May. Eftir að Bretar hafa virkjað 50. greinina í aðildarsáttmálanum að Evrópusambandinu í lok mars á þessu ári, verður í nógu að snúast hjá bresku utanríkisþjónustunni í alls kyns samningagerð við önnur ríki, meðal annars við Íslendinga. Michael Nevin sendiherra Bretlands á Íslandi telur að samband Íslendinga og Breta eigi að geta orðið gott í framtíðinni þar sem forsætisráðherrann boði fríverslunarsamninga við önnur ríki. „Og þessi nýja ríkisstjórn sem er komin til valda á Íslandi virðist vera á svipuðu máli svo ég sé ekki fram á nein vandamál fram undan, eftir Brexit. Við þurfum frekar að líta á hvernig við getum náð lengra og byggt á þeim sterku tengslum sem við höfum hvað varðar viðskipti og menntun og svo framvegis,“ segir sendiherrann. Íslendingar eru bæði aðilar að EES samningnum og EFTA en ekki liggur ljóst fyrir hvort Bretar muni semja beint við Íslendinga eða við EES og eða EFTA ríkin saman. En sendiherrann fundaði með nýjum utanríkisráðherra Íslands í dag. „Það jákvæða sem ég get skýrt frá í London er að Íslendingar eru reiðubúnir að skuldbinda sig og báðir aðilar, Íslendingar og Bretar, verða að ákveða hvernig það verður gert. Það getur verið komið undir vilja hvors aðila um hve langt skal ganga,“ sagði Michael Nevin.
Brexit Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Sjá meira