Framlag Farfugla Dóra Magnúsdóttir skrifar 19. janúar 2017 07:00 Sameinuðu þjóðirnar, SÞ, hafa útnefnt 2017 sem Alþjóðlegt ár sjálfbærrar ferðaþjónustu (International Year of Sustainable Tourism for Development). Það eru góðar fréttir fyrir íslenska ferðaþjónustu sem þarf á aðferðum sjálfbærrar þróunar að halda sem og nýjum hugsunarhætti eftir gríðarlegan vöxt á umliðnum árum. Rannsóknir styðja að hægt er að hafa meiri áhrif á hegðan fólks þegar það ferðast heldur en þegar það er í daglegri rútínu. Fólk er opnara fyrir nýjum hughrifum og vill mögulega breyta sínu daglega mynstri í þágu umhverfisjónarmiða. Áhrifamáttur fólks í ferðaþjónustu er því verulegur, og mikilvægt að starfsfólk í greininni sé meðvitað um mátt sinn til að efla sjálfbærni og ábyrga ferðahegðun með ráðgjöf og góðri fyrirmynd. Það er því engin tilviljun að SÞ völdu ferðaþjónustu til að vekja athygli á sjálfbærri þróun í heiminum. Ferðaþjónusta er afar mikilvæg fyrir efnahag jarðarbúa; afar mörg störf eru innan greinarinnar og það eru miklir möguleikar á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með breyttri ferðahegðun. Að auki getur ferðaþjónustan stuðlað að verndun fjölbreytts lífríkis og ólíkrar samfélagsgerðar, menningar og hefða. Eitt mikilvægasta framlag ferðaþjónustunnar er aukinn skilningur milli menningarsvæða sem getur stuðlað að friði og sátt. Nýlega var stigið mikilvægt skref hérlendis þegar 260 fyrirtæki í ferðaþjónustu skrifuðu undir samning um ábyrga ferðaþjónustu, verkefni sem leitt er af Festu og Íslenska ferðaklasanum. Þó svo að ábyrg og sjálfbær ferðaþjónusta sé ekki sami hluturinn, getur sú ábyrga leitt til sjálfbærrar þróunar sé rétt á spöðunum haldið. Farfuglar, samtök sem stofnuð voru árið 1939 og starfa ekki í hagnaðarskyni, skrifuðu undir samninginn um ábyrga ferðaþjónustu. Farfuglar tilheyra Hostelling International, alþjóðasamtökum Farfuglaheimila í 89 löndum, sem mörg munu vinna að verkefnum tengdum sjálfbærni á árinu. Farfuglar lögðu fram stefnu í lok síðasta árs, sem byggir á sjálfbærri þróun rekstrarins og hafa mikilvæg skref nú þegar verið stigin; svo sem samningur við starfsmenn sem hvetur til notkunar á samgöngum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, skógrækt til kolefnisjöfnunar, rík áhersla á hægari ferðamáta (slow-travel) og notkun á hráefni sem framleitt er í nærumhverfi. Að auki eru fjölmörg önnur verkefni í þróun fyrir á því alþjóðlega og spennandi sjálfbærniári sem framundan er.https://skemman.is/stream/get/1946/23656/54071/1/MS_Emilia_Prodea.pdfhttp://www.tourism4development2017.org/ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar, SÞ, hafa útnefnt 2017 sem Alþjóðlegt ár sjálfbærrar ferðaþjónustu (International Year of Sustainable Tourism for Development). Það eru góðar fréttir fyrir íslenska ferðaþjónustu sem þarf á aðferðum sjálfbærrar þróunar að halda sem og nýjum hugsunarhætti eftir gríðarlegan vöxt á umliðnum árum. Rannsóknir styðja að hægt er að hafa meiri áhrif á hegðan fólks þegar það ferðast heldur en þegar það er í daglegri rútínu. Fólk er opnara fyrir nýjum hughrifum og vill mögulega breyta sínu daglega mynstri í þágu umhverfisjónarmiða. Áhrifamáttur fólks í ferðaþjónustu er því verulegur, og mikilvægt að starfsfólk í greininni sé meðvitað um mátt sinn til að efla sjálfbærni og ábyrga ferðahegðun með ráðgjöf og góðri fyrirmynd. Það er því engin tilviljun að SÞ völdu ferðaþjónustu til að vekja athygli á sjálfbærri þróun í heiminum. Ferðaþjónusta er afar mikilvæg fyrir efnahag jarðarbúa; afar mörg störf eru innan greinarinnar og það eru miklir möguleikar á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með breyttri ferðahegðun. Að auki getur ferðaþjónustan stuðlað að verndun fjölbreytts lífríkis og ólíkrar samfélagsgerðar, menningar og hefða. Eitt mikilvægasta framlag ferðaþjónustunnar er aukinn skilningur milli menningarsvæða sem getur stuðlað að friði og sátt. Nýlega var stigið mikilvægt skref hérlendis þegar 260 fyrirtæki í ferðaþjónustu skrifuðu undir samning um ábyrga ferðaþjónustu, verkefni sem leitt er af Festu og Íslenska ferðaklasanum. Þó svo að ábyrg og sjálfbær ferðaþjónusta sé ekki sami hluturinn, getur sú ábyrga leitt til sjálfbærrar þróunar sé rétt á spöðunum haldið. Farfuglar, samtök sem stofnuð voru árið 1939 og starfa ekki í hagnaðarskyni, skrifuðu undir samninginn um ábyrga ferðaþjónustu. Farfuglar tilheyra Hostelling International, alþjóðasamtökum Farfuglaheimila í 89 löndum, sem mörg munu vinna að verkefnum tengdum sjálfbærni á árinu. Farfuglar lögðu fram stefnu í lok síðasta árs, sem byggir á sjálfbærri þróun rekstrarins og hafa mikilvæg skref nú þegar verið stigin; svo sem samningur við starfsmenn sem hvetur til notkunar á samgöngum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, skógrækt til kolefnisjöfnunar, rík áhersla á hægari ferðamáta (slow-travel) og notkun á hráefni sem framleitt er í nærumhverfi. Að auki eru fjölmörg önnur verkefni í þróun fyrir á því alþjóðlega og spennandi sjálfbærniári sem framundan er.https://skemman.is/stream/get/1946/23656/54071/1/MS_Emilia_Prodea.pdfhttp://www.tourism4development2017.org/ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar