Íslensk lögregluyfirvöld mega ekki fara í aðgerðir í Polar Nanoq utan landhelgi Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 18. janúar 2017 17:04 Á kortinu má sjá staðsetningu Polar Nanoq og Triton og nálægð skipanna við íslenska landhelgi. vísir/garðar Grænlenski togarinn Polar Nanoq er kominn í námunda við íslenska landhelgi en áætlað er að hann komi til hafnar í Hafnarfirði um klukkan 23 í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá hafnarstjóra þar. Togarinn er á leið til landsins þar sem grunur leikur á því að skipverjar um borð kunni að hafa upplýsingar um ferðir Birnu Brjánsdóttur sem hefur verið saknað síðan á aðfaranótt laugardags. Íslensk yfirvöld óskuðu í gær eftir aðstoð danska herskipsins Triton sem var skammt utan landhelgi Íslands um kvöldmatarleytið í gær. Síðan þá hefur ekki verið hægt að staðsetja skipið.Triton haft nægan tíma til að fara til móts við Polar Nanoq Um 18 klukkustundir eru síðan Polar Nanoq sneri við og hélt af stað áleiðis til Íslands. Um klukkan 15:30 í dag var hann á um tólf hnúta hraða* samkvæmt skipastaðsetningarforritinu FindShip Pro. Klukkan 17:05 hafði togarinn ekki færst úr stað samkvæmt forritinu og var enn á sama hniti og einum og hálfum tíma fyrr. Eins og sést á kortinu hér að ofan er togarinn enn utan landhelgi Íslands. Landhelgin er afmörkuð af línu sem alls staðar er 12 sjómílur frá grunnlínu sem dregin er á milli 38 staða sem tilgreindir eru í lögum landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn. Samkvæmt lögum og alþjóðasamningum mega íslensk yfirvöld ekki fara um borð í Polar Nanoq til að handtaka menn, framkvæma leit eða aðrar aðgerðir fyrr en skipið er komið inn í íslenska landhelgi eða ef fánaríki skipsins heimilar slíkt. Auk þess getur skipstjórinn heimilað að íslensk löggæsluyfirvöld fari um borð.Óljóst hvort og hversu margir sérsveitarmenn eru um borð í Triton Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að íslenskir sérsveitarmenn hafi í gær farið með þyrlu Landhelgisgæslunnar um borð í Triton. Í hádeginu í dag fór þyrlan svo aftur af stað með sérsveitarmenn frá Reykjavíkurflugvelli en ekkert fæst uppgefið um ferðir þyrlunnar. Hún lenti svo aftur í Reykjavík klukkan 14:13 en farið var með þyrluna beint inn í flugskýli án þess að nokkur færi frá borði. Engar upplýsingar liggja því fyrir hvort að sérsveitarmennirnir hafi komið til baka með þyrlunni eða einhverjir aðrir. Þá hefur lögregla ekki viljað veita neinar upplýsingar um rannsókn málsins eða mögulegar aðgerðir sínar á hafi úti. *Einn hnútur svarar til einnar sjómílu sem er 1,85 kílómetrar. Skip sem siglir á tólf hnúta hraða fer tólf sjómílur á klukkustund eða sem svarar til um 22 kílómetra á klukkustund. Fréttin var uppfærð klukkan 17:21 með nýjustu upplýsingum um staðsetningu grænlenska togarans. Fréttin var uppfærð klukkan 18:13. Fyrirsögninni var breytt og uppfærð með upplýsingum er varða hvað íslensk lögregluyfirvöld mega gera varðandi Polar Nanoq, en ekki almennt. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14 Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00 Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Grænlenski togarinn Polar Nanoq er kominn í námunda við íslenska landhelgi en áætlað er að hann komi til hafnar í Hafnarfirði um klukkan 23 í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá hafnarstjóra þar. Togarinn er á leið til landsins þar sem grunur leikur á því að skipverjar um borð kunni að hafa upplýsingar um ferðir Birnu Brjánsdóttur sem hefur verið saknað síðan á aðfaranótt laugardags. Íslensk yfirvöld óskuðu í gær eftir aðstoð danska herskipsins Triton sem var skammt utan landhelgi Íslands um kvöldmatarleytið í gær. Síðan þá hefur ekki verið hægt að staðsetja skipið.Triton haft nægan tíma til að fara til móts við Polar Nanoq Um 18 klukkustundir eru síðan Polar Nanoq sneri við og hélt af stað áleiðis til Íslands. Um klukkan 15:30 í dag var hann á um tólf hnúta hraða* samkvæmt skipastaðsetningarforritinu FindShip Pro. Klukkan 17:05 hafði togarinn ekki færst úr stað samkvæmt forritinu og var enn á sama hniti og einum og hálfum tíma fyrr. Eins og sést á kortinu hér að ofan er togarinn enn utan landhelgi Íslands. Landhelgin er afmörkuð af línu sem alls staðar er 12 sjómílur frá grunnlínu sem dregin er á milli 38 staða sem tilgreindir eru í lögum landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn. Samkvæmt lögum og alþjóðasamningum mega íslensk yfirvöld ekki fara um borð í Polar Nanoq til að handtaka menn, framkvæma leit eða aðrar aðgerðir fyrr en skipið er komið inn í íslenska landhelgi eða ef fánaríki skipsins heimilar slíkt. Auk þess getur skipstjórinn heimilað að íslensk löggæsluyfirvöld fari um borð.Óljóst hvort og hversu margir sérsveitarmenn eru um borð í Triton Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að íslenskir sérsveitarmenn hafi í gær farið með þyrlu Landhelgisgæslunnar um borð í Triton. Í hádeginu í dag fór þyrlan svo aftur af stað með sérsveitarmenn frá Reykjavíkurflugvelli en ekkert fæst uppgefið um ferðir þyrlunnar. Hún lenti svo aftur í Reykjavík klukkan 14:13 en farið var með þyrluna beint inn í flugskýli án þess að nokkur færi frá borði. Engar upplýsingar liggja því fyrir hvort að sérsveitarmennirnir hafi komið til baka með þyrlunni eða einhverjir aðrir. Þá hefur lögregla ekki viljað veita neinar upplýsingar um rannsókn málsins eða mögulegar aðgerðir sínar á hafi úti. *Einn hnútur svarar til einnar sjómílu sem er 1,85 kílómetrar. Skip sem siglir á tólf hnúta hraða fer tólf sjómílur á klukkustund eða sem svarar til um 22 kílómetra á klukkustund. Fréttin var uppfærð klukkan 17:21 með nýjustu upplýsingum um staðsetningu grænlenska togarans. Fréttin var uppfærð klukkan 18:13. Fyrirsögninni var breytt og uppfærð með upplýsingum er varða hvað íslensk lögregluyfirvöld mega gera varðandi Polar Nanoq, en ekki almennt.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14 Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00 Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14
Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00
Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36