Kafað langt fram á kvöld í Hafnarfirði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. janúar 2017 06:00 Töluverður viðbúnaður var við höfnina í Hafnarfirði í gær þar sem fjöldi fólks tók þátt í köfunaraðgerðum í leit að Birnu Brjánsdóttur. Þar leituðu kafarar frá sérsveit Ríkislögreglustjóra, köfunarsveit Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitarfólk af sér allan grun. Sérhæft leitarfólk Landsbjargar leitaði einnig að Birnu á vegarslóða á Strandarheiði á Reykjanesi. Á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði voru sjö kafarar að störfum frá Landhelgisgæslunni. Bátar gæslunnar Baldur og Óðinn tóku einnig þátt í leitinni. Sett var upp tjald fyrir kafarana til að halda á þeim hita eftir að hafa verið í ísköldu Atlantshafinu. Hafnarsvæðinu var lokað í gær þegar danska varðskipið Triton og grænlenski togarinn Polar Nanoq komu til hafnar. Í tilkynningu frá lögreglu í gær sagði að leitað hefði verið út frá þeim fjölmörgu vísbendingum sem hafa borist frá almenningi. Vísbendingum um leitarsvæði er forgangsraðað og sé unnið samkvæmt því.Allar vísbendingar skoðaðar Um fjörutíu björgunarsveitarmenn leituðu á um 10 ferkílómetra svæði á Strandarheiði ásamt þremur hundateymum. Guðbrandur Örn Arnarson, sem stýrði leitinni, sagði björgunarsveitarmenn fylgja eftir vísbendingum sem hafa borist vegna málsins. „Vísbendingarnar geta skipt tugum eða hundruðum og er farið í gegnum þær allar. Leitað var með fram slóðum á Strandarheiði og er þá til dæmis kannað hvort möguleiki sé á því að manneskja hafi farið þar um á bíl.“ Tvímenningarnir sem Birna sést rekast utan í þessa nótt hafa ekki gefið sig fram. Þá getur lögreglan ekki staðfest að Kia Rio-bíllinn sem er í vörslu hennar sé bíllinn sem sást aka niður Laugaveg. Starfsmaður Hafnarfjarðarhafnar sem skoðaði eftirlitsmyndavélakerfi hafnarinnar varð rauða bílsins var og sést hann koma að togaranum Polar Nanoq á milli sex og hálf sjö að morgni laugardags, um hálftíma eftir að slökkt var á síma Birnu á Hafnarfjarðarsvæðinu.Engin virkni á samfélagsmiðlum Lögreglan komst einnig inn á samfélagsmiðla sem Birna notaði; Tinder og Badoo. Engin virkni var á þeim. Lögreglan fékk leyfi til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðuðust með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu en þeirri rannsókn miðar hægt. Ekki er vitað hvenær niðurstaða fæst í þeirri rannsókn. Sími Birnu kom fyrst inn á sendi við Mál og menningu á Laugavegi um klukkan 05.25, næst á mastur við Lindargötu og er þá á gönguhraða. Því næst tengist hann mastri á horni Laugavegs og Barónsstígs og er svo kominn á ökuhraða þegar hann tengist mastri í Laugarnesi. Rúmum tuttugu mínútum síðar, eða um klukkan 5.50, er slökkt á símanum handvirkt þegar hann tengist símamastri á gömlu slökkvistöðinni við Flatahraun í Hafnarfirði. Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í gær. Í yfirlýsingunni þakkar hún fyrir allan þann samhug, einhug og styrk sem henni og öðrum sem tengjast Birnu hefur verið sýndur undanfarna daga. „Takk fyrir allan þann samhug og einhug og styrk sem þið sýnið og gefið öll sem eruð að vinna í þessu. Og takk lögregla og björgunarsveitir fyrir að vera með hjartað í þessu. Við gefumst ekki upp, hún er þarna, við finnum hana.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Töluverður viðbúnaður var við höfnina í Hafnarfirði í gær þar sem fjöldi fólks tók þátt í köfunaraðgerðum í leit að Birnu Brjánsdóttur. Þar leituðu kafarar frá sérsveit Ríkislögreglustjóra, köfunarsveit Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitarfólk af sér allan grun. Sérhæft leitarfólk Landsbjargar leitaði einnig að Birnu á vegarslóða á Strandarheiði á Reykjanesi. Á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði voru sjö kafarar að störfum frá Landhelgisgæslunni. Bátar gæslunnar Baldur og Óðinn tóku einnig þátt í leitinni. Sett var upp tjald fyrir kafarana til að halda á þeim hita eftir að hafa verið í ísköldu Atlantshafinu. Hafnarsvæðinu var lokað í gær þegar danska varðskipið Triton og grænlenski togarinn Polar Nanoq komu til hafnar. Í tilkynningu frá lögreglu í gær sagði að leitað hefði verið út frá þeim fjölmörgu vísbendingum sem hafa borist frá almenningi. Vísbendingum um leitarsvæði er forgangsraðað og sé unnið samkvæmt því.Allar vísbendingar skoðaðar Um fjörutíu björgunarsveitarmenn leituðu á um 10 ferkílómetra svæði á Strandarheiði ásamt þremur hundateymum. Guðbrandur Örn Arnarson, sem stýrði leitinni, sagði björgunarsveitarmenn fylgja eftir vísbendingum sem hafa borist vegna málsins. „Vísbendingarnar geta skipt tugum eða hundruðum og er farið í gegnum þær allar. Leitað var með fram slóðum á Strandarheiði og er þá til dæmis kannað hvort möguleiki sé á því að manneskja hafi farið þar um á bíl.“ Tvímenningarnir sem Birna sést rekast utan í þessa nótt hafa ekki gefið sig fram. Þá getur lögreglan ekki staðfest að Kia Rio-bíllinn sem er í vörslu hennar sé bíllinn sem sást aka niður Laugaveg. Starfsmaður Hafnarfjarðarhafnar sem skoðaði eftirlitsmyndavélakerfi hafnarinnar varð rauða bílsins var og sést hann koma að togaranum Polar Nanoq á milli sex og hálf sjö að morgni laugardags, um hálftíma eftir að slökkt var á síma Birnu á Hafnarfjarðarsvæðinu.Engin virkni á samfélagsmiðlum Lögreglan komst einnig inn á samfélagsmiðla sem Birna notaði; Tinder og Badoo. Engin virkni var á þeim. Lögreglan fékk leyfi til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðuðust með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu en þeirri rannsókn miðar hægt. Ekki er vitað hvenær niðurstaða fæst í þeirri rannsókn. Sími Birnu kom fyrst inn á sendi við Mál og menningu á Laugavegi um klukkan 05.25, næst á mastur við Lindargötu og er þá á gönguhraða. Því næst tengist hann mastri á horni Laugavegs og Barónsstígs og er svo kominn á ökuhraða þegar hann tengist mastri í Laugarnesi. Rúmum tuttugu mínútum síðar, eða um klukkan 5.50, er slökkt á símanum handvirkt þegar hann tengist símamastri á gömlu slökkvistöðinni við Flatahraun í Hafnarfirði. Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í gær. Í yfirlýsingunni þakkar hún fyrir allan þann samhug, einhug og styrk sem henni og öðrum sem tengjast Birnu hefur verið sýndur undanfarna daga. „Takk fyrir allan þann samhug og einhug og styrk sem þið sýnið og gefið öll sem eruð að vinna í þessu. Og takk lögregla og björgunarsveitir fyrir að vera með hjartað í þessu. Við gefumst ekki upp, hún er þarna, við finnum hana.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira