Rannsókn um borð í Polar Nanoq lokið: Yfirheyrslur standa enn yfir Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. janúar 2017 06:45 Við lögreglustöðina á Hverfisgötu í gærkvöldi. Vísir/Ernir Grænlenski togarinn Polar Nanoq lagðist að bryggju við Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 23 í gærkvöldi. Tuttugu manns eru í áhöfn skipsins og voru þrír þeirra handteknir í gær vegna gruns um að þeir búi yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. Mennirnir þrír voru leiddir frá borði og færðir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Yfirheyrslur á þremenningunum stóðu enn yfir þegar fréttastofa náði tali af lögreglu klukkan 20 mínútur yfir sex í morgun. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir að aðgerðum lögreglu um borð í Polar Nanoq sé lokið í bili. „Það er tiltölulega stutt síðan við kláruðum aðgerðirnar um borð í Hafnarfjarðarhöfn. Þar voru yfirheyrð vitni, skipverjar sem ekki voru handteknir ásamt því að leitað var í skipinu. Svo erum við hér á Hverfisgötu. Það er enn verið að yfirheyra þá sem hafa réttarstöðu sakbornings í málinu,“ segir Grímur í samtali við Vísi. „Það eru þessir þrír sem voru handteknir og okkur grunar að búi yfir vitneskju.“Sjá einnig: Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Reikna má með því að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum þremur. Til þess hefur lögregla sólarhring frá því þeir voru handteknir. Tveir voru handteknir í hádeginu í gær og sá þriðji á níunda tímanum í gærkvöldi. Lögregla hefur því annars vegar til hádegis í dag að fara fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur og fram á kvöld að óska eftir varðhaldi yfir hinum þriðja. Grímur segist ekki geta staðfest að fari verði fram á gæsluvarðhald yfir þremenningunum. „Ég get ekki staðfest það en það liggur fyrir að ef við ætlum að halda þeim lengur þá verðum við að fara fram á gæsluvarðhald.“Hafið þið lokið rannsókn um borð? „Í bili.“ Grímur sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að hann gæti ekki farið út í það hvað kom lögreglunni á spor grænlenska togarans. Þá vildi hann ekki svara því hvort að einn hinna handteknu sé sá sem tók bílaleigubíl á leigu á föstudag en lögregla lagði hald á bílinn í Kópavogi um hádegisbil í á þriðjudag.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá upptöku af því þegar þremenningar voru leiddir frá borði í gærkvöldi. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjarnir leiddir í land og á leið í yfirheyrslu 19. janúar 2017 00:01 Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39 Kafað langt fram á kvöld í Hafnarfirði Leitin að Birnu Brjánsdóttur hélt áfram í gær af fullum þunga. Sjö kafarar köfuðu við Hafnarfjarðarhöfn og einnig var leitað á Strandarheiði. Birna átti ekki í neinum samskiptum á Tinder eða Badoo. Móðir hennar sendi frá sér yfir 19. janúar 2017 06:00 Fjölmargir fylgdu lögreglu eftir niður á Hverfisgötu Einn fór inn fyrir afgirt svæði og smellti af mynd. 19. janúar 2017 00:57 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Grænlenski togarinn Polar Nanoq lagðist að bryggju við Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 23 í gærkvöldi. Tuttugu manns eru í áhöfn skipsins og voru þrír þeirra handteknir í gær vegna gruns um að þeir búi yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. Mennirnir þrír voru leiddir frá borði og færðir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Yfirheyrslur á þremenningunum stóðu enn yfir þegar fréttastofa náði tali af lögreglu klukkan 20 mínútur yfir sex í morgun. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir að aðgerðum lögreglu um borð í Polar Nanoq sé lokið í bili. „Það er tiltölulega stutt síðan við kláruðum aðgerðirnar um borð í Hafnarfjarðarhöfn. Þar voru yfirheyrð vitni, skipverjar sem ekki voru handteknir ásamt því að leitað var í skipinu. Svo erum við hér á Hverfisgötu. Það er enn verið að yfirheyra þá sem hafa réttarstöðu sakbornings í málinu,“ segir Grímur í samtali við Vísi. „Það eru þessir þrír sem voru handteknir og okkur grunar að búi yfir vitneskju.“Sjá einnig: Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Reikna má með því að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum þremur. Til þess hefur lögregla sólarhring frá því þeir voru handteknir. Tveir voru handteknir í hádeginu í gær og sá þriðji á níunda tímanum í gærkvöldi. Lögregla hefur því annars vegar til hádegis í dag að fara fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur og fram á kvöld að óska eftir varðhaldi yfir hinum þriðja. Grímur segist ekki geta staðfest að fari verði fram á gæsluvarðhald yfir þremenningunum. „Ég get ekki staðfest það en það liggur fyrir að ef við ætlum að halda þeim lengur þá verðum við að fara fram á gæsluvarðhald.“Hafið þið lokið rannsókn um borð? „Í bili.“ Grímur sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að hann gæti ekki farið út í það hvað kom lögreglunni á spor grænlenska togarans. Þá vildi hann ekki svara því hvort að einn hinna handteknu sé sá sem tók bílaleigubíl á leigu á föstudag en lögregla lagði hald á bílinn í Kópavogi um hádegisbil í á þriðjudag.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá upptöku af því þegar þremenningar voru leiddir frá borði í gærkvöldi.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjarnir leiddir í land og á leið í yfirheyrslu 19. janúar 2017 00:01 Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39 Kafað langt fram á kvöld í Hafnarfirði Leitin að Birnu Brjánsdóttur hélt áfram í gær af fullum þunga. Sjö kafarar köfuðu við Hafnarfjarðarhöfn og einnig var leitað á Strandarheiði. Birna átti ekki í neinum samskiptum á Tinder eða Badoo. Móðir hennar sendi frá sér yfir 19. janúar 2017 06:00 Fjölmargir fylgdu lögreglu eftir niður á Hverfisgötu Einn fór inn fyrir afgirt svæði og smellti af mynd. 19. janúar 2017 00:57 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39
Kafað langt fram á kvöld í Hafnarfirði Leitin að Birnu Brjánsdóttur hélt áfram í gær af fullum þunga. Sjö kafarar köfuðu við Hafnarfjarðarhöfn og einnig var leitað á Strandarheiði. Birna átti ekki í neinum samskiptum á Tinder eða Badoo. Móðir hennar sendi frá sér yfir 19. janúar 2017 06:00
Fjölmargir fylgdu lögreglu eftir niður á Hverfisgötu Einn fór inn fyrir afgirt svæði og smellti af mynd. 19. janúar 2017 00:57