Yfirheyrslum lokið: Hvarf Birnu rannsakað sem sakamál Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. janúar 2017 08:34 Frá aðgerðum lögreglu í Hafnarfjarðarhöfn um miðnætti í gærkvöldi þegar skipverjarnir voru leiddir í land. Vísir/Ernir Yfirheyrslum yfir grænlensku skipverjunum þremur sem handteknir voru í gær lauk um klukkan átta í morgun. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir að rannsókninni miði áfram. Mbl.is greinir frá. Grímur segir jafnframt að hvarfið sé rannsakað sem sakamál, en hann hefur hingað til ekki viljað skilgreina málið sem slíkt opinberlega. „Ég held að það sé óhætt að segja það því ég hef verið að reyna að víkja mér undan því að svara því hvort þetta sé sakamál eða ekki. Það er það náttúrlega, það er verið að rannsaka hvort að hvarf Birnu [Brjánsdóttur] hafi borið að með saknæmum hætti,“ sagði Grímur í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun. Grænlenski togarinn Polar Nanoq lagðist að bryggju við Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 23 í gærkvöldi. Tuttugu manns eru í áhöfn skipsins og voru þrír þeirra handteknir í gær vegna gruns um að þeir búi yfir upplýsingum um hvarf Birnu. Rannsókn um borð í Polar Nanoq lauk snemma í morgun, en tæknideild lögreglunnar var þar að störfum í alla nótt. Grímur sagði í samtali við Vísi í morgun að þar hefðu hinir sautján meðlimir áhafnarinnar verið yfirheyrðir sem vitni og jafnframt að leit hafi verið framkvæmd í skipinu. Reikna má með því að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum þremur. Til þess hefur lögregla sólarhring frá því þeir voru handteknir. Tveir voru handteknir í hádeginu í gær og sá þriðji á níunda tímanum í gærkvöldi. Lögregla hefur því annars vegar til hádegis í dag að fara fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur og fram á kvöld að óska eftir varðhaldi yfir hinum þriðja. Grímur segist ekki geta staðfest að fari verði fram á gæsluvarðhald yfir þremenningunum. „Ég get ekki staðfest það en það liggur fyrir að ef við ætlum að halda þeim lengur þá verðum við að fara fram á gæsluvarðhald,“ sagði Grímur í samtali við Vísi klukkan hálf sjö í morgun. Hér að neðan má sjá þegar mennirnir voru leiddir frá borði í nótt. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Rannsókn um borð í Polar Nanoq lokið: Yfirheyrslur standa enn yfir Yfirheyrslur á grænlensku þremenningunum sem handteknir voru í gær standa enn yfir. 19. janúar 2017 06:45 Skipverjarnir leiddir í land og á leið í yfirheyrslu 19. janúar 2017 00:01 Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39 Leit haldið áfram á Strandarheiði í birtingu Stöðufundur verður klukkan níu þar sem ákvarðanir verða teknar um næstu skref. 19. janúar 2017 07:49 Krefjast gæsluvarðhalds yfir Grænlendingunum þremur Þrír menn voru leiddir út úr togaranum Polar Nanoq í járnum. Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim í dag. Mennirnir eru grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. 19. janúar 2017 06:00 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Sjá meira
Yfirheyrslum yfir grænlensku skipverjunum þremur sem handteknir voru í gær lauk um klukkan átta í morgun. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir að rannsókninni miði áfram. Mbl.is greinir frá. Grímur segir jafnframt að hvarfið sé rannsakað sem sakamál, en hann hefur hingað til ekki viljað skilgreina málið sem slíkt opinberlega. „Ég held að það sé óhætt að segja það því ég hef verið að reyna að víkja mér undan því að svara því hvort þetta sé sakamál eða ekki. Það er það náttúrlega, það er verið að rannsaka hvort að hvarf Birnu [Brjánsdóttur] hafi borið að með saknæmum hætti,“ sagði Grímur í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun. Grænlenski togarinn Polar Nanoq lagðist að bryggju við Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 23 í gærkvöldi. Tuttugu manns eru í áhöfn skipsins og voru þrír þeirra handteknir í gær vegna gruns um að þeir búi yfir upplýsingum um hvarf Birnu. Rannsókn um borð í Polar Nanoq lauk snemma í morgun, en tæknideild lögreglunnar var þar að störfum í alla nótt. Grímur sagði í samtali við Vísi í morgun að þar hefðu hinir sautján meðlimir áhafnarinnar verið yfirheyrðir sem vitni og jafnframt að leit hafi verið framkvæmd í skipinu. Reikna má með því að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum þremur. Til þess hefur lögregla sólarhring frá því þeir voru handteknir. Tveir voru handteknir í hádeginu í gær og sá þriðji á níunda tímanum í gærkvöldi. Lögregla hefur því annars vegar til hádegis í dag að fara fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur og fram á kvöld að óska eftir varðhaldi yfir hinum þriðja. Grímur segist ekki geta staðfest að fari verði fram á gæsluvarðhald yfir þremenningunum. „Ég get ekki staðfest það en það liggur fyrir að ef við ætlum að halda þeim lengur þá verðum við að fara fram á gæsluvarðhald,“ sagði Grímur í samtali við Vísi klukkan hálf sjö í morgun. Hér að neðan má sjá þegar mennirnir voru leiddir frá borði í nótt.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Rannsókn um borð í Polar Nanoq lokið: Yfirheyrslur standa enn yfir Yfirheyrslur á grænlensku þremenningunum sem handteknir voru í gær standa enn yfir. 19. janúar 2017 06:45 Skipverjarnir leiddir í land og á leið í yfirheyrslu 19. janúar 2017 00:01 Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39 Leit haldið áfram á Strandarheiði í birtingu Stöðufundur verður klukkan níu þar sem ákvarðanir verða teknar um næstu skref. 19. janúar 2017 07:49 Krefjast gæsluvarðhalds yfir Grænlendingunum þremur Þrír menn voru leiddir út úr togaranum Polar Nanoq í járnum. Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim í dag. Mennirnir eru grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. 19. janúar 2017 06:00 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Sjá meira
Rannsókn um borð í Polar Nanoq lokið: Yfirheyrslur standa enn yfir Yfirheyrslur á grænlensku þremenningunum sem handteknir voru í gær standa enn yfir. 19. janúar 2017 06:45
Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39
Leit haldið áfram á Strandarheiði í birtingu Stöðufundur verður klukkan níu þar sem ákvarðanir verða teknar um næstu skref. 19. janúar 2017 07:49
Krefjast gæsluvarðhalds yfir Grænlendingunum þremur Þrír menn voru leiddir út úr togaranum Polar Nanoq í járnum. Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim í dag. Mennirnir eru grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. 19. janúar 2017 06:00