Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. janúar 2017 15:40 Frá aðgerðum lögreglu í Hafnarfjarðarhöfn um miðnætti þegar skipverjarnir voru leiddir í land. Vísir/Anton Brink Skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir voru í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í hádeginu sáust á eftirlitsmyndavélum aka rauðri Kia Rio bifreið að grænlenska togaranum Polar Nanoq í Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 6:20 á laugardagsmorgun. Annar þeirra fór um borð í skipið en hinn ók einn í burtu. Mennirnir eru grunaðir um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum umræddan laugardagsmorgun. Birna sást síðast á eftirlitsmyndavél á Laugaveginum klukkan 5:25 um morguninn og mastur við Flatahraun í Hafnarfirði greindi merki frá iPhone farsíma Birnu klukkan 5:50. Skömmu síðar var slökkt handvirkt á símanum.Ferðir bílsins þóttu grunsamlegar Heimildir fréttastofu herma að mennirnir tveir hafi komið saman á bílnum að Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 6.20 á laugardagsmorgun, tæpum þrjátíu mínútum eftir að slökkt var handvirkt á farsíma Birnu. Þeir sjást á myndavélum stíga út úr bílnum og ræða saman í nokkra stund fyrir utan bílinn, áður en annar þeirra fer um borð í skipið. Hinn ekur í burtu og sést næst á sömu eftirlitsmyndavél við höfnina um fjörutíu og fimm mínútum síðar. Birna sést ekki á myndavélakerfi hafnarinnar og hefur Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, sagt ekkert benda til þess að Birna hafi farið um borð í skipið. Bíllinn var á nokkru rápi til og frá höfninni fram yfir hádegi sem gerði það að verkum að ferðir hans þóttu nokkuð grunsamlegar. Bílnum var aftur ekið frá höfninni seinni part dags og kom ekki aftur fyrr en rétt áður en skipið lét úr höfn. Fyrir liggur að skipverji á Polar Nanoq var með bílinn á leigu frá föstudegi til laugardags. Bíllinn var í útleigu óviðkomandi aðila þegar lögregla tók hann til rannsóknar í hádeginu á þriðjudag.Skórnir fundust skammt frá Skópar fannst við Hafnarfjarðarhöfn seint á mánudagskvöld sem reyndist vera í eigu Birnu en það var meðal annars það sem kom lögreglumönnum á sporið um skipverjana. Skórnir fundust um þrjú hundruð metrum frá Polar Nanoq en myndavélar hafnarinnar beinast ekki að því svæði þar sem almennir borgarar fundu skóna. Innan við sólarhring síðar, eða í hádeginu á þriðjudag, lagði lögregla hald á rauða Kia Rio bifreið við Hlíðasmára í Kópavogi. Gögn sem fundust við rannsókn á bílnum benda til þess að misindisverk hafi verið framin í bílnum, en Grímur Grímsson, yfirlögreglumaður hjá rannsóknardeild lögreglunnar, hefur ekki viljað tjáð sig um neitt er varðar þessi mál. Þriðji skipverji, sem handtekinn var á níunda tímanum í gærkvöldi um borð í Polar Nanoq, er enn í haldi lögreglu. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir honum en lögregla má halda honum án úrskurðar í 24 klukkustundir frá handtöku. Grímur segir ljóst að ekki sé að ástæðulausu farið fram á þvingunarráðstöfun á borð við gæsluvarðhald. Þegar farið sé fram með slíka kröfu sé málið alvarlegt. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00 Báðir skipverjar úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. 19. janúar 2017 13:45 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira
Skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir voru í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í hádeginu sáust á eftirlitsmyndavélum aka rauðri Kia Rio bifreið að grænlenska togaranum Polar Nanoq í Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 6:20 á laugardagsmorgun. Annar þeirra fór um borð í skipið en hinn ók einn í burtu. Mennirnir eru grunaðir um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum umræddan laugardagsmorgun. Birna sást síðast á eftirlitsmyndavél á Laugaveginum klukkan 5:25 um morguninn og mastur við Flatahraun í Hafnarfirði greindi merki frá iPhone farsíma Birnu klukkan 5:50. Skömmu síðar var slökkt handvirkt á símanum.Ferðir bílsins þóttu grunsamlegar Heimildir fréttastofu herma að mennirnir tveir hafi komið saman á bílnum að Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 6.20 á laugardagsmorgun, tæpum þrjátíu mínútum eftir að slökkt var handvirkt á farsíma Birnu. Þeir sjást á myndavélum stíga út úr bílnum og ræða saman í nokkra stund fyrir utan bílinn, áður en annar þeirra fer um borð í skipið. Hinn ekur í burtu og sést næst á sömu eftirlitsmyndavél við höfnina um fjörutíu og fimm mínútum síðar. Birna sést ekki á myndavélakerfi hafnarinnar og hefur Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, sagt ekkert benda til þess að Birna hafi farið um borð í skipið. Bíllinn var á nokkru rápi til og frá höfninni fram yfir hádegi sem gerði það að verkum að ferðir hans þóttu nokkuð grunsamlegar. Bílnum var aftur ekið frá höfninni seinni part dags og kom ekki aftur fyrr en rétt áður en skipið lét úr höfn. Fyrir liggur að skipverji á Polar Nanoq var með bílinn á leigu frá föstudegi til laugardags. Bíllinn var í útleigu óviðkomandi aðila þegar lögregla tók hann til rannsóknar í hádeginu á þriðjudag.Skórnir fundust skammt frá Skópar fannst við Hafnarfjarðarhöfn seint á mánudagskvöld sem reyndist vera í eigu Birnu en það var meðal annars það sem kom lögreglumönnum á sporið um skipverjana. Skórnir fundust um þrjú hundruð metrum frá Polar Nanoq en myndavélar hafnarinnar beinast ekki að því svæði þar sem almennir borgarar fundu skóna. Innan við sólarhring síðar, eða í hádeginu á þriðjudag, lagði lögregla hald á rauða Kia Rio bifreið við Hlíðasmára í Kópavogi. Gögn sem fundust við rannsókn á bílnum benda til þess að misindisverk hafi verið framin í bílnum, en Grímur Grímsson, yfirlögreglumaður hjá rannsóknardeild lögreglunnar, hefur ekki viljað tjáð sig um neitt er varðar þessi mál. Þriðji skipverji, sem handtekinn var á níunda tímanum í gærkvöldi um borð í Polar Nanoq, er enn í haldi lögreglu. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir honum en lögregla má halda honum án úrskurðar í 24 klukkustundir frá handtöku. Grímur segir ljóst að ekki sé að ástæðulausu farið fram á þvingunarráðstöfun á borð við gæsluvarðhald. Þegar farið sé fram með slíka kröfu sé málið alvarlegt.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00 Báðir skipverjar úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. 19. janúar 2017 13:45 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira
Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00
Báðir skipverjar úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. 19. janúar 2017 13:45