Haldið í einangrun á Hverfisgötu: „Ekki til eftirbreytni“ Birgir Olgeirsson skrifar 20. janúar 2017 08:00 Frá komu lögreglu með skipverjana á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Vísir/Ernir Mennirnir tveir sem eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur aðfaranótt laugardags voru hafðir í einangrun á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í nótt. Hið sama gildir um annan skipverja sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald eftir miðnætti vegna gruns um umfangsmikið fíkniefnasmygl. Oftast nær eru gæsluvarðhaldsfangar vistaðir í fangelsinu á Litla Hrauni en Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að lögreglan vildi hafa gæsluvarðhaldsfangana tvo nálægt sér því þeir verða yfirheyrðir strax í morgunsárið, en yfirheyrslum yfir þeim lauk rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. „Þetta er tengt því að það er langt á Litla Hraun,“ sagði Grímur við Vísi í gærkvöldi, en um klukkutíma akstur er þangað frá Reykjavík.Aðstaðan vart boðleg Bent hefur verið á að það aðstaða fyrir gæsluvarðhaldsfanga sem sæta einangrun sé vart boðleg í lögreglustöðinni á Hverfisgötu og tók Grímur undir það. „Hún er það ekki. Þetta verður ekki nema bara núna í nótt. Þetta verður ekki til framtíðar, alls ekki. Hins vegar hefur þetta gerst þegar ekki hefur verið pláss, en ég ætla ekki að mæla því bót, þetta er ekki til eftirbreytni.“ Hann sagði ekki mikið hafa komið fram við yfirheyrslur í gær, en þó þokist málið áfram. Verða mennirnir fluttir á Litla Hraun að loknum yfirheyrslum í dag.Annar maðurinn leiddur fyrir dómara.Vísir/anton brinkÚrskurði áfrýjað til Hæstaréttar Mennirnir tveir eru skipverjar af grænlenska togaranum Polar Nanoq en greint var frá því í Fréttablaðinu í morgun að þeir hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. Lögreglan hafði farið fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir þeim en Héraðsdómur Reykjaness varð ekki við þeirri kröfu. Hefur ákæruvaldið því kært þann úrskurð til Hæstaréttar. Mennirnir voru handteknir um hádegisbil á miðvikudag af íslenskum sérsveitarmönnum um borð í Polar Nanoq. Þriðji maðurinn var handtekinn síðar sama dag í togaranum grunaður um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu. Lögreglan sleppti honum í gær og er hann frjáls ferða sinna.Rannsókn í Polar Nanoq leitt í ljós nokkuð af gögnum Vísir greindi frá því í gær að rannsóknargögn sem fundist hefðu í bílnum bentu til þess að misindisverk hefði farið þar fram. Rannsókn tæknideildar lögreglunnar í Polar Nanoq hefur jafnframt leitt í ljós nokkuð af gögnum sem lögregla telur að geti komið að gagni við að upplýsa málið. Í tvo daga hafa björgunarsveitir leitað á Strandarheiði, á vegarkaflanum sem liggur upp að Keili, með leitarhunda og nokkurn mannskap. Þá kom TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, að leitinni í gær. Leit verður haldið áfram á því svæði í dag. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þungt yfir áhöfn Polar Nanoq sem hefur verið boðin áfallahjálp Dvelja á hóteli í Reykjavík en útgerðarstjóri vonast til að skipið geti haldið á veiðar sem fyrst. 19. janúar 2017 20:16 Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Tveir menn sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur komu saman á rauðri Kia Rio bifreið að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex að morgni laugardags. Annar þeirra fór um borð í togarann en hinn ók í burtu. 19. janúar 2017 15:40 Þriðja skipverjanum sleppt 19. janúar 2017 18:13 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri fréttir Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Sjá meira
Mennirnir tveir sem eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur aðfaranótt laugardags voru hafðir í einangrun á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í nótt. Hið sama gildir um annan skipverja sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald eftir miðnætti vegna gruns um umfangsmikið fíkniefnasmygl. Oftast nær eru gæsluvarðhaldsfangar vistaðir í fangelsinu á Litla Hrauni en Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að lögreglan vildi hafa gæsluvarðhaldsfangana tvo nálægt sér því þeir verða yfirheyrðir strax í morgunsárið, en yfirheyrslum yfir þeim lauk rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. „Þetta er tengt því að það er langt á Litla Hraun,“ sagði Grímur við Vísi í gærkvöldi, en um klukkutíma akstur er þangað frá Reykjavík.Aðstaðan vart boðleg Bent hefur verið á að það aðstaða fyrir gæsluvarðhaldsfanga sem sæta einangrun sé vart boðleg í lögreglustöðinni á Hverfisgötu og tók Grímur undir það. „Hún er það ekki. Þetta verður ekki nema bara núna í nótt. Þetta verður ekki til framtíðar, alls ekki. Hins vegar hefur þetta gerst þegar ekki hefur verið pláss, en ég ætla ekki að mæla því bót, þetta er ekki til eftirbreytni.“ Hann sagði ekki mikið hafa komið fram við yfirheyrslur í gær, en þó þokist málið áfram. Verða mennirnir fluttir á Litla Hraun að loknum yfirheyrslum í dag.Annar maðurinn leiddur fyrir dómara.Vísir/anton brinkÚrskurði áfrýjað til Hæstaréttar Mennirnir tveir eru skipverjar af grænlenska togaranum Polar Nanoq en greint var frá því í Fréttablaðinu í morgun að þeir hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. Lögreglan hafði farið fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir þeim en Héraðsdómur Reykjaness varð ekki við þeirri kröfu. Hefur ákæruvaldið því kært þann úrskurð til Hæstaréttar. Mennirnir voru handteknir um hádegisbil á miðvikudag af íslenskum sérsveitarmönnum um borð í Polar Nanoq. Þriðji maðurinn var handtekinn síðar sama dag í togaranum grunaður um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu. Lögreglan sleppti honum í gær og er hann frjáls ferða sinna.Rannsókn í Polar Nanoq leitt í ljós nokkuð af gögnum Vísir greindi frá því í gær að rannsóknargögn sem fundist hefðu í bílnum bentu til þess að misindisverk hefði farið þar fram. Rannsókn tæknideildar lögreglunnar í Polar Nanoq hefur jafnframt leitt í ljós nokkuð af gögnum sem lögregla telur að geti komið að gagni við að upplýsa málið. Í tvo daga hafa björgunarsveitir leitað á Strandarheiði, á vegarkaflanum sem liggur upp að Keili, með leitarhunda og nokkurn mannskap. Þá kom TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, að leitinni í gær. Leit verður haldið áfram á því svæði í dag.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þungt yfir áhöfn Polar Nanoq sem hefur verið boðin áfallahjálp Dvelja á hóteli í Reykjavík en útgerðarstjóri vonast til að skipið geti haldið á veiðar sem fyrst. 19. janúar 2017 20:16 Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Tveir menn sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur komu saman á rauðri Kia Rio bifreið að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex að morgni laugardags. Annar þeirra fór um borð í togarann en hinn ók í burtu. 19. janúar 2017 15:40 Þriðja skipverjanum sleppt 19. janúar 2017 18:13 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri fréttir Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Sjá meira
Þungt yfir áhöfn Polar Nanoq sem hefur verið boðin áfallahjálp Dvelja á hóteli í Reykjavík en útgerðarstjóri vonast til að skipið geti haldið á veiðar sem fyrst. 19. janúar 2017 20:16
Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Tveir menn sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur komu saman á rauðri Kia Rio bifreið að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex að morgni laugardags. Annar þeirra fór um borð í togarann en hinn ók í burtu. 19. janúar 2017 15:40