Festa öfgar hér rætur? Gunnlaugur Stefánsson skrifar 4. janúar 2017 10:30 Öfgahreyfingar innblásnar af lýðskrumi ná eyrum fólks á Vesturlöndum. Stofnanakerfið er að glata valdinu yfir fólkinu og veit ekki sitt rjúkandi. Traustið er í uppnámi. Í umræðum hér á landi eru öfgarnar afgreiddar sem þjóðremba og útlendingahatur. En það er barnaleg afneitun, því fleira liggur að baki. Málshefjendur öfganna tala við einstaklinginn í fjöldanum um lífskjörin og raunaðstæður. Fólki finnst það einhvers metið. Stofnanakerfið með stjórnmálaflokkum sínum, sem komið er í órafjarlægð frá þörfum fólks og líðan, bregst við með gömlum klisjum og framleiðir fleiri skýrslur og tölur. En fólkið þráir virðingu, að tekið sé mark á því og brugðist við berskjaldaðri spillingu af festu. Öfgahreyfingarnar sýnast ljóma af hugsjón, en hefðbundnir stjórnmálaflokkar hafa breyst í bandalög frambjóðenda til að tryggja sér atvinnu á þingi og gæta þröngra sérhagsmuna. Skoskur álitsgjafi sagði um Brexit: „Ef við, sem tilheyrum elítunni, hefðum varið meiri tíma á kránum úti á landsbyggðinni á Englandi og Wales, þá hefðum við fengið að kynnast hvað meirihluti kjósenda, sem ekki tilheyrir elítunni, er að hugsa.“ Á Íslandi hefur stofnanakerfi valdsins safnast saman á höfuðborgarsvæðinu og bólgnað út. Það hefur verið inngróið lögmál um langa tíð. Hugmyndafræði kerfisins byggist á því að allan vanda skuli leysa með meiri fjármunum. Takmarkað rými er fyrir skilning og auðmýkt til að setja sig í annarra spor og enn síður að rækta samstarf til að einfalda og styrkja þjónustuna. Stofnanir einangra sig, verja sína stöðu og framleiða hvert regluverkið ofan á annað sem oft er ómögulegt að skilja. Starfsfólkið fær litlu ráðið af því að það er fjötrað í kerfisskóginum. Tekjubilið á milli lægstu og hæstu launa breikkar óðfluga í góðærinu. Almenningur er múlbundinn af lánum á okurvöxtum og borgar stóran hluta af heimilistekjum til lánadrottna. Það er kaldhæðnislegt og fólki er misboðið þegar spámenn á ofurlaunum vara við hækkun lægstu launa og hóta að kollvarpa stöðugleikanum. Þá svífast ósnertanlegir auðhringar einskis með taumlausri græðgi sinni og soga til sín ómældan gróða af fólki og auðlindum á vildarkjörum kerfisins. En einstaklingurinn og smærri atvinnurekstur er fjötrum bundinn af kerfinu og getur sig lítið hreyft nema spyrja leyfis og borga fyrir. Hér býr fámenn þjóð en vel menntuð og tæknivædd sem kæmist fyrir í hverfi í einni höfuðborg nágrannalandanna. Við höfum því einstakt tækifæri til að þróa kerfin til að vera manneskjuleg og treysta lífskjör með jöfnuði sem vitnar um virðingu við fólk. Landið er stórt með mögnuðum lindum auðs og fegurðar sem krefjast þess að vandað sé til nýtingar og hlúð að búsetu fólks og lífsgæðum. Í áföllum þegar allar bjargir virðast bannaðar, þá tökum við höndum saman og leyfum hjartanu að ráða för. Væri ekki ráð að virkja þennan kærleikans mátt inn í stjórnarfarið líka? Ef stjórnmálafólk bregst ekki hraustlega við með aðgerðum munu pólitískar öfgar festa rætur í þjóðlífinu og þolinmæðin snúast í bullandi reiði. Þá duga fjármunir ekki til að skapa frið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Öfgahreyfingar innblásnar af lýðskrumi ná eyrum fólks á Vesturlöndum. Stofnanakerfið er að glata valdinu yfir fólkinu og veit ekki sitt rjúkandi. Traustið er í uppnámi. Í umræðum hér á landi eru öfgarnar afgreiddar sem þjóðremba og útlendingahatur. En það er barnaleg afneitun, því fleira liggur að baki. Málshefjendur öfganna tala við einstaklinginn í fjöldanum um lífskjörin og raunaðstæður. Fólki finnst það einhvers metið. Stofnanakerfið með stjórnmálaflokkum sínum, sem komið er í órafjarlægð frá þörfum fólks og líðan, bregst við með gömlum klisjum og framleiðir fleiri skýrslur og tölur. En fólkið þráir virðingu, að tekið sé mark á því og brugðist við berskjaldaðri spillingu af festu. Öfgahreyfingarnar sýnast ljóma af hugsjón, en hefðbundnir stjórnmálaflokkar hafa breyst í bandalög frambjóðenda til að tryggja sér atvinnu á þingi og gæta þröngra sérhagsmuna. Skoskur álitsgjafi sagði um Brexit: „Ef við, sem tilheyrum elítunni, hefðum varið meiri tíma á kránum úti á landsbyggðinni á Englandi og Wales, þá hefðum við fengið að kynnast hvað meirihluti kjósenda, sem ekki tilheyrir elítunni, er að hugsa.“ Á Íslandi hefur stofnanakerfi valdsins safnast saman á höfuðborgarsvæðinu og bólgnað út. Það hefur verið inngróið lögmál um langa tíð. Hugmyndafræði kerfisins byggist á því að allan vanda skuli leysa með meiri fjármunum. Takmarkað rými er fyrir skilning og auðmýkt til að setja sig í annarra spor og enn síður að rækta samstarf til að einfalda og styrkja þjónustuna. Stofnanir einangra sig, verja sína stöðu og framleiða hvert regluverkið ofan á annað sem oft er ómögulegt að skilja. Starfsfólkið fær litlu ráðið af því að það er fjötrað í kerfisskóginum. Tekjubilið á milli lægstu og hæstu launa breikkar óðfluga í góðærinu. Almenningur er múlbundinn af lánum á okurvöxtum og borgar stóran hluta af heimilistekjum til lánadrottna. Það er kaldhæðnislegt og fólki er misboðið þegar spámenn á ofurlaunum vara við hækkun lægstu launa og hóta að kollvarpa stöðugleikanum. Þá svífast ósnertanlegir auðhringar einskis með taumlausri græðgi sinni og soga til sín ómældan gróða af fólki og auðlindum á vildarkjörum kerfisins. En einstaklingurinn og smærri atvinnurekstur er fjötrum bundinn af kerfinu og getur sig lítið hreyft nema spyrja leyfis og borga fyrir. Hér býr fámenn þjóð en vel menntuð og tæknivædd sem kæmist fyrir í hverfi í einni höfuðborg nágrannalandanna. Við höfum því einstakt tækifæri til að þróa kerfin til að vera manneskjuleg og treysta lífskjör með jöfnuði sem vitnar um virðingu við fólk. Landið er stórt með mögnuðum lindum auðs og fegurðar sem krefjast þess að vandað sé til nýtingar og hlúð að búsetu fólks og lífsgæðum. Í áföllum þegar allar bjargir virðast bannaðar, þá tökum við höndum saman og leyfum hjartanu að ráða för. Væri ekki ráð að virkja þennan kærleikans mátt inn í stjórnarfarið líka? Ef stjórnmálafólk bregst ekki hraustlega við með aðgerðum munu pólitískar öfgar festa rætur í þjóðlífinu og þolinmæðin snúast í bullandi reiði. Þá duga fjármunir ekki til að skapa frið.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun