Hættu snarlega við lendingu vegna annarrar flugvélar á brautinni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. janúar 2017 13:17 Vélin var nánast lent þegar flugstjóra var tilkynnt um aðra vél á flugbrautinni. Vísir/Vilhelm Flugvél Icelandair á leið frá Kaupmannahöfn þurfti skyndilega að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær eftir að í ljós kom að önnur vél var á brautinni. Vélin var svo gott sem lent á flugvellinum þegar hún þurfti að hækka flugið aftur. Hin flugvélin var í hinum enda flugbrautarinnar en lengri tíma tók að koma henni út af brautinni en áætlað var, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Isavia. Hann segir enga hættu hafa skapast. „Það er bara hluti af starfi flugumferðarstjóra að teygja á tímanum sem næsta vél kemur inn og var flugstjórinn því beðinn um að taka aukahring. Það er mjög stuttur tími á milli véla þegar mest er að gera, en öllum ítrustu reglum var fylgt, eins og alltaf,“ segir Guðni í samtali við Vísi. Aðspurður segir Guðni um það bil þrjá kílómetra hafa verið á milli flugvélanna tveggja. „Vélin var þarna við hinn endann og því var þetta ekki nálægt því að vera hættulegt atvik. Það eru reglur um að það megi ekki hafa tvær vélar á flugbrautinni á sama tíma og þeim reglum var fylgt.“ Þá segir hann það ekki algengt að atvik sem þessi komi upp, en að þegar svo beri undir sé ákveðnum verkferlum fylgt í hvarvetna.Greint var frá því í júní síðastliðnum að vél Icelandair frá Frankfurt hafi þurft að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli. Önnur vél var þá á brautinni en svartaþoka var á vellinum og vélin sem reyndist vera fyrir á flugbrautinni hafði misst af beygju inn á akstursbraut. Þurfti því að hætta snarlega við lendinguna. Fréttir af flugi Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Flugvél Icelandair á leið frá Kaupmannahöfn þurfti skyndilega að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær eftir að í ljós kom að önnur vél var á brautinni. Vélin var svo gott sem lent á flugvellinum þegar hún þurfti að hækka flugið aftur. Hin flugvélin var í hinum enda flugbrautarinnar en lengri tíma tók að koma henni út af brautinni en áætlað var, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Isavia. Hann segir enga hættu hafa skapast. „Það er bara hluti af starfi flugumferðarstjóra að teygja á tímanum sem næsta vél kemur inn og var flugstjórinn því beðinn um að taka aukahring. Það er mjög stuttur tími á milli véla þegar mest er að gera, en öllum ítrustu reglum var fylgt, eins og alltaf,“ segir Guðni í samtali við Vísi. Aðspurður segir Guðni um það bil þrjá kílómetra hafa verið á milli flugvélanna tveggja. „Vélin var þarna við hinn endann og því var þetta ekki nálægt því að vera hættulegt atvik. Það eru reglur um að það megi ekki hafa tvær vélar á flugbrautinni á sama tíma og þeim reglum var fylgt.“ Þá segir hann það ekki algengt að atvik sem þessi komi upp, en að þegar svo beri undir sé ákveðnum verkferlum fylgt í hvarvetna.Greint var frá því í júní síðastliðnum að vél Icelandair frá Frankfurt hafi þurft að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli. Önnur vél var þá á brautinni en svartaþoka var á vellinum og vélin sem reyndist vera fyrir á flugbrautinni hafði misst af beygju inn á akstursbraut. Þurfti því að hætta snarlega við lendinguna.
Fréttir af flugi Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira