Assange var í viðtali við Fox News þar sem hann ræddi tölvuárásir Rússa í Bandaríkjunum og meint afskipti þeirra af forsetakosningunum þar í landi með aðkomu Wikileaks.
Þar neitaði hann því að hafa fengið rúmlega 50 þúsund tölvupósta frá Demókrataflokknum og fólki sem tengjast framboði Hillary Clinton, sem birtir voru á Wikileaks, frá stjórnvöldum nokkurs ríkis. Hann sagði ásakanir ríkisstjórnar Barack Obama gagnvart Rússum vera til þess gerðar að draga úr trúverðugleika Donald Trump sem forseta.
Assange var þó aldrei spurður hvort hann héldi að Rússar hefðu komið að tölvuárásunum.
To be clear, our statements about our US election publications are only:
— WikiLeaks (@wikileaks) January 3, 2017
1) Our publications are accurate.
2) Our source is not a state.
Þar að auki ræddi Assange um skýrslu sem nokkrar leyniþjónustur og öryggisstofnanir Bandaríkjanna birtu nýverið um málið. Hann sagði þá skýrslu vera slæma og benti á að hvergi hefði verið minnst á Wikileaks.
Leyniþjónustur Bandaríkjanna og óháðir sérfræðingar eru þó sannfærðir um að tveir hópar rússneskra hakkara á vegum stjórnvalda Rússlands hafi gert árásirnar. (Nánar má lesa um það hér)
Julian Assange said "a 14 year old could have hacked Podesta" - why was DNC so careless? Also said Russians did not give him the info!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2017
"@FoxNews: Julian Assange on U.S. media coverage: “It's very dishonest.” #Hannity pic.twitter.com/ADcPRQifH9" More dishonest than anyone knows
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2017
Somebody hacked the DNC but why did they not have "hacking defense" like the RNC has and why have they not responded to the terrible......
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2017
things they did and said (like giving the questions to the debate to H). A total double standard! Media, as usual, gave them a pass.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2017