Sá eini rétti að mati mömmu Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. janúar 2017 07:00 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði níu mörk eftir áramót og fram að vori og meira og minna hélt heilu liði nánast einn síns liðs uppi í ensku úrvalsdeildinni, erfiðustu deild heims. Hann var síðan frábær á EM þar sem strákarnir okkar heilluðu heimsbyggðina og hélt svo áfram að fara á kostum á Englandi út árið. Samt tókst fullt af fólki að verða alveg tryllt yfir því að hann var kjörinn Íþróttamaður ársins. Eins og við mátti búast voru stuðningsmenn, aðdáendur og velunnarar hinna sem voru „hlunnfarnir“ um þessi stærstu einstaklingsverðlaun íslensks íþróttalífs ósáttir. En þeir gleyma því að með orðum sínum setja þeir Gylfa og afrek hans niður, sem er í raun skammarlegt. Besservisserar af gamla skólanum voru svo hissa að þeir gátu vart orða bundist og létu alla vita af því. Efstu þrjú í kjörinu voru Gylfi, Hrafnhildur og Ólafía Þórunn. Þau sem vonuðust eftir sigri stúlknanna mögnuðu voru ósátt og er það skiljanlegt þótt óþarfi sé að gera lítið úr sigurvegaranum alveg eins og fótboltamenn gerðu í fyrra þegar Eygló vann en ekki Gylfi. En svo er fólk eins og móðir mín góð sem hélt með engu af þessum þremur. Hún bara trúir ekki að Aron Einar Gunnarsson hafi ekki fengið útnefninguna að þessu sinni. Gefum mömmu orðið við eldhúsborðið: „Aron er búinn að vera fyrirliði íslenska liðsins og fyrirliði alls Íslands. Hann stóð frammi fyrir liðinu á EM. Hann er búinn að vera þvílík landkynning og stolt þjóðarinnar. Mikið svakalega getur þessi þjóð verið vanþakklát.“ Mamma gleymdi í smá stund að það er sonur hennar og 23 aðrir íþróttafréttamenn sem kusu, en ekki þjóðin. Það stóð ekki á svari: „Hvað er að ykkur?!“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði níu mörk eftir áramót og fram að vori og meira og minna hélt heilu liði nánast einn síns liðs uppi í ensku úrvalsdeildinni, erfiðustu deild heims. Hann var síðan frábær á EM þar sem strákarnir okkar heilluðu heimsbyggðina og hélt svo áfram að fara á kostum á Englandi út árið. Samt tókst fullt af fólki að verða alveg tryllt yfir því að hann var kjörinn Íþróttamaður ársins. Eins og við mátti búast voru stuðningsmenn, aðdáendur og velunnarar hinna sem voru „hlunnfarnir“ um þessi stærstu einstaklingsverðlaun íslensks íþróttalífs ósáttir. En þeir gleyma því að með orðum sínum setja þeir Gylfa og afrek hans niður, sem er í raun skammarlegt. Besservisserar af gamla skólanum voru svo hissa að þeir gátu vart orða bundist og létu alla vita af því. Efstu þrjú í kjörinu voru Gylfi, Hrafnhildur og Ólafía Þórunn. Þau sem vonuðust eftir sigri stúlknanna mögnuðu voru ósátt og er það skiljanlegt þótt óþarfi sé að gera lítið úr sigurvegaranum alveg eins og fótboltamenn gerðu í fyrra þegar Eygló vann en ekki Gylfi. En svo er fólk eins og móðir mín góð sem hélt með engu af þessum þremur. Hún bara trúir ekki að Aron Einar Gunnarsson hafi ekki fengið útnefninguna að þessu sinni. Gefum mömmu orðið við eldhúsborðið: „Aron er búinn að vera fyrirliði íslenska liðsins og fyrirliði alls Íslands. Hann stóð frammi fyrir liðinu á EM. Hann er búinn að vera þvílík landkynning og stolt þjóðarinnar. Mikið svakalega getur þessi þjóð verið vanþakklát.“ Mamma gleymdi í smá stund að það er sonur hennar og 23 aðrir íþróttafréttamenn sem kusu, en ekki þjóðin. Það stóð ekki á svari: „Hvað er að ykkur?!“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar