Fjórir í haldi eftir að hafa sýnt beint frá árás á Facebook Atli Ísleifsson skrifar 5. janúar 2017 12:42 Eddie Johnson, lögreglustjóri í Chicago. Vísir/AFP Lögregla í Chicago er með fjóra menn í haldi eftir að þeir sýndu frá fólskulegri árás á manni í beinni útsendingu á Facebook. Mennirnir bæði bundu manninn fastan og kefldu. Í frétt BBC er haft eftir lögreglu að maðurinn sem ráðist var á sé með sérþarfir og glími við andleg veikindi. Á myndbandinu má heyra árásarmennina fara niðrandi orðum um bæði hvítt fólk og Donald Trump, auk þess að þeir notast við hníf til að skera hluta af höfuðleðri mannsins. Lögreglustjórinn Eddie Johnson hefur lýst myndbandinu sem „viðbjóðslegu“ og að árásin kunni mögulega að flokkast sem hatursglæpur. Lögreglu barst tilkynning um árásina í gær en hún átti sér stað í vesturhluta borgarinnar (West Side). Myndbandið er hálftími að lengd og má þar sjá árásarmennina skera fötin af fórnarlambinu, sem er átján ára að aldri, láta ösku úr sígarettu rigna yfir hann, þrýsta höfði hans upp að vegg með fæti og skera í höfuð hans. Nokkur fjöldi fólks er í herberginu þar sem árásin á sér stað. Í öðrum myndböndum má einnig sjá manninn neyddan til að drekka úr klósettskál og segjast elska svart fólk á meðan hnífi er beint að honum. Að sögn lögreglu er fórnarlambið í sama skóla og einn árásarmannanna. Maðurinn fannst ráfandi um götur Chicago eftir árásina, en talið er að honum hafi verið rænt allt að tveimur sólarhringum áður en árásin var gerð.Frétt CBS um málið, þar sem sjá má hluta myndbandsins og viðbrögð lögreglu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Lögregla í Chicago er með fjóra menn í haldi eftir að þeir sýndu frá fólskulegri árás á manni í beinni útsendingu á Facebook. Mennirnir bæði bundu manninn fastan og kefldu. Í frétt BBC er haft eftir lögreglu að maðurinn sem ráðist var á sé með sérþarfir og glími við andleg veikindi. Á myndbandinu má heyra árásarmennina fara niðrandi orðum um bæði hvítt fólk og Donald Trump, auk þess að þeir notast við hníf til að skera hluta af höfuðleðri mannsins. Lögreglustjórinn Eddie Johnson hefur lýst myndbandinu sem „viðbjóðslegu“ og að árásin kunni mögulega að flokkast sem hatursglæpur. Lögreglu barst tilkynning um árásina í gær en hún átti sér stað í vesturhluta borgarinnar (West Side). Myndbandið er hálftími að lengd og má þar sjá árásarmennina skera fötin af fórnarlambinu, sem er átján ára að aldri, láta ösku úr sígarettu rigna yfir hann, þrýsta höfði hans upp að vegg með fæti og skera í höfuð hans. Nokkur fjöldi fólks er í herberginu þar sem árásin á sér stað. Í öðrum myndböndum má einnig sjá manninn neyddan til að drekka úr klósettskál og segjast elska svart fólk á meðan hnífi er beint að honum. Að sögn lögreglu er fórnarlambið í sama skóla og einn árásarmannanna. Maðurinn fannst ráfandi um götur Chicago eftir árásina, en talið er að honum hafi verið rænt allt að tveimur sólarhringum áður en árásin var gerð.Frétt CBS um málið, þar sem sjá má hluta myndbandsins og viðbrögð lögreglu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira