Miklir peningar eru í fótboltanum í Kína og þarlend lið eyða gríðarlega háum fjárhæðum í leikmannakaup.
Shanghai SIPG keypti Brasilíumanninn Oscar frá Chelsea fyrir 60 milljónir punda á dögunum og í gær bárust fréttir af því að félagið hafi boðið Borussia Dortmund tæpar 130 milljónir punda fyrir framherjann Pierre-Emerick Aubameyang.
„Þetta er sjúkt, þetta er ekkert annað en sjúkt,“ sagði Höness í viðtali í tilefni af 65 ára afmæli hans.
„Vonandi verður þetta bara tímabil eins og var í Bandaríkjunum á sínum tíma,“ bætti Höness við og vísaði þar til NASL-deildarinnar svokölluðu, þangað sem stórstjörnur á borð við Franz Beckenbauer, George Best, Pele og Gerd Müller fóru á áttunda áratugnum.
„Á þeim tíma vildu félög á borð við New York Cosmos nota peninga til að byggja upp á fimm árum það sem tók önnur félög 50 ár að gera,“ sagði Höness sem var endurkjörinn forseti Bayern í nóvember á síðasta ári.
