Raufarhólshellir lokaður og læstur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. janúar 2017 08:00 Mikið timburþil hefur verið sniðið vandlega að munna Raufarhólshellis. Fréttablaðið/Eyþór Mikið þil var nýlega sett upp fyrir munna Raufarhólshellis í Þrengslum. Almenningur fær ekki framar að koma inn í hellinn nema að greiða aðgangseyri. Óljóst hvenær fjárfestar, sem tekið hafa landið á leigu, opna hellisdyrnar. „Gert verður ráð fyrir lýsingu inni í hellinum til að lýsa upp áhugaverðar jarðmyndanir. Hellirinn er stórgrýttur á köflum og dimmt þar inni. Til að tryggja öryggi gesta verða stígar hlaðnir og/eða smíðaðir pallar eftir aðstæðum,“ segir í skipulagslýsingu á vef sveitarfélagsins Ölfuss sem kveður uppbygginguna í samræmi við stefnu sína um afþreyingu- og ferðamannastaði.Óljóst er hvenær fjárfestar sem leigja Raufarhólshelli opna hann aftur og byrja að rukka aðgangseyri. Fréttablaðið/EyþórEinnig á að byggja allt að 200 fermetra hús, stækka bílaplan til að auðvelda rútum aðkomu, leggja rafmagn að svæðinu og bora eftir neysluvatni. Raufarhólshellir er fjórði stærsti hellir Íslands og er á náttúruminjaskrá. „Hellirinn hefur lengi verið áfangastaður ferðafólks og gestafjöldi á svæðinu er orðinn mikill,“ segir í skipulagslýsingunni. „Landeigendur telja mikilvægt að koma upp aðstöðu og eftirliti til að tryggja að hellirinn og nærumhverfi hans verði ekki fyrir frekari skemmdum.“ Eiríkur Ingvarsson, fulltrúi landeigenda, sagði í Fréttablaðinu í júlí í fyrrasumar að ásóknin væri gríðarleg og að nánast væri búið að hreinsa hellinn af dropasteinum. Hallgrímur Kristinsson, talsmaður fjárfestanna, sagði í sömu frétt að ferð í hellinn yrði ódýr afþreying fyrir ferðamenn samanborið við margt annað sem í boði væri. Dyr eru neðst á þilinu en þær eru læstar með hengilás. Fréttablaðið/Eyþór Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Mikið þil var nýlega sett upp fyrir munna Raufarhólshellis í Þrengslum. Almenningur fær ekki framar að koma inn í hellinn nema að greiða aðgangseyri. Óljóst hvenær fjárfestar, sem tekið hafa landið á leigu, opna hellisdyrnar. „Gert verður ráð fyrir lýsingu inni í hellinum til að lýsa upp áhugaverðar jarðmyndanir. Hellirinn er stórgrýttur á köflum og dimmt þar inni. Til að tryggja öryggi gesta verða stígar hlaðnir og/eða smíðaðir pallar eftir aðstæðum,“ segir í skipulagslýsingu á vef sveitarfélagsins Ölfuss sem kveður uppbygginguna í samræmi við stefnu sína um afþreyingu- og ferðamannastaði.Óljóst er hvenær fjárfestar sem leigja Raufarhólshelli opna hann aftur og byrja að rukka aðgangseyri. Fréttablaðið/EyþórEinnig á að byggja allt að 200 fermetra hús, stækka bílaplan til að auðvelda rútum aðkomu, leggja rafmagn að svæðinu og bora eftir neysluvatni. Raufarhólshellir er fjórði stærsti hellir Íslands og er á náttúruminjaskrá. „Hellirinn hefur lengi verið áfangastaður ferðafólks og gestafjöldi á svæðinu er orðinn mikill,“ segir í skipulagslýsingunni. „Landeigendur telja mikilvægt að koma upp aðstöðu og eftirliti til að tryggja að hellirinn og nærumhverfi hans verði ekki fyrir frekari skemmdum.“ Eiríkur Ingvarsson, fulltrúi landeigenda, sagði í Fréttablaðinu í júlí í fyrrasumar að ásóknin væri gríðarleg og að nánast væri búið að hreinsa hellinn af dropasteinum. Hallgrímur Kristinsson, talsmaður fjárfestanna, sagði í sömu frétt að ferð í hellinn yrði ódýr afþreying fyrir ferðamenn samanborið við margt annað sem í boði væri. Dyr eru neðst á þilinu en þær eru læstar með hengilás. Fréttablaðið/Eyþór
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent