Aukning ferðamanna hugsanleg skýring á fjölgun útkalla Landhelgisgæslunnar nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 30. desember 2016 13:46 Þyrla Landhelgisgæslunnar í sjúkraflugi árið 2015. Vísir/Pjetur Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að í ár stefni í að heildarútköll flugdeildar verði 62 prósentum fleiri en þau voru fyrir fimm árum, árið 2011. Útköll hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar voru 251 talsins í ár, í fyrra voru þau 218 en árið 2011 voru þau aðeins 155.Fjölgun ferðamanna möguleg ástæðaÍ tilkynningunni segir að leitar- og björgunarútköllum flugdeildarinnar hafi fjölgað nokkuð, bæði á sjó og landi. Í ár voru slík útköll 44 talsins en aðeins 26 árið 2011. „Fjölgun sjóútkalla er meðal annars rakin til þess að þegar bátar og skip detta út úr ferilvöktun stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar er þyrla eða flugvél yfirleitt kölluð út til leitar,“ segir í tilkynningunni. Þá hafi leitar- og björgunarútköllum fjölgað áberandi mikið í óbyggðum. „Líkleg skýring á því er fjölgun ferðamanna á hálendinu og öðrum óbyggðum svæðum.“ Sjúkraflutningum Landhelgisgæslunnar hefur einnig fjölgað milli ára og er aukning ferðamanna einnig talin eiga þátt í þeirri fjölgun. „Hugsanlega endurspeglast því í þessari aukningu vaxandi bílaumferð vegna fleiri ferðamanna. Að sama skapi má gera ráð fyrir að fleiri sjúkraútköll í óbyggðum tengist aukinni umferð ferðamanna á hálendinu eða öðrum afskekktum og óbyggðum svæðum þar sem hefðbundnir sjúkraflutningar með bílum eru illframkvæmanlegir,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar.Útköllum vegna Íslendinga fjölgar líkaAthygli vekur að hlutfall erlendra sjúklinga sem fluttir eru, í samanburði við hlutfall Íslendinga, hefur lítið breyst milli ára. „Þótt sjúklingum hafi almennt fjölgað benda þessar bráðabirgðatölur ekki til að erlendum sjúklingum hafi fjölgað meira en Íslendingum. Hlutfallið á milli þeirra er nánast það sama allt tímabilið: Um það bil þriðjungur þeirra eru erlendir en tveir þriðju Íslendingar. Þetta kemur nokkuð á óvart í ljósi mikillar fjölgunar erlendra ferðamanna undanfarin ár.“ Vakin er athygli á því að ekki er um endanlegar tölur að ræða enda næstum tveir dagar eftir af árinu. Því gætu þær breyst lítillega á næstu dögum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Aldrei fleiri þyrluútköll hjá Landhelgisgæslunni Það sem af er árinu 2015 hefur Landhelgisgæslan sent þyrlur í 214 útköll sem er mesti fjöldi þyrluútkalla á einu ári frá upphafi og nær tvöfalt meira en var að jafnaði fyrir tíu árum. Helmingur fluganna er vegna ferðamanna. 30. desember 2015 07:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að í ár stefni í að heildarútköll flugdeildar verði 62 prósentum fleiri en þau voru fyrir fimm árum, árið 2011. Útköll hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar voru 251 talsins í ár, í fyrra voru þau 218 en árið 2011 voru þau aðeins 155.Fjölgun ferðamanna möguleg ástæðaÍ tilkynningunni segir að leitar- og björgunarútköllum flugdeildarinnar hafi fjölgað nokkuð, bæði á sjó og landi. Í ár voru slík útköll 44 talsins en aðeins 26 árið 2011. „Fjölgun sjóútkalla er meðal annars rakin til þess að þegar bátar og skip detta út úr ferilvöktun stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar er þyrla eða flugvél yfirleitt kölluð út til leitar,“ segir í tilkynningunni. Þá hafi leitar- og björgunarútköllum fjölgað áberandi mikið í óbyggðum. „Líkleg skýring á því er fjölgun ferðamanna á hálendinu og öðrum óbyggðum svæðum.“ Sjúkraflutningum Landhelgisgæslunnar hefur einnig fjölgað milli ára og er aukning ferðamanna einnig talin eiga þátt í þeirri fjölgun. „Hugsanlega endurspeglast því í þessari aukningu vaxandi bílaumferð vegna fleiri ferðamanna. Að sama skapi má gera ráð fyrir að fleiri sjúkraútköll í óbyggðum tengist aukinni umferð ferðamanna á hálendinu eða öðrum afskekktum og óbyggðum svæðum þar sem hefðbundnir sjúkraflutningar með bílum eru illframkvæmanlegir,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar.Útköllum vegna Íslendinga fjölgar líkaAthygli vekur að hlutfall erlendra sjúklinga sem fluttir eru, í samanburði við hlutfall Íslendinga, hefur lítið breyst milli ára. „Þótt sjúklingum hafi almennt fjölgað benda þessar bráðabirgðatölur ekki til að erlendum sjúklingum hafi fjölgað meira en Íslendingum. Hlutfallið á milli þeirra er nánast það sama allt tímabilið: Um það bil þriðjungur þeirra eru erlendir en tveir þriðju Íslendingar. Þetta kemur nokkuð á óvart í ljósi mikillar fjölgunar erlendra ferðamanna undanfarin ár.“ Vakin er athygli á því að ekki er um endanlegar tölur að ræða enda næstum tveir dagar eftir af árinu. Því gætu þær breyst lítillega á næstu dögum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Aldrei fleiri þyrluútköll hjá Landhelgisgæslunni Það sem af er árinu 2015 hefur Landhelgisgæslan sent þyrlur í 214 útköll sem er mesti fjöldi þyrluútkalla á einu ári frá upphafi og nær tvöfalt meira en var að jafnaði fyrir tíu árum. Helmingur fluganna er vegna ferðamanna. 30. desember 2015 07:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Aldrei fleiri þyrluútköll hjá Landhelgisgæslunni Það sem af er árinu 2015 hefur Landhelgisgæslan sent þyrlur í 214 útköll sem er mesti fjöldi þyrluútkalla á einu ári frá upphafi og nær tvöfalt meira en var að jafnaði fyrir tíu árum. Helmingur fluganna er vegna ferðamanna. 30. desember 2015 07:00