Bikarmóti Tennishallarinnar og TSÍ lauk í dag.
Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Tennishöllinni í dag og tók meðfylgjandi myndir.
Í úrslitum í karlaflokki mættust þeir Rafn Kumar Bonifacius, Hafna- og mjúkboltafélaginu, og Vladimir Ristic, TFK. Þeirri viðureign lauk 6-4 6-3 fyrir Rafn Kumar.
Í kvennaflokki kepptu þær Hera Björk Brynjarsdóttir frá Fjölni og Anna Soffía Grönholm frá TFK um 1. sætið. Hera vann þá viðureign 6-4 6-1.
Um 3. sætið kepptu þær Sofia Sóley Jónasdóttir og Rán Christer, báðar frá TFK. Sofia Sóley sigraði Rán 6-3 6-2
Keppendur komu víða að og má geta þess að um 3. sætið í karlaflokki kepptu þeir Anton Magnússon hjá TFK og Egill Sigurðsson hjá Víkingi. Þeir æfa og keppa venjulega báðir á Spáni og komu sérstaklega til Íslands til að taka þátt í mótinu. Anton sigraði Egil, en þeirra viðureign lauk í þriggja setta leik, 2-6 6-0 6-2, Antoni í vil
Jóla- og bikarmót Tennishallarinnar og TSÍ var haldið í 22. sinn í desember. Mótið hófst þann 17. desember í barna- og unglingaflokkum og voru keppendur á aldrinum 7-18 ára. Á milli jóla og nýárs var svo keppt í fullorðins- og meistaraflokkum.
Rafn Kumar og Hera Björk hlutskörpust | Myndir
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn

Lærðu að fagna eins og verðandi feður
Íslenski boltinn


Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti

KA búið að landa fyrirliða Lyngby
Íslenski boltinn


Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi
Íslenski boltinn

Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik
Enski boltinn