Sálmurinn góðkunni Heims um ból sunginn sjöraddað Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. desember 2016 10:15 Hymnodia fer ávallt sínar leiðir í túlkun. Hver man ekki eftir því þegar kórinn söng stjórnarskrána? Mynd/Daníel Starrason Eyþór Ingi Jónsson er organisti í Akureyrarkirkju og líka kórstjóri Hymnodiu sem heldur árvissa jólatónleika í kirkjunni í kvöld klukkan 21. Þar flytur kórinn hugljúfa og hátíðlega tónlist, engar þagnir verða teknar né talað orð sagt. Eyþór Ingi segir það hefðbundinn stíl hjá kórnum að syngja án afláts. „Við höfum alltaf gert það. Þá komum við fleiri lögum að!“ segir hann glaðlega. Fleira er hefðbundið við tónleika kvöldsins hjá Hymnodiu, til dæmis dagsetningin, að sögn Eyþórs Inga. „Við erum alltaf með tónleikana 22. desember. Það er svo margt í boði fyrir jólin, glaðlegir tónleikar og jólasveinafjör, en við viljum að fólk upplifi ró og rökkur og því verða ljósin dempuð í kirkjunni og tónlistin hátíðleg.“ Tvö ný lög verða frumflutt að sögn Eyþórs Inga. Þau eru eftir Michael Jón Clarke og Sigurð Flosason. Auk þess verða góðkunnir jólasálmar sungnir, ensk endurreisnarlög, gömul þýsk og norræn jólalög og tvö lög sem alltaf eru sungin á jólatónleikunum, Það aldin út er sprungið og Heims um ból, það síðarnefnda í sjö radda hátíðarútsetningu. Eyþór Ingi er spurður frekar út hana. „Ég hef ekki heyrt þessa sjö radda útsetningu á Heims um ból hér á landi nema í flutningi Hymnodiu en hún hefur hljómað á öllum okkar jólatónleikum og er á diskinum okkar. Ég heyrði hana Svíþjóð en hún er eftir Þjóðverja,“ útskýrir hann.Parísardaman Steinunn Arnbjörg ætlar að halda jólin á heimaslóðum fyrir norðan. Mynd/Daniele BasiniSteinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sellóleikari verður sérlegur gestur tónleikanna. Það hefur hún ekki verið áður. „Við höfum ávallt verið með gesti en alltaf nýja og nýja. Höfum boðið til okkar dúóum, einsöngvurum, einleikurum og kórum og nú er það hún Steinunn. Hún er frá Akureyri en er búsett í París og hefur vakið mikla eftirtekt og aðdáun fyrir fagran sellóleik. Hún er komin heim til að halda jól og við vorum með æfingu á mánudaginn. Ég er líka að fara að hitta hana í dag, því við ætlum að spila svolítið saman tvö. Eitthvað ævagamalt. Það er hennar stíll og hentar mínu áhugasviði líka,“ segir Eyþór sem hlakkar til kvöldsins. „Mér þykir rosalega vænt um fyrirkomulagið á tónleikunum, hátíðleikann, kyrrðina og svo það að ná alltaf að frumflytja eitthvað nýtt og líka að vera með lög sem allir þekkja en kannski í nýjum útsetningum. Þessir jólatónleikar hafa alltaf verið vel sóttir hjá okkur og ég vona að svo verði einnig nú.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. desember 2016. Jólafréttir Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Eyþór Ingi Jónsson er organisti í Akureyrarkirkju og líka kórstjóri Hymnodiu sem heldur árvissa jólatónleika í kirkjunni í kvöld klukkan 21. Þar flytur kórinn hugljúfa og hátíðlega tónlist, engar þagnir verða teknar né talað orð sagt. Eyþór Ingi segir það hefðbundinn stíl hjá kórnum að syngja án afláts. „Við höfum alltaf gert það. Þá komum við fleiri lögum að!“ segir hann glaðlega. Fleira er hefðbundið við tónleika kvöldsins hjá Hymnodiu, til dæmis dagsetningin, að sögn Eyþórs Inga. „Við erum alltaf með tónleikana 22. desember. Það er svo margt í boði fyrir jólin, glaðlegir tónleikar og jólasveinafjör, en við viljum að fólk upplifi ró og rökkur og því verða ljósin dempuð í kirkjunni og tónlistin hátíðleg.“ Tvö ný lög verða frumflutt að sögn Eyþórs Inga. Þau eru eftir Michael Jón Clarke og Sigurð Flosason. Auk þess verða góðkunnir jólasálmar sungnir, ensk endurreisnarlög, gömul þýsk og norræn jólalög og tvö lög sem alltaf eru sungin á jólatónleikunum, Það aldin út er sprungið og Heims um ból, það síðarnefnda í sjö radda hátíðarútsetningu. Eyþór Ingi er spurður frekar út hana. „Ég hef ekki heyrt þessa sjö radda útsetningu á Heims um ból hér á landi nema í flutningi Hymnodiu en hún hefur hljómað á öllum okkar jólatónleikum og er á diskinum okkar. Ég heyrði hana Svíþjóð en hún er eftir Þjóðverja,“ útskýrir hann.Parísardaman Steinunn Arnbjörg ætlar að halda jólin á heimaslóðum fyrir norðan. Mynd/Daniele BasiniSteinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sellóleikari verður sérlegur gestur tónleikanna. Það hefur hún ekki verið áður. „Við höfum ávallt verið með gesti en alltaf nýja og nýja. Höfum boðið til okkar dúóum, einsöngvurum, einleikurum og kórum og nú er það hún Steinunn. Hún er frá Akureyri en er búsett í París og hefur vakið mikla eftirtekt og aðdáun fyrir fagran sellóleik. Hún er komin heim til að halda jól og við vorum með æfingu á mánudaginn. Ég er líka að fara að hitta hana í dag, því við ætlum að spila svolítið saman tvö. Eitthvað ævagamalt. Það er hennar stíll og hentar mínu áhugasviði líka,“ segir Eyþór sem hlakkar til kvöldsins. „Mér þykir rosalega vænt um fyrirkomulagið á tónleikunum, hátíðleikann, kyrrðina og svo það að ná alltaf að frumflytja eitthvað nýtt og líka að vera með lög sem allir þekkja en kannski í nýjum útsetningum. Þessir jólatónleikar hafa alltaf verið vel sóttir hjá okkur og ég vona að svo verði einnig nú.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. desember 2016.
Jólafréttir Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira