Enn um hæfi dómara Haukur Örn Birgisson skrifar 23. desember 2016 07:00 Í Morgunblaðinu 17. desember sl. birtist grein eftir þau Kristínu Benediktsdóttur, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Stefán Má Stefánsson, prófessor við sömu deild, undir yfirskriftinni „Hugleiðingar um hæfi dómara“. Segir í upphafi greinarinnar að umfjöllun síðustu vikna um hæfi dómara hafi farið fram „án þess að gerð hafi verið nægjanleg grein fyrir þeim reglum sem gilda um það og tilgang þeirra“ og þar sem slíkt „getur leitt til misskilnings og rangrar umfjöllunar [sé] nauðsynlegt að gera grein fyrir þeim reglum sem gilda um hæfi dómara hér á landi“. Hefst svo umfjöllun þar sem leitast er við að koma í veg fyrir að „misskilningur“ og „röng umfjöllun“ eigi sér stað. Þrátt fyrir þessi fyrirheit er ekki laust við að ákveðins misskilnings gæti hjá höfundum sjálfum. Efni greinar þeirra Kristínar og Stefáns má flokka í tvennt. Í fyrri hlutanum er vikið að þeim lagareglum sem gilda um hæfi dómara almennt og fjallað um hagsmunaskráningu dómara samkvæmt lögum. Ekki er sérstök ástæða til að gera athugasemdir við þá almennu umfjöllun. Í síðari hluta greinarinnar eru hugleiðingar um það hvenær dómari eigi að víkja sæti í máli. Sett eru fram nokkur dæmi um það hvenær dómari telst vanhæfur og hvenær ekki. Rétt er að víkja að þessum hluta greinar þeirra Kristínar og Stefáns. Þó það sé ekki orðað í greininni er augljóslega höfð í huga sú aðstaða sem uppi er í málum nokkurra hæstaréttardómara sem töldu sig ekki vanhæfa til að dæma í málum fyrrum stjórnenda fallinna banka þó þeir hafi verið hluthafar eða átt eignir með óbeinum hætti í bönkunum og tapað fjármunum við fall þeirra. Í grein þeirra segir m.a. að „veiti eignarhald dómara í félagi honum sérstök réttindi lögum samkvæmt, t.d. 10% eignarhlutur, væri honum rétt að víkja sæti í máli þar sem félagið er aðili. Dómari er hins vegar almennt ekki vanhæfur í máli almenningshlutafélags sem hann á 0,1% eignarhlut í“. Hér virðist eitthvað málum blandið. Það eru vitaskuld ekki hagsmunir dómara í hlutfalli við hagsmuni annarra hluthafa sem máli skipta þegar hæfi dómarans er metið. Það sem ræður eru einfaldlega hagsmunir sem dómarinn á sjálfur, óháð því hvaða hagsmuni aðrir hluthafar kunna að eiga í félaginu. Dómari sem á milljóna króna hagsmuni í hlutafélagi, svo sem dæmi virðast hafa verið um, er alveg jafn vanhæfur hvort sem þeir hagsmunir telji 0,1% eða annað hlutfall í heildarhlutafé viðkomandi hlutafélags. Taka má dæmi. Ef banki er á hlutabréfamarkaði að 50 milljarða virði (hlutabréfaverðmæti hinna föllnu banka var margfalt það á árinu 2006 svo dæmi sé tekið) og dómari á 0,1% í bankanum er verðmæti þess hlutar 50 milljónir króna. Samkvæmt nálgun Kristínar og Stefáns er dómari sem á 0,1% hlut að verðmæti 50 milljóna almennt ekki vanhæfur til að dæma um málefni bankans þó hagsmunir hans séu margföld árslaun hans sem dómari. Við blasir að slík nálgun fær ekki staðist. Meginatriðið er að sá sem á hlut í öðrum málsaðila er að meginstefnu vanhæfur svo sem meðal annars hefur komið fram í máli formanns Dómarafélags Íslands. Við mat á vanhæfi verður að líta til þess hvort hlutlægt séð megi draga hæfi dómarans í efa. Enginn vafi er á að draga má hæfi dómara í efa sem á milljóna hlut í öðrum málsaðila dómsmáls.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Örn Birgisson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðinu 17. desember sl. birtist grein eftir þau Kristínu Benediktsdóttur, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Stefán Má Stefánsson, prófessor við sömu deild, undir yfirskriftinni „Hugleiðingar um hæfi dómara“. Segir í upphafi greinarinnar að umfjöllun síðustu vikna um hæfi dómara hafi farið fram „án þess að gerð hafi verið nægjanleg grein fyrir þeim reglum sem gilda um það og tilgang þeirra“ og þar sem slíkt „getur leitt til misskilnings og rangrar umfjöllunar [sé] nauðsynlegt að gera grein fyrir þeim reglum sem gilda um hæfi dómara hér á landi“. Hefst svo umfjöllun þar sem leitast er við að koma í veg fyrir að „misskilningur“ og „röng umfjöllun“ eigi sér stað. Þrátt fyrir þessi fyrirheit er ekki laust við að ákveðins misskilnings gæti hjá höfundum sjálfum. Efni greinar þeirra Kristínar og Stefáns má flokka í tvennt. Í fyrri hlutanum er vikið að þeim lagareglum sem gilda um hæfi dómara almennt og fjallað um hagsmunaskráningu dómara samkvæmt lögum. Ekki er sérstök ástæða til að gera athugasemdir við þá almennu umfjöllun. Í síðari hluta greinarinnar eru hugleiðingar um það hvenær dómari eigi að víkja sæti í máli. Sett eru fram nokkur dæmi um það hvenær dómari telst vanhæfur og hvenær ekki. Rétt er að víkja að þessum hluta greinar þeirra Kristínar og Stefáns. Þó það sé ekki orðað í greininni er augljóslega höfð í huga sú aðstaða sem uppi er í málum nokkurra hæstaréttardómara sem töldu sig ekki vanhæfa til að dæma í málum fyrrum stjórnenda fallinna banka þó þeir hafi verið hluthafar eða átt eignir með óbeinum hætti í bönkunum og tapað fjármunum við fall þeirra. Í grein þeirra segir m.a. að „veiti eignarhald dómara í félagi honum sérstök réttindi lögum samkvæmt, t.d. 10% eignarhlutur, væri honum rétt að víkja sæti í máli þar sem félagið er aðili. Dómari er hins vegar almennt ekki vanhæfur í máli almenningshlutafélags sem hann á 0,1% eignarhlut í“. Hér virðist eitthvað málum blandið. Það eru vitaskuld ekki hagsmunir dómara í hlutfalli við hagsmuni annarra hluthafa sem máli skipta þegar hæfi dómarans er metið. Það sem ræður eru einfaldlega hagsmunir sem dómarinn á sjálfur, óháð því hvaða hagsmuni aðrir hluthafar kunna að eiga í félaginu. Dómari sem á milljóna króna hagsmuni í hlutafélagi, svo sem dæmi virðast hafa verið um, er alveg jafn vanhæfur hvort sem þeir hagsmunir telji 0,1% eða annað hlutfall í heildarhlutafé viðkomandi hlutafélags. Taka má dæmi. Ef banki er á hlutabréfamarkaði að 50 milljarða virði (hlutabréfaverðmæti hinna föllnu banka var margfalt það á árinu 2006 svo dæmi sé tekið) og dómari á 0,1% í bankanum er verðmæti þess hlutar 50 milljónir króna. Samkvæmt nálgun Kristínar og Stefáns er dómari sem á 0,1% hlut að verðmæti 50 milljóna almennt ekki vanhæfur til að dæma um málefni bankans þó hagsmunir hans séu margföld árslaun hans sem dómari. Við blasir að slík nálgun fær ekki staðist. Meginatriðið er að sá sem á hlut í öðrum málsaðila er að meginstefnu vanhæfur svo sem meðal annars hefur komið fram í máli formanns Dómarafélags Íslands. Við mat á vanhæfi verður að líta til þess hvort hlutlægt séð megi draga hæfi dómarans í efa. Enginn vafi er á að draga má hæfi dómara í efa sem á milljóna hlut í öðrum málsaðila dómsmáls.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun