Sara seldi þúsundir sara fyrir jólin: Náði ekki að anna eftirspurn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. desember 2016 19:49 Sörur. Vísir/Skjáskot Sara Dögg Guðnadóttir hefur farið nokkuð nýstárlega leið að því að fjármagna fimleikaæfingar dóttur sinnar. Undanfarin ár hefur hún tekið upp á því að baka sörur fyrir jólin og auglýsa þær til sölu á Facebook. Í samtali við Vísi segist Sara hreinlega ekki hafa annað eftirspurn. „Ég eyddi allt að 16 tímum á sólarhring í baksturinn og það var alveg 10 daga í röð“ sagði Sara sem fyrir jólin í ár hefur selt heil 3500 stykki af sörum. Eftirspurnin var svo mikil að Sara neyddist til þess að loka á pantanir svo hún gæti sinnt einhverju öðru en bakstrinum. „Ég varð auðvitað sjálf að fara að sinna jólunum og fjölskyldunni svo ég varð að taka pásu þessa daga fyrir jól“ segir Sara en hún býst við því að halda bakstrinum áfram á milli jóla og nýárs. Hugmyndina að fjáröfluninni fékk Sara í samtali við vinkonu sína fyrir nokkrum árum. „Fyrir nokkrum árum var ég í vandræðum með það hvernig ég ætti að fjármagna fimleikaferð dóttur minnar. Þá var kominn 17.desember og vinkona mín í einu kvöldspjallinu kom með þá hugmynd að ég ætti að baka sörur. Og það sló svona líka í gegn!“ Jólafréttir Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Sara Dögg Guðnadóttir hefur farið nokkuð nýstárlega leið að því að fjármagna fimleikaæfingar dóttur sinnar. Undanfarin ár hefur hún tekið upp á því að baka sörur fyrir jólin og auglýsa þær til sölu á Facebook. Í samtali við Vísi segist Sara hreinlega ekki hafa annað eftirspurn. „Ég eyddi allt að 16 tímum á sólarhring í baksturinn og það var alveg 10 daga í röð“ sagði Sara sem fyrir jólin í ár hefur selt heil 3500 stykki af sörum. Eftirspurnin var svo mikil að Sara neyddist til þess að loka á pantanir svo hún gæti sinnt einhverju öðru en bakstrinum. „Ég varð auðvitað sjálf að fara að sinna jólunum og fjölskyldunni svo ég varð að taka pásu þessa daga fyrir jól“ segir Sara en hún býst við því að halda bakstrinum áfram á milli jóla og nýárs. Hugmyndina að fjáröfluninni fékk Sara í samtali við vinkonu sína fyrir nokkrum árum. „Fyrir nokkrum árum var ég í vandræðum með það hvernig ég ætti að fjármagna fimleikaferð dóttur minnar. Þá var kominn 17.desember og vinkona mín í einu kvöldspjallinu kom með þá hugmynd að ég ætti að baka sörur. Og það sló svona líka í gegn!“
Jólafréttir Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira