Seinkanir hjá WOW air: Vélin frá Berlín á að lenda hálftíma eftir að jólin hringja inn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. desember 2016 13:24 Seinkanirnar í dag, aðfangadag, nema nokkrum klukkutímum. Vísir/Vilhelm Seinkanir eru á Evrópuflugum WOW air til Keflavíkur eftir hádegi í dag og er til að mynda áætluð koma vélar flugfélagsins frá Berlín samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar klukkan 18:30 í kvöld, hálftíma eftir að jólin hringja inn. Upphafleg áætlun var að vélin myndi lenda klukkan 14:20 og þá lenda aðrar vélar WOW air á landinu rétt fyrir jól, það er milli klukkan 16:30 og 17:50, í stað þess að lenda á milli klukkan 13:50 og 14:15. Halldór Berg Harðarson er einn af þeim sem ná ekki heim áður en kirkjuklukkurnar hringja jólin inn. Hann er harðorður í garð WOW air í færslu á Facebook-síðu sinni sem hann birti nú í hádeginu, og sjá má hér að neðan, auk þess sem Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði furðar sig á seinkuninni frá Berlín en dóttir hans mun ekki ná í tæka tíð í jólamatinn. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir í samtali við Vísi að ástæða seinkananna sé bilun sem varð í einni breiðþotu flugfélagsins í Amsterdam í gær. Það hafði mikil keðjuverkandi áhrif á áætlanir WOW air og sá fyrirtækið fram á, ef að það myndi ekki seinka vélunum frá Evrópu í dag, að vera með hundruð farþega strandaglópa hér á landi yfir jólin sem hefðu ekki komist til Bandaríkjanna. Af tvennu illu hafi því verið ákveðið að fresta Evrópuflugunum. Svanhvít leggur áherslu að það séu mjög fáir Íslendinga að fljúga með WOW air heim í dag; flestir farþeganna séu erlendir ferðamenn á leið í áframhaldandi tengiflug til Norður-Ameríku. „En það munu allir komast heim á eftir en Íslendingar eru greinilega ekki að fljúga mikið þennan dag,“ segir Svanhvít. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Seinkanir eru á Evrópuflugum WOW air til Keflavíkur eftir hádegi í dag og er til að mynda áætluð koma vélar flugfélagsins frá Berlín samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar klukkan 18:30 í kvöld, hálftíma eftir að jólin hringja inn. Upphafleg áætlun var að vélin myndi lenda klukkan 14:20 og þá lenda aðrar vélar WOW air á landinu rétt fyrir jól, það er milli klukkan 16:30 og 17:50, í stað þess að lenda á milli klukkan 13:50 og 14:15. Halldór Berg Harðarson er einn af þeim sem ná ekki heim áður en kirkjuklukkurnar hringja jólin inn. Hann er harðorður í garð WOW air í færslu á Facebook-síðu sinni sem hann birti nú í hádeginu, og sjá má hér að neðan, auk þess sem Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði furðar sig á seinkuninni frá Berlín en dóttir hans mun ekki ná í tæka tíð í jólamatinn. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir í samtali við Vísi að ástæða seinkananna sé bilun sem varð í einni breiðþotu flugfélagsins í Amsterdam í gær. Það hafði mikil keðjuverkandi áhrif á áætlanir WOW air og sá fyrirtækið fram á, ef að það myndi ekki seinka vélunum frá Evrópu í dag, að vera með hundruð farþega strandaglópa hér á landi yfir jólin sem hefðu ekki komist til Bandaríkjanna. Af tvennu illu hafi því verið ákveðið að fresta Evrópuflugunum. Svanhvít leggur áherslu að það séu mjög fáir Íslendinga að fljúga með WOW air heim í dag; flestir farþeganna séu erlendir ferðamenn á leið í áframhaldandi tengiflug til Norður-Ameríku. „En það munu allir komast heim á eftir en Íslendingar eru greinilega ekki að fljúga mikið þennan dag,“ segir Svanhvít.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira