Seinkanir hjá WOW air: Vélin frá Berlín á að lenda hálftíma eftir að jólin hringja inn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. desember 2016 13:24 Seinkanirnar í dag, aðfangadag, nema nokkrum klukkutímum. Vísir/Vilhelm Seinkanir eru á Evrópuflugum WOW air til Keflavíkur eftir hádegi í dag og er til að mynda áætluð koma vélar flugfélagsins frá Berlín samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar klukkan 18:30 í kvöld, hálftíma eftir að jólin hringja inn. Upphafleg áætlun var að vélin myndi lenda klukkan 14:20 og þá lenda aðrar vélar WOW air á landinu rétt fyrir jól, það er milli klukkan 16:30 og 17:50, í stað þess að lenda á milli klukkan 13:50 og 14:15. Halldór Berg Harðarson er einn af þeim sem ná ekki heim áður en kirkjuklukkurnar hringja jólin inn. Hann er harðorður í garð WOW air í færslu á Facebook-síðu sinni sem hann birti nú í hádeginu, og sjá má hér að neðan, auk þess sem Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði furðar sig á seinkuninni frá Berlín en dóttir hans mun ekki ná í tæka tíð í jólamatinn. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir í samtali við Vísi að ástæða seinkananna sé bilun sem varð í einni breiðþotu flugfélagsins í Amsterdam í gær. Það hafði mikil keðjuverkandi áhrif á áætlanir WOW air og sá fyrirtækið fram á, ef að það myndi ekki seinka vélunum frá Evrópu í dag, að vera með hundruð farþega strandaglópa hér á landi yfir jólin sem hefðu ekki komist til Bandaríkjanna. Af tvennu illu hafi því verið ákveðið að fresta Evrópuflugunum. Svanhvít leggur áherslu að það séu mjög fáir Íslendinga að fljúga með WOW air heim í dag; flestir farþeganna séu erlendir ferðamenn á leið í áframhaldandi tengiflug til Norður-Ameríku. „En það munu allir komast heim á eftir en Íslendingar eru greinilega ekki að fljúga mikið þennan dag,“ segir Svanhvít. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Seinkanir eru á Evrópuflugum WOW air til Keflavíkur eftir hádegi í dag og er til að mynda áætluð koma vélar flugfélagsins frá Berlín samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar klukkan 18:30 í kvöld, hálftíma eftir að jólin hringja inn. Upphafleg áætlun var að vélin myndi lenda klukkan 14:20 og þá lenda aðrar vélar WOW air á landinu rétt fyrir jól, það er milli klukkan 16:30 og 17:50, í stað þess að lenda á milli klukkan 13:50 og 14:15. Halldór Berg Harðarson er einn af þeim sem ná ekki heim áður en kirkjuklukkurnar hringja jólin inn. Hann er harðorður í garð WOW air í færslu á Facebook-síðu sinni sem hann birti nú í hádeginu, og sjá má hér að neðan, auk þess sem Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði furðar sig á seinkuninni frá Berlín en dóttir hans mun ekki ná í tæka tíð í jólamatinn. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir í samtali við Vísi að ástæða seinkananna sé bilun sem varð í einni breiðþotu flugfélagsins í Amsterdam í gær. Það hafði mikil keðjuverkandi áhrif á áætlanir WOW air og sá fyrirtækið fram á, ef að það myndi ekki seinka vélunum frá Evrópu í dag, að vera með hundruð farþega strandaglópa hér á landi yfir jólin sem hefðu ekki komist til Bandaríkjanna. Af tvennu illu hafi því verið ákveðið að fresta Evrópuflugunum. Svanhvít leggur áherslu að það séu mjög fáir Íslendinga að fljúga með WOW air heim í dag; flestir farþeganna séu erlendir ferðamenn á leið í áframhaldandi tengiflug til Norður-Ameríku. „En það munu allir komast heim á eftir en Íslendingar eru greinilega ekki að fljúga mikið þennan dag,“ segir Svanhvít.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira