Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi verða að fram á kvöld Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. desember 2016 18:45 Leiðinda færð hefur verið víða um land í dag og hafa björgunarsveitir á Suðurlandi aðstoðað tugi ökumanna á Suðurlandsvegi. Óvissa er með færð víða um land en áfram er búist við strekkings vindi og jafnvel stormi á landinu í kvöld og nótt með ofankomu. Nokkuð annríki hefur verið hjá björgunarsveitum frá því í gærkvöldi en í morgun fyrir klukkan níu voru björgunarsveitir í Vík í Mýrdal kallaður út til þess að aðstoða ökumenn en um fjörutíu bílar voru fastir við Reynisfjall. Þá hafði veður stofan varað fólk við að vera á ferðinni. Þjónusta Vegagerðarinnar er skert um hátíðirnar en í dag var Suðurlandsvegur frá Selfossi og að Vík í Mýrdal þjónustaður milli klukkan tíu og tvö. Fjölmargir erlendir ferðamenn eru á ferðinni þar nú um jólahátíðina og virðast ekki hafa vitað af vetrarfærðinni sem nú er og þeirri skerðingu sem er í þjónustu Vegagerðarinnar. „Það er mikið öngþveiti. Þetta er alveg gríðarlegt magn af bílum sem við höfum verið að kljást við. Þetta eru yfir fimmtíu bílar sem við erum búnir að þurfa aðstoða í dag. Sveitirnar eru enn að hjá okkur. Það stoppar ekki síminn núna. Það er lang mest við Reynisfjallið og svo hefur verið svolítið við Hjörleifshöfða og Dyrhólaey en svona lang mest á þjóðveginum við Reynisfjallið. Þetta eru lang mest bara ferðamenn og 90% af þeim frá Asíu. Fólk er ekki búið fyrir neinn vetur. Það er bara í sínu ferðalagi og mikið af þessu fólki hefur aldrei séð snjó,“ sagði Orri Örvarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Víkverja á Vík. Orri segir að þessir ferðamenn hafi haft litla vitneskju um veðurspár eða færð á vegum. „Klárlega ekki. Mikið af þessu fólki er að sækja til Víkur til þess að fá sér að borða og ætlar svo á sína gististaði aftur þannig að það greinilega fær litlar upplýsingar,“ segir Orri. Orri á von á því að björgunarsveitin verði að fram á kvöld. „Aðstæður fara að verða erfiðari núna. Það er búið að leggja niður snjómokstur þannig að það verður erfiðara með hverri mínútunni. Þetta verður erfitt fram á kvöldið,“ segir Orri. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við fréttastofu í dag að áfram mætti búast við leiðindaveðri víða um land í kvöld og fólk sem er á ferðinni ætti að huga að færð og veðri áður en lagt sé af stað. Samkvæmt nýjustu spám er gert ráð fyrir vestan stormi á höfuðborgarsvæðinu upp úr miðnætti og þá gæti færð farið að spillast þar líka. „Umferðin er búin að vera ágætt en hún er að þyngjast og veðrið að versna líka og skilaboðin til okkar eru þau að veðrið á bara eftir að versna meira þannig að fólk ætti ekki að vera á ferðinni frekar en það þarf,“ sagði Hjörtur Jónsson, snjómokstursmaður. Snjómokstri verður þó viðhaldið á Suðurlandsvegi frá Reykjavík að Selfossi í kvöld og nótt eins og þurfa þykir. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Leiðinda færð hefur verið víða um land í dag og hafa björgunarsveitir á Suðurlandi aðstoðað tugi ökumanna á Suðurlandsvegi. Óvissa er með færð víða um land en áfram er búist við strekkings vindi og jafnvel stormi á landinu í kvöld og nótt með ofankomu. Nokkuð annríki hefur verið hjá björgunarsveitum frá því í gærkvöldi en í morgun fyrir klukkan níu voru björgunarsveitir í Vík í Mýrdal kallaður út til þess að aðstoða ökumenn en um fjörutíu bílar voru fastir við Reynisfjall. Þá hafði veður stofan varað fólk við að vera á ferðinni. Þjónusta Vegagerðarinnar er skert um hátíðirnar en í dag var Suðurlandsvegur frá Selfossi og að Vík í Mýrdal þjónustaður milli klukkan tíu og tvö. Fjölmargir erlendir ferðamenn eru á ferðinni þar nú um jólahátíðina og virðast ekki hafa vitað af vetrarfærðinni sem nú er og þeirri skerðingu sem er í þjónustu Vegagerðarinnar. „Það er mikið öngþveiti. Þetta er alveg gríðarlegt magn af bílum sem við höfum verið að kljást við. Þetta eru yfir fimmtíu bílar sem við erum búnir að þurfa aðstoða í dag. Sveitirnar eru enn að hjá okkur. Það stoppar ekki síminn núna. Það er lang mest við Reynisfjallið og svo hefur verið svolítið við Hjörleifshöfða og Dyrhólaey en svona lang mest á þjóðveginum við Reynisfjallið. Þetta eru lang mest bara ferðamenn og 90% af þeim frá Asíu. Fólk er ekki búið fyrir neinn vetur. Það er bara í sínu ferðalagi og mikið af þessu fólki hefur aldrei séð snjó,“ sagði Orri Örvarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Víkverja á Vík. Orri segir að þessir ferðamenn hafi haft litla vitneskju um veðurspár eða færð á vegum. „Klárlega ekki. Mikið af þessu fólki er að sækja til Víkur til þess að fá sér að borða og ætlar svo á sína gististaði aftur þannig að það greinilega fær litlar upplýsingar,“ segir Orri. Orri á von á því að björgunarsveitin verði að fram á kvöld. „Aðstæður fara að verða erfiðari núna. Það er búið að leggja niður snjómokstur þannig að það verður erfiðara með hverri mínútunni. Þetta verður erfitt fram á kvöldið,“ segir Orri. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við fréttastofu í dag að áfram mætti búast við leiðindaveðri víða um land í kvöld og fólk sem er á ferðinni ætti að huga að færð og veðri áður en lagt sé af stað. Samkvæmt nýjustu spám er gert ráð fyrir vestan stormi á höfuðborgarsvæðinu upp úr miðnætti og þá gæti færð farið að spillast þar líka. „Umferðin er búin að vera ágætt en hún er að þyngjast og veðrið að versna líka og skilaboðin til okkar eru þau að veðrið á bara eftir að versna meira þannig að fólk ætti ekki að vera á ferðinni frekar en það þarf,“ sagði Hjörtur Jónsson, snjómokstursmaður. Snjómokstri verður þó viðhaldið á Suðurlandsvegi frá Reykjavík að Selfossi í kvöld og nótt eins og þurfa þykir.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira