Yahoo, Samsung og Deutsche: Fyrirtækin sem áttu hræðilegt ár Sæunn Gísladóttir skrifar 28. desember 2016 09:00 Árið reyndist tæknifyrirtækjum og bönkum erfitt. Margt hefur dunið á á líðandi ári og hefur árið 2016 reynst sumum mjög erfitt. Sérstaklega hafa nokkur fyrirtæki átt vægast sagt hræðilegt ár má þar nefna Yahoo, Samsung og Deutsche Bank. CNN tók saman nokkur af þeim fyrirtækjum.YahooÁrið hófst með látum hjá bandaríska tæknifyrirtækinu sem sagði upp 15 prósent starfsmanna í ársbyrjun. Fyrirtækið viðurkenndi svo tvisvar á árinu að það hefði lent í gagnaleka þar sem upplýsingar um milljarð reikninga endaði í höndum hakkara. Hlutabréfin hafa sveiflast mikið á árinu.SamsungBatterísgalli Samsung fór varla framhjá neinum á þessu ári. Síminn Galaxy Note 7 sem átti að keppa við iPhone 7 úr smiðju Apple náði ekki markmiði sínu þar sem símar fóru að springa sökum batterígalla. Samsung þurfti að hætta framleiðslu á tækinu og dróst hagnaður fyrirtækisins saman um milljarða í kjölfarið.Wells FargoVandræði bankans Walls Fargo voru ekki eins áberandi í íslenskum fjölmiðlum og vandræði Samsung og Yahoo engu að síður var árið bankanum mjög erfitt. Í september voru 5.300 starfsmenn reknir vegna þess að þeir stofnuðu yfir 2 milljónir reikninga í leyfisleysi. Framkvæmdastjóri bankans John Stumpf þurfti að lokum að segja af sér. Ljóst er að orðstír bankans er nú mjög lélegt.Deutsche BankMargir af stærstu bönkum heims eiga enn í erfiðleikum sökum fjármálakreppunnar árið 2008, ein þeirra er Deutsche Bank, ein stærsti lánadrottinn heims. Hagnaður bankans var lélegur á árinu og tilkynnt var um fjölda uppsagna. Stærsti skellur bankans var hins vegar 14 milljarða sekt sem bandarísk yfirvöld lögðu á hann vegna lélegra lána í aðdraganda fjármálakreppunnar. Hlutabréfaverð Deutsche hefur hrunið á árinu. Samningar um 7,2 milljarða dollara sekt hefur þó eitthvað sefað fjárfesta.TwitterCNN greinir frá því að í byrjun árs hrundi hlutabréfaverð í Twitter eftir að fyrirtækið viðurkenndi að fjöldi notenda væri að dragast saman. Á sama tíma fjölgaði notendum stöðugt á öðrum samfélagsmiðlum. Twitter var svo sett á sölu en enginn hafði áhuga á að kaupa fyrirtækið. Tilkynnt var í kjölfarið um niðurskurð hundraða starfa og að Vine, dótturfélag Twitter, yrði lagt niður. . Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Hlutabréf í Yahoo í frjálsu falli Í gær tilkynntu forsvarsmenn Yahoo um að fyrirtækið hefði orðið fyrir stærstu netárás í sögunni. 15. desember 2016 15:59 Samsung hættir sölu Galaxy Note 7 Hlutabréf tæknifyrirtækisins lækka verulega í verði. 11. október 2016 07:54 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Margt hefur dunið á á líðandi ári og hefur árið 2016 reynst sumum mjög erfitt. Sérstaklega hafa nokkur fyrirtæki átt vægast sagt hræðilegt ár má þar nefna Yahoo, Samsung og Deutsche Bank. CNN tók saman nokkur af þeim fyrirtækjum.YahooÁrið hófst með látum hjá bandaríska tæknifyrirtækinu sem sagði upp 15 prósent starfsmanna í ársbyrjun. Fyrirtækið viðurkenndi svo tvisvar á árinu að það hefði lent í gagnaleka þar sem upplýsingar um milljarð reikninga endaði í höndum hakkara. Hlutabréfin hafa sveiflast mikið á árinu.SamsungBatterísgalli Samsung fór varla framhjá neinum á þessu ári. Síminn Galaxy Note 7 sem átti að keppa við iPhone 7 úr smiðju Apple náði ekki markmiði sínu þar sem símar fóru að springa sökum batterígalla. Samsung þurfti að hætta framleiðslu á tækinu og dróst hagnaður fyrirtækisins saman um milljarða í kjölfarið.Wells FargoVandræði bankans Walls Fargo voru ekki eins áberandi í íslenskum fjölmiðlum og vandræði Samsung og Yahoo engu að síður var árið bankanum mjög erfitt. Í september voru 5.300 starfsmenn reknir vegna þess að þeir stofnuðu yfir 2 milljónir reikninga í leyfisleysi. Framkvæmdastjóri bankans John Stumpf þurfti að lokum að segja af sér. Ljóst er að orðstír bankans er nú mjög lélegt.Deutsche BankMargir af stærstu bönkum heims eiga enn í erfiðleikum sökum fjármálakreppunnar árið 2008, ein þeirra er Deutsche Bank, ein stærsti lánadrottinn heims. Hagnaður bankans var lélegur á árinu og tilkynnt var um fjölda uppsagna. Stærsti skellur bankans var hins vegar 14 milljarða sekt sem bandarísk yfirvöld lögðu á hann vegna lélegra lána í aðdraganda fjármálakreppunnar. Hlutabréfaverð Deutsche hefur hrunið á árinu. Samningar um 7,2 milljarða dollara sekt hefur þó eitthvað sefað fjárfesta.TwitterCNN greinir frá því að í byrjun árs hrundi hlutabréfaverð í Twitter eftir að fyrirtækið viðurkenndi að fjöldi notenda væri að dragast saman. Á sama tíma fjölgaði notendum stöðugt á öðrum samfélagsmiðlum. Twitter var svo sett á sölu en enginn hafði áhuga á að kaupa fyrirtækið. Tilkynnt var í kjölfarið um niðurskurð hundraða starfa og að Vine, dótturfélag Twitter, yrði lagt niður. .
Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Hlutabréf í Yahoo í frjálsu falli Í gær tilkynntu forsvarsmenn Yahoo um að fyrirtækið hefði orðið fyrir stærstu netárás í sögunni. 15. desember 2016 15:59 Samsung hættir sölu Galaxy Note 7 Hlutabréf tæknifyrirtækisins lækka verulega í verði. 11. október 2016 07:54 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hlutabréf í Yahoo í frjálsu falli Í gær tilkynntu forsvarsmenn Yahoo um að fyrirtækið hefði orðið fyrir stærstu netárás í sögunni. 15. desember 2016 15:59
Samsung hættir sölu Galaxy Note 7 Hlutabréf tæknifyrirtækisins lækka verulega í verði. 11. október 2016 07:54