Náttúruperlan Fjaðrárgljúfur auglýst til sölu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 28. desember 2016 11:53 Fjaðrárgljúfur er eitt fegursta gljúfur landsins og aðsókn eftir því. vísir/vilhelm Jörðin Heiði í Skaftárhreppi á Suðurlandi hefur verið sett á sölu, en hluti einnar helstu náttúruperlu landsins, Fjaðrárgljúfurs, fylgir kaupunum. Um er að ræða um það bil 335 hektara land sem er að mestu gróið og án alls húsakosts. Magnús Leópoldsson, fasteignasali hjá Fasteignamiðstöðinni, sem heldur utan um söluna, segir að óskað sé eftir tilboðum í jörðina, og að ekkert lágmarksverð liggi fyrir. Hins vegar séu jarðir sem þessar að seljast nokkuð dýrt og aðspurður segir hann þær sjaldnast fara á minna en hundrað milljónir króna. Fjaðrárgljúfur er eitt fegursta gljúfur landsins og aðsókn eftir því. Gljúfrið er á mörkum Heiðar og jarðarinnar Holts. „Eigendur jarðanna eiga hvorn sinn hlutann í gljúfrinu, í raun eiga þeir bara hvorn sinn bakkann en aðgengið að því er misjafnt,“ segir Magnús. Þetta er í annað sinn sem jörðin er sett á sölu, en í fyrra skiptið var það hluti hennar sem var auglýstur falur. Fjaðrárgljúfur hefur nær alla tíð verið afar vinsæll áfangastaður, en vinsældir gljúfursins jukust til muna eftir að poppstjarnan Justin Bieber tók upp tónlistarmyndband í gljúfrinu í september í fyrra.Justin Bieber tók upp myndband í gljúfrinu í september í fyrra.mynd/justin bieberNokkuð hefur verið fjallað um kaup á jörðinni Fell í Suðursveit, sem á land að Jökulsárlóni, en Alþingi samþykkti samhliða fjárlögum og fjáraukalögum á dögunum að ganga inn í kaup á jörðinni. Þá var bróðurpartur Grímsstaða á Fjöllum seldur til breska milljarðamæringsins Jim Ratcliffe fyrr í þessum mánuði. Tengdar fréttir Nýi eigandi Grímsstaða: Umdeildur huldumaður með vasa fulla af seðlum Jarðakaup breska iðnjöfursins Jims Ratcliffe vekja spurningar um undirliggjandi ástæður þeirra. Vernd villta laxastofnsins á Íslandi segir hann sjálfur. Utan Íslands er fyrirtæki hans gagnrýnt vegna umhverfismála. 21. desember 2016 07:45 Ögmundur segir sölu Grímsstaða mark um vesaldóm stjórnvalda Ögmundur Jónasson er harðorður um sölu Grímsstaða á Fjöllum til breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe. 20. desember 2016 14:45 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Jörðin Heiði í Skaftárhreppi á Suðurlandi hefur verið sett á sölu, en hluti einnar helstu náttúruperlu landsins, Fjaðrárgljúfurs, fylgir kaupunum. Um er að ræða um það bil 335 hektara land sem er að mestu gróið og án alls húsakosts. Magnús Leópoldsson, fasteignasali hjá Fasteignamiðstöðinni, sem heldur utan um söluna, segir að óskað sé eftir tilboðum í jörðina, og að ekkert lágmarksverð liggi fyrir. Hins vegar séu jarðir sem þessar að seljast nokkuð dýrt og aðspurður segir hann þær sjaldnast fara á minna en hundrað milljónir króna. Fjaðrárgljúfur er eitt fegursta gljúfur landsins og aðsókn eftir því. Gljúfrið er á mörkum Heiðar og jarðarinnar Holts. „Eigendur jarðanna eiga hvorn sinn hlutann í gljúfrinu, í raun eiga þeir bara hvorn sinn bakkann en aðgengið að því er misjafnt,“ segir Magnús. Þetta er í annað sinn sem jörðin er sett á sölu, en í fyrra skiptið var það hluti hennar sem var auglýstur falur. Fjaðrárgljúfur hefur nær alla tíð verið afar vinsæll áfangastaður, en vinsældir gljúfursins jukust til muna eftir að poppstjarnan Justin Bieber tók upp tónlistarmyndband í gljúfrinu í september í fyrra.Justin Bieber tók upp myndband í gljúfrinu í september í fyrra.mynd/justin bieberNokkuð hefur verið fjallað um kaup á jörðinni Fell í Suðursveit, sem á land að Jökulsárlóni, en Alþingi samþykkti samhliða fjárlögum og fjáraukalögum á dögunum að ganga inn í kaup á jörðinni. Þá var bróðurpartur Grímsstaða á Fjöllum seldur til breska milljarðamæringsins Jim Ratcliffe fyrr í þessum mánuði.
Tengdar fréttir Nýi eigandi Grímsstaða: Umdeildur huldumaður með vasa fulla af seðlum Jarðakaup breska iðnjöfursins Jims Ratcliffe vekja spurningar um undirliggjandi ástæður þeirra. Vernd villta laxastofnsins á Íslandi segir hann sjálfur. Utan Íslands er fyrirtæki hans gagnrýnt vegna umhverfismála. 21. desember 2016 07:45 Ögmundur segir sölu Grímsstaða mark um vesaldóm stjórnvalda Ögmundur Jónasson er harðorður um sölu Grímsstaða á Fjöllum til breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe. 20. desember 2016 14:45 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Nýi eigandi Grímsstaða: Umdeildur huldumaður með vasa fulla af seðlum Jarðakaup breska iðnjöfursins Jims Ratcliffe vekja spurningar um undirliggjandi ástæður þeirra. Vernd villta laxastofnsins á Íslandi segir hann sjálfur. Utan Íslands er fyrirtæki hans gagnrýnt vegna umhverfismála. 21. desember 2016 07:45
Ögmundur segir sölu Grímsstaða mark um vesaldóm stjórnvalda Ögmundur Jónasson er harðorður um sölu Grímsstaða á Fjöllum til breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe. 20. desember 2016 14:45