Vegaþjónusta í lágmarki yfir áramót þrátt fyrir aukna umferð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. desember 2016 07:00 Mest verður þjónustan á vegum á suðvesturhorninu í kringum höfuðborgina. vísir/gva Umferð á vegum á Suðurlandi yfir hátíðirnar hefur tvö- til þrefaldast á tveggja ára tímabili. Aukningu má að mestu leyti rekja til fjölgunar ferðamanna. Þrátt fyrir það verður þjónusta við vegi á þessum tíma í lágmarki. Mælingar Vegagerðarinnar sýna að þrefalt fleiri heimsóttu Gullfoss á aðfangadag og jóladag í ár en árið 2014. Umferð um Lyngdalsheiði og Reynisfjall nú var um tvöföld samanborið við sama ár. Fjölgun ferðamanna ein og sér á þessu ári er áætluð svipuð og fjöldi allra ferðamanna sem komu til Íslands árið 2011.G. Pétur Matthíasson„Það verður hefðbundin hátíðardagaþjónusta um áramótin víðast hvar,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Á gamlársdag er miðað við að þjónustu ljúki klukkan 14 en standi svo á verður þjónustu sinnt rúmri klukkustund lengur. Þjónusta á nýársdag verður í lágmarki en víðast hvar er miðað við að hún hefjist klukkan 10 og verði að hámarki fimm klukkustundir. Undantekningu frá þessari meginreglu er að finna á vegum suðvesturhornsins út frá höfuðborgarsvæðinu. „Hér á landi erum við vön því að fólk sé komið heim til sín fyrir klukkan sex á aðfangadag en það gildir ekki endilega um ferðamenn,“ segir G. Pétur. Vegagerðin miðar við þær snjómokstursreglur sem hafa gilt að undanförnu og Pétur viðurkennir að mögulega sé tímabært að íhuga að endurskoða þær í takt við aukinn umferðarþunga. Markmiðið sé hins vegar alltaf að halda sig innan ramma fjárveitinga. „Síðustu tvo vetur hefur verið halli þar sem þeir hafa verið óvenju harðir. Snjór hefur fallið snemma að hausti og verið langt fram á vor. Haustið í ár hefur hjálpað okkur hingað til,“ segir G. Pétur. Annan daginn í röð var vegurinn um Holtavörðuheiði lokaður og sömu sögu var að segja af Bröttubrekku, Þröskuldum, Þverárfjalli og Steingrímsfjarðarheiði. Innanlandsflug lá niðri bróðurpart gærdagsins og Baldur og Herjólfur gátu ekki siglt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Umferð á vegum á Suðurlandi yfir hátíðirnar hefur tvö- til þrefaldast á tveggja ára tímabili. Aukningu má að mestu leyti rekja til fjölgunar ferðamanna. Þrátt fyrir það verður þjónusta við vegi á þessum tíma í lágmarki. Mælingar Vegagerðarinnar sýna að þrefalt fleiri heimsóttu Gullfoss á aðfangadag og jóladag í ár en árið 2014. Umferð um Lyngdalsheiði og Reynisfjall nú var um tvöföld samanborið við sama ár. Fjölgun ferðamanna ein og sér á þessu ári er áætluð svipuð og fjöldi allra ferðamanna sem komu til Íslands árið 2011.G. Pétur Matthíasson„Það verður hefðbundin hátíðardagaþjónusta um áramótin víðast hvar,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Á gamlársdag er miðað við að þjónustu ljúki klukkan 14 en standi svo á verður þjónustu sinnt rúmri klukkustund lengur. Þjónusta á nýársdag verður í lágmarki en víðast hvar er miðað við að hún hefjist klukkan 10 og verði að hámarki fimm klukkustundir. Undantekningu frá þessari meginreglu er að finna á vegum suðvesturhornsins út frá höfuðborgarsvæðinu. „Hér á landi erum við vön því að fólk sé komið heim til sín fyrir klukkan sex á aðfangadag en það gildir ekki endilega um ferðamenn,“ segir G. Pétur. Vegagerðin miðar við þær snjómokstursreglur sem hafa gilt að undanförnu og Pétur viðurkennir að mögulega sé tímabært að íhuga að endurskoða þær í takt við aukinn umferðarþunga. Markmiðið sé hins vegar alltaf að halda sig innan ramma fjárveitinga. „Síðustu tvo vetur hefur verið halli þar sem þeir hafa verið óvenju harðir. Snjór hefur fallið snemma að hausti og verið langt fram á vor. Haustið í ár hefur hjálpað okkur hingað til,“ segir G. Pétur. Annan daginn í röð var vegurinn um Holtavörðuheiði lokaður og sömu sögu var að segja af Bröttubrekku, Þröskuldum, Þverárfjalli og Steingrímsfjarðarheiði. Innanlandsflug lá niðri bróðurpart gærdagsins og Baldur og Herjólfur gátu ekki siglt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira