Serbneska tenniskonan Ana Ivanovic hefur ákveðið að leggja spaðann á hilluna aðeins 29 ára gömul.
Hún var eitt sinn efst á heimslistanum og vann Opna franska meistaramótið árið 2008.
Hún hefur verið að glíma við meiðsli síðan í ágúst og hefur fallið niður í 63. sætið á heimslistanum.
„Ég hef bara áhuga á að keppa ef ég get staðið undir mínum væntingum. Ég get það ekki lengur þannig að það er kominn tími á að gera eitthvað annað,“ sagði Ivanovic.
Hún var efst á heimslistanum í tólf vikur árið 2008 og vann fimmtán mót á ferlinum.
Ivanovic giftist knattspyrnukappanum Bastian Schweinsteiger, leikmanni Man. Utd, fyrr á árinu og ætlar sér út í viðskipti og tískugeirann. Hún mun einnig halda áfram að vinna fyrir Unicef.
Fyrrum besta tenniskona heims hætt fyrir þrítugt
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti





Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti



Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti
