Fólk skilur ekki af hverju Retro Stefson er að hætta Guðný Hrönn skrifar 29. desember 2016 09:35 Retro Stefson á æfingu fyrir lokatónleikana. Vísir/Ernir Á morgun, föstudag, verða lokatónleikar hljómsveitarinnar Retro Stefson haldnir í Gamla bíói en sveitin hefur verið starfandi í rétt tæp 11 ár. Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari sveitarinnar, segir þessa lokatónleika verða svolítið óvenjulega að vissu leyti. „Þetta verða dálítið langir tónleikar náttúrulega, við verðum að spila slatta af eldra stöffi í bland við nýtt,“ segir Unnsteinn Manuel, söngvari Retro Stefson, um síðustu tónleika hljómsveitarinnar. Aðspurður hvort það fylgi því einhver sorg að Retro Stefson sé að hætta svara Unnsteinn neitandi. „Nei, maður er bara feginn að hætta á meðan það er enn þá gaman að spila. Maður á ekkert að vera að gera neitt of lengi finnst mér, við eigum sko 11 ára afmæli eftir mánuð.“Unnsteinn Manuel.Vísir/EyþórUnnsteinn segir alla í bandinu hafa verið sammála um að nú væri góður tími til að hætta. „Já, það eru líka allir að gera mismunandi hluti núna. Fólk er í háskólanámi eða komið inn í sitt listalíf,“ segir Unnsteinn um þennan fjölbreytta hóp sem skipar hljómsveitina. En aðdáendur Retro Stefson eru víst ekki á sama máli. „Fólk skilur þetta ekki. En ég meina, það er nátt- úrulega erfitt að reka átta manna band. Það var allt öðruvísi þegar maður var kannski nýskriðinn úr menntaskóla. Við vorum mest að túra þegar jafnaldrar okkar voru í heimsreisu eða einhverju þannig. En þetta hefur verið mjög skemmtilegt og þetta er góð reynsla, ég myndi ekki vilja skipta þessu út fyrir neitt annað.“ Gaman að spila á Græna hattinumViðbrögðin við því að nú sé Retro Stefson að hætta hafa ekki látið á sér standa og miðar á lokatónleikana rokseldust. „Það eru engir miðar eftir. Það er allt uppselt,“ segir Unnsteinn. En nú þegar þetta tímabil er á enda og Unnsteinn rifjar upp eftirminnilega tónleika og minnisstæð atvik tengd Retro Stefson kemur margt upp í huga hans, meðal annars tónleikar á Norðurlandi. „Við höfum náttúrulega spilað úti um allt. Við höfum spilað í 26 löndum. En það er alltaf mjög gaman að spila á Græna hattinum á Akureyri, það er einstakt. Mér finnst þetta vera einn besti tónleikastaðurinn á landinu, og tónleikagestir eru mættir áður en tónleikarnir byrja, það er alveg einstakt á Íslandi. Ég meina, ef þú ferð á tónleika á Íslandi þá byrja þeir aldrei á réttum tíma því það er alltaf verið að bíða eftir fólki, þeir byrja yfirleitt svona klukkutíma of seint. En á Akureyri er fólk tilbúið að mæta fyrr.“En hvað er það skemmtilegasta við hljómsveitarlífið með Retro Stefson?„Að fá að ferðast er eitt það skemmtilegasta. Það eru líka forréttindi að fá að ferðast með bestu vinum sínum út um allt. Svo hefur verið gaman að fá tækifæri til að spila á tónleikahátíðum.“ Retro Stefson sendi frá sér nýja plötu á jólanótt, hún ber heitið Scandinavian Pain og hefur að geyma fjögur lög. Þessa nýju plötu er núna hægt að finna á Spotify og Soundcloud. „Eftir áramót kemur platan svo út með fleiri lögum, bæði á geisladisk og vínylplötu.“ Hægt er að finna nánari upplýsingar um tónleikana á morgun á Facebook. Tónlist Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Lífið Fleiri fréttir Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Sjá meira
Á morgun, föstudag, verða lokatónleikar hljómsveitarinnar Retro Stefson haldnir í Gamla bíói en sveitin hefur verið starfandi í rétt tæp 11 ár. Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari sveitarinnar, segir þessa lokatónleika verða svolítið óvenjulega að vissu leyti. „Þetta verða dálítið langir tónleikar náttúrulega, við verðum að spila slatta af eldra stöffi í bland við nýtt,“ segir Unnsteinn Manuel, söngvari Retro Stefson, um síðustu tónleika hljómsveitarinnar. Aðspurður hvort það fylgi því einhver sorg að Retro Stefson sé að hætta svara Unnsteinn neitandi. „Nei, maður er bara feginn að hætta á meðan það er enn þá gaman að spila. Maður á ekkert að vera að gera neitt of lengi finnst mér, við eigum sko 11 ára afmæli eftir mánuð.“Unnsteinn Manuel.Vísir/EyþórUnnsteinn segir alla í bandinu hafa verið sammála um að nú væri góður tími til að hætta. „Já, það eru líka allir að gera mismunandi hluti núna. Fólk er í háskólanámi eða komið inn í sitt listalíf,“ segir Unnsteinn um þennan fjölbreytta hóp sem skipar hljómsveitina. En aðdáendur Retro Stefson eru víst ekki á sama máli. „Fólk skilur þetta ekki. En ég meina, það er nátt- úrulega erfitt að reka átta manna band. Það var allt öðruvísi þegar maður var kannski nýskriðinn úr menntaskóla. Við vorum mest að túra þegar jafnaldrar okkar voru í heimsreisu eða einhverju þannig. En þetta hefur verið mjög skemmtilegt og þetta er góð reynsla, ég myndi ekki vilja skipta þessu út fyrir neitt annað.“ Gaman að spila á Græna hattinumViðbrögðin við því að nú sé Retro Stefson að hætta hafa ekki látið á sér standa og miðar á lokatónleikana rokseldust. „Það eru engir miðar eftir. Það er allt uppselt,“ segir Unnsteinn. En nú þegar þetta tímabil er á enda og Unnsteinn rifjar upp eftirminnilega tónleika og minnisstæð atvik tengd Retro Stefson kemur margt upp í huga hans, meðal annars tónleikar á Norðurlandi. „Við höfum náttúrulega spilað úti um allt. Við höfum spilað í 26 löndum. En það er alltaf mjög gaman að spila á Græna hattinum á Akureyri, það er einstakt. Mér finnst þetta vera einn besti tónleikastaðurinn á landinu, og tónleikagestir eru mættir áður en tónleikarnir byrja, það er alveg einstakt á Íslandi. Ég meina, ef þú ferð á tónleika á Íslandi þá byrja þeir aldrei á réttum tíma því það er alltaf verið að bíða eftir fólki, þeir byrja yfirleitt svona klukkutíma of seint. En á Akureyri er fólk tilbúið að mæta fyrr.“En hvað er það skemmtilegasta við hljómsveitarlífið með Retro Stefson?„Að fá að ferðast er eitt það skemmtilegasta. Það eru líka forréttindi að fá að ferðast með bestu vinum sínum út um allt. Svo hefur verið gaman að fá tækifæri til að spila á tónleikahátíðum.“ Retro Stefson sendi frá sér nýja plötu á jólanótt, hún ber heitið Scandinavian Pain og hefur að geyma fjögur lög. Þessa nýju plötu er núna hægt að finna á Spotify og Soundcloud. „Eftir áramót kemur platan svo út með fleiri lögum, bæði á geisladisk og vínylplötu.“ Hægt er að finna nánari upplýsingar um tónleikana á morgun á Facebook.
Tónlist Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Lífið Fleiri fréttir Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Sjá meira