Handbolti

Styttist í að Alfreð hætti hjá Kiel

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð hefur þjálfað Kiel frá árinu 2008.
Alfreð hefur þjálfað Kiel frá árinu 2008. vísir/getty
Það styttist í annan endann á þjálfaratíð Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel.

Í viðtali við staðarblaðið Kieler Nachrichten segir Alfreð að sú uppbygging sem hann stendur nú í sé hans síðasta hjá félaginu.

„Ég held að þetta tímabil og það næsta séu gríðarlega mikilvæg í uppbyggingu liðsins. Þetta verður pottþétt síðasta uppbyggingin sem ég ræðst í. Ég vil halda þessu unga liði saman,“ sagði Alfreð en samningur hans við Kiel rennur út sumarið 2019.

Alfreð tók við Kiel af Zvonimir Serdarusic árið 2008 og hefur gert frábæra hluti með liðið.

Undir stjórn Alfreðs hefur Kiel sex sinnum orðið þýskur meistari og tvívegis unnið Meistaradeild Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×