Fátt því til fyrirstöðu að boða aftur til kosninga Snærós Sindradóttir skrifar 10. desember 2016 07:15 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, velti upp möguleikanum á að mynda þjóðstjórn. Hún gæti litið einhvern veginn svona út. Vísir/Vilhelm Í dag eru sex vikur frá kosningum. Tvær formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafa runnið út í sandinn, tvær óformlegar en opinberar viðræður sömuleiðis og þær óformlegu viðræður sem standa yfir núna hafa dregist á langinn frá því Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagðist ætla að skila stjórnarmyndunarumboðinu strax ef ekki næðist lending í fimm flokka viðræðurnar. Þegar óformlegar viðræður Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks sigldu í strand lét Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hafa eftir sér að þjóðstjórn allra flokka gæti verið skynsamleg lausn til að mynda meirihluta á þingi svo boða megi aftur til kosninga.Bjarni Benediktsson. Fréttablaðið/GVABjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sömuleiðis ljáð máls á öðrum þingkosningum. „Ef það er niðurstaðan af átökum á vettvangi stjórnmálanna á þessu ári að það hafi einhvern veginn komið þannig upp úr kjörkössunum að það er ekki hægt að raða saman kubbunum þannig að það sé traust til staðar og sameiginleg sýn á verkefnin, nú þá er ekkert að því mín vegna að það sé kosið aftur,“ sagði Bjarni í Kastljósi á þriðjudag. Alþingiskosningar áttu að fara fram næsta vor en var flýtt vegna þeirra aðstæðna í stjórnmálum sem sköpuðust þegar flett var ofan af aflandseignum forsætisráðherrahjónanna í fjölmiðlum.Ragnhildur Helgadóttir prófessor við HR.Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, segir að sömu reglur gildi um þingrof og boð til alþingiskosninga við þessar aðstæður sem aðrar. Sigurður Ingi Jóhannsson er enn starfandi forsætisráðherra og ákvörðun um þingrof og kosningar yrði að vera tekin af honum og Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. „Vandinn með þetta, eins og með stjórnarmyndanir, er að reglurnar segja tiltölulega lítið en pólitíkin ræður meira. Einu formlegu reglurnar sem við höfum eru reglurnar um þingrof en það er stjórnmálanna að reyna að haga þessu skynsamlega.“ Þrátt fyrir að Sigurður Ingi sé forsætisráðherra sé það ekki svo einfalt að hann geti sjálfur rofið þing og boðið til kosninga. „Það þarf alltaf bæði forseta og forsætisráðherra til að boða til kosninga. Þetta er nefnilega vel hannað hjá okkur. Það að boða til kosninga er auðvitað alvörumál.“ Ragnheiður Kristjánsdóttir, dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands, minnist þess ekki að boðað hafi verið til kosninga áður án þess að ríkisstjórn hafi verið mynduð í millitíðinni. „Það var kosið 25. júní 1978 og aftur í desember 1979. Þá var í raun og veru stjórnarkreppa sem leiddi til þess að kosið var aftur fljótlega. Í september 1978 myndaði Ólafur Jóhannesson ríkisstjórn Framsóknar, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags en hún var sprungin ári seinna.“ Ragnheiður segir þó ástandið núna ekki langa stjórnarkreppu í sögulegu samhengi. Dæmi séu um að ríkisstjórnir hafi verið myndaðar tæplega þremur mánuðum eftir alþingiskosningar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Í dag eru sex vikur frá kosningum. Tvær formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafa runnið út í sandinn, tvær óformlegar en opinberar viðræður sömuleiðis og þær óformlegu viðræður sem standa yfir núna hafa dregist á langinn frá því Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagðist ætla að skila stjórnarmyndunarumboðinu strax ef ekki næðist lending í fimm flokka viðræðurnar. Þegar óformlegar viðræður Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks sigldu í strand lét Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hafa eftir sér að þjóðstjórn allra flokka gæti verið skynsamleg lausn til að mynda meirihluta á þingi svo boða megi aftur til kosninga.Bjarni Benediktsson. Fréttablaðið/GVABjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sömuleiðis ljáð máls á öðrum þingkosningum. „Ef það er niðurstaðan af átökum á vettvangi stjórnmálanna á þessu ári að það hafi einhvern veginn komið þannig upp úr kjörkössunum að það er ekki hægt að raða saman kubbunum þannig að það sé traust til staðar og sameiginleg sýn á verkefnin, nú þá er ekkert að því mín vegna að það sé kosið aftur,“ sagði Bjarni í Kastljósi á þriðjudag. Alþingiskosningar áttu að fara fram næsta vor en var flýtt vegna þeirra aðstæðna í stjórnmálum sem sköpuðust þegar flett var ofan af aflandseignum forsætisráðherrahjónanna í fjölmiðlum.Ragnhildur Helgadóttir prófessor við HR.Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, segir að sömu reglur gildi um þingrof og boð til alþingiskosninga við þessar aðstæður sem aðrar. Sigurður Ingi Jóhannsson er enn starfandi forsætisráðherra og ákvörðun um þingrof og kosningar yrði að vera tekin af honum og Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. „Vandinn með þetta, eins og með stjórnarmyndanir, er að reglurnar segja tiltölulega lítið en pólitíkin ræður meira. Einu formlegu reglurnar sem við höfum eru reglurnar um þingrof en það er stjórnmálanna að reyna að haga þessu skynsamlega.“ Þrátt fyrir að Sigurður Ingi sé forsætisráðherra sé það ekki svo einfalt að hann geti sjálfur rofið þing og boðið til kosninga. „Það þarf alltaf bæði forseta og forsætisráðherra til að boða til kosninga. Þetta er nefnilega vel hannað hjá okkur. Það að boða til kosninga er auðvitað alvörumál.“ Ragnheiður Kristjánsdóttir, dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands, minnist þess ekki að boðað hafi verið til kosninga áður án þess að ríkisstjórn hafi verið mynduð í millitíðinni. „Það var kosið 25. júní 1978 og aftur í desember 1979. Þá var í raun og veru stjórnarkreppa sem leiddi til þess að kosið var aftur fljótlega. Í september 1978 myndaði Ólafur Jóhannesson ríkisstjórn Framsóknar, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags en hún var sprungin ári seinna.“ Ragnheiður segir þó ástandið núna ekki langa stjórnarkreppu í sögulegu samhengi. Dæmi séu um að ríkisstjórnir hafi verið myndaðar tæplega þremur mánuðum eftir alþingiskosningar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira