Segir ferðamenn ekki kvarta undan okri Íslendinga Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. desember 2016 20:00 Í Fréttablaðinu í dag líkja erlendir ferðamenn dvölinni á Íslandi við að lenda í greipum fjárkúgara, svo mjög blöskraði þeim hátt verð í þjónustu og verslun. Í nýrri könnun sem sagt er frá á vefnum túristi.is kemur fram að tveggja manna hótelherbergi í Reykjavík sé með þeim dýrustu í Evrópu. Eingöngu sé dýrara í Monte Carlo og Genf. Í kjölfar þessara frétta veltir fólk fyrir sér hvort Íslendingar séu orðnir of gráðugir. „Við erum ekki að upplifa að ferðamenn séu að fara héðan óánægðir, ferðamannapúls er tekinn af Ferðamannastofu, Gallup og Isavia. Við sjáum ekkert fall þar á milli mánaða," segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu á Íslandsstofu. Samkvæmt könnunum Ferðamálastofu eru 95 prósent ferðamanna ánægðir og 90 prósent ætla að koma aftur. Inga Hlín bendir á að þjónusta og verðlag þurfi að fara saman og ríkisstjórn þurfi að huga að gengismálum. En almennt hafi hún ekki áhyggjur af vinsældum Íslands sem áfangastað og telur óánægjusögur heyra til undantekninga. „Ég tel að við séum ekki komin á þennan stað varðandi ímynd og orðspor. Erlendar umfjallanir eru ekki um hátt verðlag. Hún er um góða upplifun og hve margt er í boði. En við þurfum ef til vill að huga að okkar eigin orðspori, hvernig við tölum um landið okkar sem ferðamannaland," segir Inga Hlín. „Auðvitað er alltaf einhver óánægður og fær ekki sínar væntingar uppfylltar. En við þurfum að huga að heildinni, horfa á stóru myndina, ekki grípa þessa einu neikvæðu sögu. Heldur huga að þessu jákvæða og hvað við erum búin að standa okkur frábærlega í ferðaþjónustunni síðustu ár.“En erum við mjög dýr í samanburði við nágrannalöndin, í verslun og þjónustu? „Ísland verður aldrei ódýr áfangastaður, það er bara þannig," svarar Inga. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gríðarleg fjölgun ferðamanna í nóvember Um 50 þúsund fleiri ferðamenn sóttu Ísland heim í nóvember á þessu ári miðað við nóvember í fyrra. 6. desember 2016 11:42 Ferðamannasprengja í vetur: Koma ekki bara fyrir norðurljósin Vetrarferðamenn verða tvöfalt fleiri í ár en í fyrra samkvæmt spá Isavia. Áætla má að erlend kortavelta yfir vetrarmánuðina fari yfir fjörutíu milljarða í ár. Bretar eru stærsti einstaki hópurinn. Margir koma bæði að sumri og vetri. 7. desember 2016 09:45 Gistináttagjald þrefaldast Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt. 6. desember 2016 16:16 Fannst þau eins og á valdi fjárkúgara í langþráðri brúðkaupsferð á Íslandi Þriggja daga Íslandsheimsókn breskra hjóna var að þeirra sögn því líkust að lenda í greipum fjárkúgara. Lítið hafi verið um dýrðir í langþráðri brúðkaupsferð. Þau segjast afar vonsvikin. Þau muni vara ættingja og vini við háu verði. 10. desember 2016 07:15 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira
Í Fréttablaðinu í dag líkja erlendir ferðamenn dvölinni á Íslandi við að lenda í greipum fjárkúgara, svo mjög blöskraði þeim hátt verð í þjónustu og verslun. Í nýrri könnun sem sagt er frá á vefnum túristi.is kemur fram að tveggja manna hótelherbergi í Reykjavík sé með þeim dýrustu í Evrópu. Eingöngu sé dýrara í Monte Carlo og Genf. Í kjölfar þessara frétta veltir fólk fyrir sér hvort Íslendingar séu orðnir of gráðugir. „Við erum ekki að upplifa að ferðamenn séu að fara héðan óánægðir, ferðamannapúls er tekinn af Ferðamannastofu, Gallup og Isavia. Við sjáum ekkert fall þar á milli mánaða," segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu á Íslandsstofu. Samkvæmt könnunum Ferðamálastofu eru 95 prósent ferðamanna ánægðir og 90 prósent ætla að koma aftur. Inga Hlín bendir á að þjónusta og verðlag þurfi að fara saman og ríkisstjórn þurfi að huga að gengismálum. En almennt hafi hún ekki áhyggjur af vinsældum Íslands sem áfangastað og telur óánægjusögur heyra til undantekninga. „Ég tel að við séum ekki komin á þennan stað varðandi ímynd og orðspor. Erlendar umfjallanir eru ekki um hátt verðlag. Hún er um góða upplifun og hve margt er í boði. En við þurfum ef til vill að huga að okkar eigin orðspori, hvernig við tölum um landið okkar sem ferðamannaland," segir Inga Hlín. „Auðvitað er alltaf einhver óánægður og fær ekki sínar væntingar uppfylltar. En við þurfum að huga að heildinni, horfa á stóru myndina, ekki grípa þessa einu neikvæðu sögu. Heldur huga að þessu jákvæða og hvað við erum búin að standa okkur frábærlega í ferðaþjónustunni síðustu ár.“En erum við mjög dýr í samanburði við nágrannalöndin, í verslun og þjónustu? „Ísland verður aldrei ódýr áfangastaður, það er bara þannig," svarar Inga.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gríðarleg fjölgun ferðamanna í nóvember Um 50 þúsund fleiri ferðamenn sóttu Ísland heim í nóvember á þessu ári miðað við nóvember í fyrra. 6. desember 2016 11:42 Ferðamannasprengja í vetur: Koma ekki bara fyrir norðurljósin Vetrarferðamenn verða tvöfalt fleiri í ár en í fyrra samkvæmt spá Isavia. Áætla má að erlend kortavelta yfir vetrarmánuðina fari yfir fjörutíu milljarða í ár. Bretar eru stærsti einstaki hópurinn. Margir koma bæði að sumri og vetri. 7. desember 2016 09:45 Gistináttagjald þrefaldast Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt. 6. desember 2016 16:16 Fannst þau eins og á valdi fjárkúgara í langþráðri brúðkaupsferð á Íslandi Þriggja daga Íslandsheimsókn breskra hjóna var að þeirra sögn því líkust að lenda í greipum fjárkúgara. Lítið hafi verið um dýrðir í langþráðri brúðkaupsferð. Þau segjast afar vonsvikin. Þau muni vara ættingja og vini við háu verði. 10. desember 2016 07:15 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira
Gríðarleg fjölgun ferðamanna í nóvember Um 50 þúsund fleiri ferðamenn sóttu Ísland heim í nóvember á þessu ári miðað við nóvember í fyrra. 6. desember 2016 11:42
Ferðamannasprengja í vetur: Koma ekki bara fyrir norðurljósin Vetrarferðamenn verða tvöfalt fleiri í ár en í fyrra samkvæmt spá Isavia. Áætla má að erlend kortavelta yfir vetrarmánuðina fari yfir fjörutíu milljarða í ár. Bretar eru stærsti einstaki hópurinn. Margir koma bæði að sumri og vetri. 7. desember 2016 09:45
Gistináttagjald þrefaldast Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt. 6. desember 2016 16:16
Fannst þau eins og á valdi fjárkúgara í langþráðri brúðkaupsferð á Íslandi Þriggja daga Íslandsheimsókn breskra hjóna var að þeirra sögn því líkust að lenda í greipum fjárkúgara. Lítið hafi verið um dýrðir í langþráðri brúðkaupsferð. Þau segjast afar vonsvikin. Þau muni vara ættingja og vini við háu verði. 10. desember 2016 07:15