Íslenski landsliðsbakvörðurinn Hallbera Guðný Gísladóttir spilar í sænsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili en hún verður liðsfélagi markvarðarins Guðbjargar Gunnarsdóttur hjá Djurgården í Stokkhólmi.
Á stuðningsmannavef Blika kemur fram að Knattspyrnudeild Breiðabliks og Djurgården í Svíþjóð hafa komist að samkomulagi um vistaskipti Hallberu Guðnýjar Gísladóttur. Hallbera bætist nú í þann stóra hóp af knattspyrnukonum og körlum sem halda í atvinnumennskuna frá Breiðablik.
Þetta er mikill missir fyrir vörn kvennalið Breiðabliks en liðið hafði áður missti Málfríði Ernu Sigurðardóttur í Val. Besta vörn Pepsi-deildar kvenna undanfarin tvö tímabil hefur því misst tvo af fjórum byrjunarliðsleikmönnum sínum.
Hallbera skoraði tvö mörk í átján leikjum með Breiðabliki í Pepsi-deild kvenna síðasta sumar en átti einnig sjö stoðsendingar og var ein af þeim sem lagði upp flest mörk í deildinni.
Hallbera var að klára sitt annað tímabil með Blikum og varð Íslandsmeistari 2015 og bikarmeistari 2016. Hún hafði áður orðið fjórum sinnum Íslandsmeistari með Val.
Hallbera, sem er þrítug, hefur alls leikið 57 leiki með Breiðablik og skorað í þeim leikjum 2 mörk. Hún hefur verið lykilleikmaður liðsins síðastliðin tvö tímabil og var m.a. valin besti leikmaður kvennaliðsins á lokahófi félagsins í haust.
Hallbera til Djurgården
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn