Ennþá ágreiningur um stór mál Ásgeir Erlendsson skrifar 11. desember 2016 19:30 Ríkisstjórnarsamstarf flokkanna fimm, sem hafa verið í óformlegum viðræðum, ræðst í kvöld eða snemma í fyrramálið. Formaður Vinstri grænna segir að flokkarnir fimm eigi enn eftir að ná samkomulagi um stefnu í stórum málaflokkum. Níu dagar eru síðan Guðni Th. Jóhannesson afhenti Birgittu Jónsdóttur, þingflokksformanni Pírata stjórnarmyndunarumboð. Undanfarna daga hafa fulltrúar Viðreisnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata átt í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum. Fulltrúar flokkanna hittust á nefndarsviði Alþingis síðdegis til að ræða sjávarútvegs og landbúnaðarmál. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar sagði á Bylgjunni í dag að nú væri komið að þeim tímapunkti í viðræðunum að menn yrðu að leggja mat á framhaldið. Enginn niðurstaða væri komin sjávarútvegsmálin en Benedikt Jóhannsson formaður flokksins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að flokkarnir væru jákvæðari en áður fyrir markaðsleið í sjávarútvegi. „Það er ekki komin nein niðurstaða þar. Það er alveg ljóst að þar eru ólíkar áherslur, annars vegar flokkar sem vilja bara gamaldags skattahækkanir og hins vegar flokkar sem vilja markaðslausnir í þessu. “ Sagði Þorsteinn á Sprengisandi Bylgjunnar í dag. Formenn flokkanna fimm koma til með að funda í Alþingishúsinu klukkan hálf átta í kvöld og í kjölfarið verður svo efnt til þingflokksfunda. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að enn eigi eftir að móta tillögur um hvernig flokkarnir geti mæst í stóru málunum. „Við getum sagt að það er svona aukinn skilningur milli flokka á hvar þeir standa, hvað ber í milli og hvað þeir eiga sameiginlegt en það sem enn er eftir að gera er að móta raunverulegar tillögur um hvar við getum mæst og hvaða lausnir við sjáum í stóru pólitísku málunum sem þurfa að vera undirstaða fyrir ríkisstjórnarsamstarfi.“ Segir Katrín. Birgitta Jónsdóttir sagði í samtali við fréttastofu að enginn Pírati myndi tjá sig um gang viðræðnanna í dag en í gær sagði Smári McCarty, þingmaður, flokksins að yfirgnæfandi líkur væru á að flokkarnir fimm myndu ná saman. „Mér finnst ekki tímabært að segja neitt til um það fyrr en við erum komin með eitthvað haldfast á borðið.“ Segir Katrín. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Ríkisstjórnarsamstarf flokkanna fimm, sem hafa verið í óformlegum viðræðum, ræðst í kvöld eða snemma í fyrramálið. Formaður Vinstri grænna segir að flokkarnir fimm eigi enn eftir að ná samkomulagi um stefnu í stórum málaflokkum. Níu dagar eru síðan Guðni Th. Jóhannesson afhenti Birgittu Jónsdóttur, þingflokksformanni Pírata stjórnarmyndunarumboð. Undanfarna daga hafa fulltrúar Viðreisnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata átt í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum. Fulltrúar flokkanna hittust á nefndarsviði Alþingis síðdegis til að ræða sjávarútvegs og landbúnaðarmál. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar sagði á Bylgjunni í dag að nú væri komið að þeim tímapunkti í viðræðunum að menn yrðu að leggja mat á framhaldið. Enginn niðurstaða væri komin sjávarútvegsmálin en Benedikt Jóhannsson formaður flokksins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að flokkarnir væru jákvæðari en áður fyrir markaðsleið í sjávarútvegi. „Það er ekki komin nein niðurstaða þar. Það er alveg ljóst að þar eru ólíkar áherslur, annars vegar flokkar sem vilja bara gamaldags skattahækkanir og hins vegar flokkar sem vilja markaðslausnir í þessu. “ Sagði Þorsteinn á Sprengisandi Bylgjunnar í dag. Formenn flokkanna fimm koma til með að funda í Alþingishúsinu klukkan hálf átta í kvöld og í kjölfarið verður svo efnt til þingflokksfunda. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að enn eigi eftir að móta tillögur um hvernig flokkarnir geti mæst í stóru málunum. „Við getum sagt að það er svona aukinn skilningur milli flokka á hvar þeir standa, hvað ber í milli og hvað þeir eiga sameiginlegt en það sem enn er eftir að gera er að móta raunverulegar tillögur um hvar við getum mæst og hvaða lausnir við sjáum í stóru pólitísku málunum sem þurfa að vera undirstaða fyrir ríkisstjórnarsamstarfi.“ Segir Katrín. Birgitta Jónsdóttir sagði í samtali við fréttastofu að enginn Pírati myndi tjá sig um gang viðræðnanna í dag en í gær sagði Smári McCarty, þingmaður, flokksins að yfirgnæfandi líkur væru á að flokkarnir fimm myndu ná saman. „Mér finnst ekki tímabært að segja neitt til um það fyrr en við erum komin með eitthvað haldfast á borðið.“ Segir Katrín.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira